Katalónarnir náðu kjöri en óvissa ríkir um framhaldið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. maí 2019 06:15 Útlaginn Puigdemont telur sig nú njóta þinghelgi. Nordicphotos/AFP Þrír af leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar náðu kjöri á Evrópuþingið í kosningum helgarinnar. Það er hins vegar alls óvíst hvort þeir geti tekið sæti á þinginu enda er staða þeirra nokkuð óvenjuleg. Framboð fyrrverandi héraðsforsetans Carles Puigdemont, JxCat, fékk um 28,52 prósent atkvæða í héraðinu og framboð fyrrverandi héraðsvaraforsetans Oriol Junqueras, ERC, fékk 21,19 prósent. Þeirra á milli var Sósíalistaflokkurinn, sem er sambandssinnaður, með 22,14 prósent. Í heildina fengu flokkar sjálfstæðissinna fleiri atkvæði en sambandssinna. Junqueras er í gæsluvarðhaldi á Spáni. Réttað er yfir honum og ellefu öðrum Katalónum um þessar mundir fyrir uppreisn, uppreisnaráróður og aðra meinta glæpi sem Katalónarnir eiga að hafa framið í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðsluna í héraðinu haustið 2017. Puigdemont er aftur á móti í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Þangað flúði hann skömmu áður en hann var sakaður um sömu glæpi og evrópsk handtökuskipun var gefin út á hendur honum. Forsetinn fyrrverandi hefur hins vegar ekki enn verið framseldur til Spánar. Hið sama gildir um fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra Katalóna, Antoni Comín, sem náði einnig kjöri. Það var óljóst þangað til í upphafi mánaðar hvort framboð sjálfstæðisleiðtoganna væri yfir höfuð löglegt. Dómstóll í Madríd úrskurðaði hins vegar svo. Lögfræðiálit sem Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, fór fram á sýndi sömu niðurstöðu, að katalónskir útlagar og ákærðir mættu bjóða sig fram. Hins vegar er áhyggjuefni fyrir Katalónana að í þessu sama lögfræðiáliti sagði að til þess að taka sæti á Evrópuþinginu þyrftu þeir að ferðast til Madrídar og sverja spænsku stjórnarskránni hollustueið. Þetta gæti reynst erfitt fyrir Puigdemont þar sem hann yrði líklega handtekinn ef hann kemur til Spánar. Junqueras er vissulega staddur á Spáni nú þegar. Hann náði einnig kjöri í neðri deild spænska þingsins og fékk leyfi til að fara úr fangelsinu ásamt fjórum öðrum til að sverja sams konar eið. Að því loknu voru fimmmenningarnir hins vegar sendir aftur í fangelsi og sendir í leyfi frá þingstörfum. Það er sum sé ekki öruggt að Junqueras eða Puigdemont fái að taka sæti. Fyrir liggur að Puigdemont er ekki sammála lögfræðiálitinu. Hann hefur áður sagst öðlast þinghelgi um leið og hann nær kjöri og lítur svo á í þokkabót að ferðin til Spánar sé ekki nauðsynleg. Forsetinn fyrrverandi hefur ekki gefið til kynna með afgerandi hætti hvort hann ætli til Madrídar. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Þrír af leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar náðu kjöri á Evrópuþingið í kosningum helgarinnar. Það er hins vegar alls óvíst hvort þeir geti tekið sæti á þinginu enda er staða þeirra nokkuð óvenjuleg. Framboð fyrrverandi héraðsforsetans Carles Puigdemont, JxCat, fékk um 28,52 prósent atkvæða í héraðinu og framboð fyrrverandi héraðsvaraforsetans Oriol Junqueras, ERC, fékk 21,19 prósent. Þeirra á milli var Sósíalistaflokkurinn, sem er sambandssinnaður, með 22,14 prósent. Í heildina fengu flokkar sjálfstæðissinna fleiri atkvæði en sambandssinna. Junqueras er í gæsluvarðhaldi á Spáni. Réttað er yfir honum og ellefu öðrum Katalónum um þessar mundir fyrir uppreisn, uppreisnaráróður og aðra meinta glæpi sem Katalónarnir eiga að hafa framið í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðsluna í héraðinu haustið 2017. Puigdemont er aftur á móti í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Þangað flúði hann skömmu áður en hann var sakaður um sömu glæpi og evrópsk handtökuskipun var gefin út á hendur honum. Forsetinn fyrrverandi hefur hins vegar ekki enn verið framseldur til Spánar. Hið sama gildir um fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra Katalóna, Antoni Comín, sem náði einnig kjöri. Það var óljóst þangað til í upphafi mánaðar hvort framboð sjálfstæðisleiðtoganna væri yfir höfuð löglegt. Dómstóll í Madríd úrskurðaði hins vegar svo. Lögfræðiálit sem Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, fór fram á sýndi sömu niðurstöðu, að katalónskir útlagar og ákærðir mættu bjóða sig fram. Hins vegar er áhyggjuefni fyrir Katalónana að í þessu sama lögfræðiáliti sagði að til þess að taka sæti á Evrópuþinginu þyrftu þeir að ferðast til Madrídar og sverja spænsku stjórnarskránni hollustueið. Þetta gæti reynst erfitt fyrir Puigdemont þar sem hann yrði líklega handtekinn ef hann kemur til Spánar. Junqueras er vissulega staddur á Spáni nú þegar. Hann náði einnig kjöri í neðri deild spænska þingsins og fékk leyfi til að fara úr fangelsinu ásamt fjórum öðrum til að sverja sams konar eið. Að því loknu voru fimmmenningarnir hins vegar sendir aftur í fangelsi og sendir í leyfi frá þingstörfum. Það er sum sé ekki öruggt að Junqueras eða Puigdemont fái að taka sæti. Fyrir liggur að Puigdemont er ekki sammála lögfræðiálitinu. Hann hefur áður sagst öðlast þinghelgi um leið og hann nær kjöri og lítur svo á í þokkabót að ferðin til Spánar sé ekki nauðsynleg. Forsetinn fyrrverandi hefur ekki gefið til kynna með afgerandi hætti hvort hann ætli til Madrídar.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira