Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði fer vaxandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2019 11:47 Frá verkfallsaðgerðum Eflingar í vetur. Borðinn er á ensku en fjöldi erlendra starfsmanna er í stéttarfélaginu og lögðu niður störf í verkföllum. vísir/vilhelm Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði hefur farið vaxandi í öllum landshlutum frá fyrsta ársfjórðungi 2013 að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þar segir að að jafnaði voru 192.232 einstaklingar á aldrinum 16 til 74 ára starfandi samkvæmt skrám á fyrsta fjórðungi 2019. „Af þeim voru konur 90.315, eða 47,0% og karlar 101.918, eða 53,0%. Starfandi innflytjendur á aldrinum 16-74 ára voru að jafnaði 36.844 á fyrsta ársfjórðungi 2019, eða 19,2% af öllum starfandi. Þegar horft er til búsetu kemur í ljós að á fyrsta ársfjórðungi 2019 voru starfandi með skráð lögheimili á Íslandi að jafnaði 187.859, eða 97,7% allra starfandi. Alls höfðu 154.753 lögheimili hér á landi og einhvern íslenskan bakgrunn, eða 80,5% af öllum starfandi. Af innflytjendum voru 33.106 með lögheimili á Íslandi, eða 89,9% en 3.738 höfðu ekki lögheimili á Íslandi, eða 10,1%,“ segir á vef Hagstofunnar. Hlutfall innflytjenda af fjölda starfandi var á fyrsta ársfjórðungi í ár hæst á Suðurnesjum og Vestfjörðum og hafði aukist frá fyrsta ársfjórðungi 2016. Lægst er hlutfallið á Norðvesturlandi. Sjá einnig:Íslendingar beðnir um að sýna erlendu starfsfólki velvild og þolinmæðiÞorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/vilhelmÁnægjulegt að sjá þessar tölur Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, ræddi þessar tölur undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. Hann sagði mjög ánægjulegt að sjá tölurnar og einnig ánægjulegt að sjá þróunina vera eins um land allt. „Í frétt Hagstofunnar í morgun kemur fram sú mjög svo athyglisverða staðreynd að innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði eru orðnir tæplega 40.000. Þeim hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum 15 árum og telja nú alls nærri fimmtung íslensks vinnumarkaðar. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að innflytjendur hafi staðið undir stórum hluta þess efnahagsuppgangs sem við höfum gengið í gegnum á undanförnum árum,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði tölfræðina undirstrika mikilvægi innflytjenda fyrir íslenskt atvinnulíf og ómetanlegt framlag þeirra til efnahagsuppgangsins hér á landi. Tölurnar undirstriki einnig að hlúa vel að málefnum innflytjenda og tryggja börnum innflytjenda góða og öfluga menntun, ekki hvað síst í íslensku, þótt ekki megi gleyma móðurmálinu. Þingmaðurinn setti þetta síðan í samhengi við umræðuna um þær áskoranir sem fylgja öldrun íslensku þjóðarinnar og að hlutfall þeirra sem eru á vinnumarkaði á móti hlutfalli þeirra sem eru komnir á eftirlaun fari fækkandi. „Þar af leiðandi þurfi jafnvel að grípa til mótvægisaðgerða eins og að hækka lífeyrisaldur og svo mætti áfram telja, og auðvitað að meiri áskorun muni felast í því að standa undir vaxandi heilbrigðiskostnaði þjóðarinnar. Þessi þróun undirstrikar einmitt að það er ekki óhjákvæmilegur veruleiki. Staðreyndin er raunar sú að á undanförnum árum hefur hlutfall starfandi á móti hlutfalli þeirra sem komnir eru á eftirlaun lítið breyst, einmitt vegna stóraukinnar fjölgunar innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði sem standa svo sannarlega undir batnandi lífskjörum þjóðarinnar af miklum myndarbrag,“ sagði Þorsteinn. Alþingi Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði hefur farið vaxandi í öllum landshlutum frá fyrsta ársfjórðungi 2013 að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þar segir að að jafnaði voru 192.232 einstaklingar á aldrinum 16 til 74 ára starfandi samkvæmt skrám á fyrsta fjórðungi 2019. „Af þeim voru konur 90.315, eða 47,0% og karlar 101.918, eða 53,0%. Starfandi innflytjendur á aldrinum 16-74 ára voru að jafnaði 36.844 á fyrsta ársfjórðungi 2019, eða 19,2% af öllum starfandi. Þegar horft er til búsetu kemur í ljós að á fyrsta ársfjórðungi 2019 voru starfandi með skráð lögheimili á Íslandi að jafnaði 187.859, eða 97,7% allra starfandi. Alls höfðu 154.753 lögheimili hér á landi og einhvern íslenskan bakgrunn, eða 80,5% af öllum starfandi. Af innflytjendum voru 33.106 með lögheimili á Íslandi, eða 89,9% en 3.738 höfðu ekki lögheimili á Íslandi, eða 10,1%,“ segir á vef Hagstofunnar. Hlutfall innflytjenda af fjölda starfandi var á fyrsta ársfjórðungi í ár hæst á Suðurnesjum og Vestfjörðum og hafði aukist frá fyrsta ársfjórðungi 2016. Lægst er hlutfallið á Norðvesturlandi. Sjá einnig:Íslendingar beðnir um að sýna erlendu starfsfólki velvild og þolinmæðiÞorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/vilhelmÁnægjulegt að sjá þessar tölur Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, ræddi þessar tölur undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. Hann sagði mjög ánægjulegt að sjá tölurnar og einnig ánægjulegt að sjá þróunina vera eins um land allt. „Í frétt Hagstofunnar í morgun kemur fram sú mjög svo athyglisverða staðreynd að innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði eru orðnir tæplega 40.000. Þeim hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum 15 árum og telja nú alls nærri fimmtung íslensks vinnumarkaðar. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að innflytjendur hafi staðið undir stórum hluta þess efnahagsuppgangs sem við höfum gengið í gegnum á undanförnum árum,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði tölfræðina undirstrika mikilvægi innflytjenda fyrir íslenskt atvinnulíf og ómetanlegt framlag þeirra til efnahagsuppgangsins hér á landi. Tölurnar undirstriki einnig að hlúa vel að málefnum innflytjenda og tryggja börnum innflytjenda góða og öfluga menntun, ekki hvað síst í íslensku, þótt ekki megi gleyma móðurmálinu. Þingmaðurinn setti þetta síðan í samhengi við umræðuna um þær áskoranir sem fylgja öldrun íslensku þjóðarinnar og að hlutfall þeirra sem eru á vinnumarkaði á móti hlutfalli þeirra sem eru komnir á eftirlaun fari fækkandi. „Þar af leiðandi þurfi jafnvel að grípa til mótvægisaðgerða eins og að hækka lífeyrisaldur og svo mætti áfram telja, og auðvitað að meiri áskorun muni felast í því að standa undir vaxandi heilbrigðiskostnaði þjóðarinnar. Þessi þróun undirstrikar einmitt að það er ekki óhjákvæmilegur veruleiki. Staðreyndin er raunar sú að á undanförnum árum hefur hlutfall starfandi á móti hlutfalli þeirra sem komnir eru á eftirlaun lítið breyst, einmitt vegna stóraukinnar fjölgunar innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði sem standa svo sannarlega undir batnandi lífskjörum þjóðarinnar af miklum myndarbrag,“ sagði Þorsteinn.
Alþingi Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira