Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2019 20:27 Frá vettvangi í Mehamn í Norður-Noregi. TV2/Christoffer Robin Jensen Gísli Þór Þórarinsson og kærasta hans höfðu tilkynnt lögreglu um morðhótanir áður en hann var myrtur á hemili sínu í Mehamn í norður Noregi í apríl síðastliðnum. Þetta er fullyrt á vef norska ríkisútvarpsins NRK en þar er spurt hvort að lögreglan hafi gert það sem í hennar valdi stóð til að vernda Gísla og kærustu hans eftir að hálfbróðir Gísla, Gunnar Jóhann Gunnarsson, braut nálgunarbann gegn þeim tveimur dögum áður en Gísli var myrtur. Gunnar Jóhann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór til bana 27. apríl síðastliðinn. Kærasta Gísla, sem átti í sambandi við Gunnar áður, ræðir við NRK í dag þar sem hún gagnrýnir lögreglu. Hún segir Gunnar hafa hótað sér og Gísla. Fóru Gísli og kærasta hans fram á nálgunarbann gegn Gunnari sem var samþykkt 17. apríl og honum meinað að eiga í nokkurs konar samskiptum við Gísla og kærustu hans. Kærasta Gísla, sem óskar nafnleyndar í viðtali við norska ríkisútvarpið, segir við NRK að Gunnar hafi brotið gegn nálgunarbanninu skömmu síðar með því að berja á hurð á íbúðar hennar og senda henni ítrekuð skilaboð. Hún segist hafa gert lögreglu viðvart en heldur því fram að lögreglan hafi ekki tekið því alvarlega. Tveimur dögum áður en Gísli var myrtur hafi Gunnar haft samband við hana en kærastan lýsir því að hún hafi þurft að bíða lengi eftir að ná sambandi við lögreglu.Greindu lögreglu frá skotvopni NRK greinir frá því að Gísli og kærasta hans hefðu frétt að Gunnar hefði komist yfir skotvopn sem væri ekki hans eigið og óttuðust að hann myndi nota það. NRK segir þau hafa greint lögreglu frá því en lögreglan hafi ekki séð þetta sem nægjanlega ástæðu til að leita á heimili Gunnars. Rætt er við saksóknarann Önju M. Indbjjør sem segir að rætt hafi verið við parið um vopnið þegar farið var fram á nálgunarbann. Parið hafi nefnt að skotvopn hefði horfið úr vörslu þriðja aðila og að mögulega hefði Gunnar komist yfir það. Lögreglan ræddi við þennan þriðja aðila sem sagðist ekki sakna skotvopns. Saksóknarinn segir lögreglu þurfa að hafa rökstuddan grun til að réttlæta húsleit. Indbjør segir Gunnar hafa yfirgefið Mehamn þegar hann var úrskurðaður í nálgunarbann. Er talið að hann hafi ekki verið í bænum þegar hann braut gegn banninu og því var ekki mikil hætta talin á ferðum. Lögreglan fór þó að heimili Gunnars en þegar þeir komu að tómum kofa var hringt í Gunnar og hann beðinn um að mæta á lögreglustöðina í Kjøllefjord mánudaginn 29. apríl. Tveimur dögum áður en hann átti að mæta lögreglustöðina var Gísli hins vegar myrtur.Bæjarstjórinn segir viðbrögð lögreglu grafalvarleg Bæjarstjóri Gamvik, Trond Einar Olaussen, lítur málið hins vegar alvarlegum augum. Hann segir að þarna hafi verið um ofbeldi í nánu sambandi að ræða, fólk hafi beðið um vernd en ekki fengið hana. „Þetta er grafalvarlegt,“ hefur NRK eftir bæjarstjóranum en Mehamn tilheyrir sveitarfélaginu Gamvik. Í grein NRK er því haldið fram að lögreglan geri oft á tíðum ekkert í brotum gegn nálgunarbanni. Er rifjað upp óhugnanlegt atvik sem átti sér stað í Kirkenes fyrir þremur árum þegar 59 ára gamall maður skaut konu sína og son til bana áður en hann reyndi að fyrirfara sér. NRK segir konu mannsins hafa beðið lögregluna um hjálp en skotvopnið hafi ekki verið tekið af manninum þrátt fyrir ákall hennar. Bæjarstjórinn í Gamvik segir bæjaryfirvöld hafa farið fram á það í þó nokkurn tíma að lögreglan reyni að sporna gegn glæpum. „Við höfum bent á að meiri harka er komin í samfélagið sem fylgir ofbeldi og eiturlyfjum,“ er haft eftir Trond Einar Olaussen. Lögreglan er sögð ætla í rannsókn á því hvort hún hefði geta staðið sig í betur í viðbrögðum við beiðnum Gísla og kærustu hans. Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira
Gísli Þór Þórarinsson og kærasta hans höfðu tilkynnt lögreglu um morðhótanir áður en hann var myrtur á hemili sínu í Mehamn í norður Noregi í apríl síðastliðnum. Þetta er fullyrt á vef norska ríkisútvarpsins NRK en þar er spurt hvort að lögreglan hafi gert það sem í hennar valdi stóð til að vernda Gísla og kærustu hans eftir að hálfbróðir Gísla, Gunnar Jóhann Gunnarsson, braut nálgunarbann gegn þeim tveimur dögum áður en Gísli var myrtur. Gunnar Jóhann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór til bana 27. apríl síðastliðinn. Kærasta Gísla, sem átti í sambandi við Gunnar áður, ræðir við NRK í dag þar sem hún gagnrýnir lögreglu. Hún segir Gunnar hafa hótað sér og Gísla. Fóru Gísli og kærasta hans fram á nálgunarbann gegn Gunnari sem var samþykkt 17. apríl og honum meinað að eiga í nokkurs konar samskiptum við Gísla og kærustu hans. Kærasta Gísla, sem óskar nafnleyndar í viðtali við norska ríkisútvarpið, segir við NRK að Gunnar hafi brotið gegn nálgunarbanninu skömmu síðar með því að berja á hurð á íbúðar hennar og senda henni ítrekuð skilaboð. Hún segist hafa gert lögreglu viðvart en heldur því fram að lögreglan hafi ekki tekið því alvarlega. Tveimur dögum áður en Gísli var myrtur hafi Gunnar haft samband við hana en kærastan lýsir því að hún hafi þurft að bíða lengi eftir að ná sambandi við lögreglu.Greindu lögreglu frá skotvopni NRK greinir frá því að Gísli og kærasta hans hefðu frétt að Gunnar hefði komist yfir skotvopn sem væri ekki hans eigið og óttuðust að hann myndi nota það. NRK segir þau hafa greint lögreglu frá því en lögreglan hafi ekki séð þetta sem nægjanlega ástæðu til að leita á heimili Gunnars. Rætt er við saksóknarann Önju M. Indbjjør sem segir að rætt hafi verið við parið um vopnið þegar farið var fram á nálgunarbann. Parið hafi nefnt að skotvopn hefði horfið úr vörslu þriðja aðila og að mögulega hefði Gunnar komist yfir það. Lögreglan ræddi við þennan þriðja aðila sem sagðist ekki sakna skotvopns. Saksóknarinn segir lögreglu þurfa að hafa rökstuddan grun til að réttlæta húsleit. Indbjør segir Gunnar hafa yfirgefið Mehamn þegar hann var úrskurðaður í nálgunarbann. Er talið að hann hafi ekki verið í bænum þegar hann braut gegn banninu og því var ekki mikil hætta talin á ferðum. Lögreglan fór þó að heimili Gunnars en þegar þeir komu að tómum kofa var hringt í Gunnar og hann beðinn um að mæta á lögreglustöðina í Kjøllefjord mánudaginn 29. apríl. Tveimur dögum áður en hann átti að mæta lögreglustöðina var Gísli hins vegar myrtur.Bæjarstjórinn segir viðbrögð lögreglu grafalvarleg Bæjarstjóri Gamvik, Trond Einar Olaussen, lítur málið hins vegar alvarlegum augum. Hann segir að þarna hafi verið um ofbeldi í nánu sambandi að ræða, fólk hafi beðið um vernd en ekki fengið hana. „Þetta er grafalvarlegt,“ hefur NRK eftir bæjarstjóranum en Mehamn tilheyrir sveitarfélaginu Gamvik. Í grein NRK er því haldið fram að lögreglan geri oft á tíðum ekkert í brotum gegn nálgunarbanni. Er rifjað upp óhugnanlegt atvik sem átti sér stað í Kirkenes fyrir þremur árum þegar 59 ára gamall maður skaut konu sína og son til bana áður en hann reyndi að fyrirfara sér. NRK segir konu mannsins hafa beðið lögregluna um hjálp en skotvopnið hafi ekki verið tekið af manninum þrátt fyrir ákall hennar. Bæjarstjórinn í Gamvik segir bæjaryfirvöld hafa farið fram á það í þó nokkurn tíma að lögreglan reyni að sporna gegn glæpum. „Við höfum bent á að meiri harka er komin í samfélagið sem fylgir ofbeldi og eiturlyfjum,“ er haft eftir Trond Einar Olaussen. Lögreglan er sögð ætla í rannsókn á því hvort hún hefði geta staðið sig í betur í viðbrögðum við beiðnum Gísla og kærustu hans.
Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira