Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. október 2025 23:00 Freyja Kjartansdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigend og Annar Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. vísir/sigurjón Dýraverndarsamtök segja minnst ellefu hunda hafa drepist við Geirsnef síðan hundasvæðið var opnað. Svæðið sé illa girt og öryggi ökumanna stórlega ógnað með aðgerðarleysi. Þær segja lukkulegt að ekki hafi orðið banaslys á svæðinu. Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna hafa skorað á Reykjavíkurborg að gera úrbætur á hundasvæðinu á Geirsnefi eftir að fjögurra mánaða kínverskur faxhundur slapp af svæðinu með þeim afleiðingum að hann drapst. Hundurinn skelfdist vegna hunds sem var töluvert stærri og tók á rás fram hjá girðingu á svæðinu sem girðir í raun lítið af. Þegar á bílastæðið var komið hélt hann áfram í átt að Miklubraut þar sem hann varð fyrir bíl. Dýrfinna segja þetta alls ekki í fyrsta skipti sem slíkt á sér stað. „Við vitum af því að frá síðan 2002 sirka hafa verið um ellefu hundar sem drepast. Það eru bara tilfelli sem við vitum af, bara af því að heyra af því. Ég get lofað ykkur að þau eru fleiri,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. „Það getur orðið banaslys“ Að þeirra mati er það óábyrgt að bjóða upp á lausagöngu hunda án þess að girða svæðið nægilega vel. „Það væri náttúrulega í raun og veru best að fá hérna girðingu með tvöföldu hliði og bílastæðum hinum megin við girðinguna svo að skelfdir hundar eru ekki að æða upp Ártúnsbrekku. Ef að þetta hundsvæði á að vera hérna áfram, bara þó það sé í mánuð í viðbót. Við þurfum eitthvað,“ bætir Anna við. Þá ítreka þær að málið geti einnig haft hræðilegar afleiðingar í för með sér fyrir ökumenn. „Þetta er ekki bara hundurinn sem er í hættu. Ef fólk nauðhemlar hérna. Þetta er nógu hættulegur staður fyrir. Það getur orðið banaslys,“ sagði Freyja Kjartansdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda og stjórnarformaður í Dýrfinnu. „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ „Nei alls ekki, fólk borgar hundagjald og mér finnst þetta bara léleg þjónusta,“ sagði Björg Loftsdóttir, fastagestur á Geirsnefi, spurð hvort henni finnist Reykjavíkurborg gera nóg fyrir svæðið. Hefur þú oft áhyggjur af öryggi hunda þinna? „Já, það er mjög stutt síðan að minn litli var næstum farinn út á götu. Hann var það ungur að það var mjög erfitt að kalla í hann. Það bjargaðist því það var eitthvað fólk á vappi fyrir einhverja rælni,“ sagði Ásthildur Björgvinsdóttir, annar fastagestur á Geirsnefi. Eigendur hundsins sem drapst séu í áfalli. „Þau syrgja þennan hvolp. Þetta er náttúrulega bara í rauninni gífurlegt áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann,“ segir Anna. Dýr Reykjavík Skipulag Hundar Gæludýr Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira
Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna hafa skorað á Reykjavíkurborg að gera úrbætur á hundasvæðinu á Geirsnefi eftir að fjögurra mánaða kínverskur faxhundur slapp af svæðinu með þeim afleiðingum að hann drapst. Hundurinn skelfdist vegna hunds sem var töluvert stærri og tók á rás fram hjá girðingu á svæðinu sem girðir í raun lítið af. Þegar á bílastæðið var komið hélt hann áfram í átt að Miklubraut þar sem hann varð fyrir bíl. Dýrfinna segja þetta alls ekki í fyrsta skipti sem slíkt á sér stað. „Við vitum af því að frá síðan 2002 sirka hafa verið um ellefu hundar sem drepast. Það eru bara tilfelli sem við vitum af, bara af því að heyra af því. Ég get lofað ykkur að þau eru fleiri,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. „Það getur orðið banaslys“ Að þeirra mati er það óábyrgt að bjóða upp á lausagöngu hunda án þess að girða svæðið nægilega vel. „Það væri náttúrulega í raun og veru best að fá hérna girðingu með tvöföldu hliði og bílastæðum hinum megin við girðinguna svo að skelfdir hundar eru ekki að æða upp Ártúnsbrekku. Ef að þetta hundsvæði á að vera hérna áfram, bara þó það sé í mánuð í viðbót. Við þurfum eitthvað,“ bætir Anna við. Þá ítreka þær að málið geti einnig haft hræðilegar afleiðingar í för með sér fyrir ökumenn. „Þetta er ekki bara hundurinn sem er í hættu. Ef fólk nauðhemlar hérna. Þetta er nógu hættulegur staður fyrir. Það getur orðið banaslys,“ sagði Freyja Kjartansdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda og stjórnarformaður í Dýrfinnu. „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ „Nei alls ekki, fólk borgar hundagjald og mér finnst þetta bara léleg þjónusta,“ sagði Björg Loftsdóttir, fastagestur á Geirsnefi, spurð hvort henni finnist Reykjavíkurborg gera nóg fyrir svæðið. Hefur þú oft áhyggjur af öryggi hunda þinna? „Já, það er mjög stutt síðan að minn litli var næstum farinn út á götu. Hann var það ungur að það var mjög erfitt að kalla í hann. Það bjargaðist því það var eitthvað fólk á vappi fyrir einhverja rælni,“ sagði Ásthildur Björgvinsdóttir, annar fastagestur á Geirsnefi. Eigendur hundsins sem drapst séu í áfalli. „Þau syrgja þennan hvolp. Þetta er náttúrulega bara í rauninni gífurlegt áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann,“ segir Anna.
Dýr Reykjavík Skipulag Hundar Gæludýr Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira