Aukinn stuðningur við þungunarrof Lovísa Arnardóttir skrifar 27. maí 2019 06:00 Frá mótmælum við nýrri löggjöf um þungunarrof í Georgíu á laugardag. Nordicphotos/Getty Images Aukinn stuðningur mælist í Bandaríkjunum við að heimila þungunarrof á sama tíma og æ fleiri ríki sem stjórnað er af Repúblikönum herða sína löggjöf, eða jafnvel banna þungunarrof í öllum tilvikum. Niðurstöður nýrrar könnunar Reuters og Ipsos voru birtar í gær. Samkvæmt niðurstöðunni eru 58 prósent Bandaríkjamanna sammála því að þungunarrof eigi að vera heimilt í nærri öllum tilvikum. Hlutfallið hefur hækkað um 8 prósent frá því í sömu könnun sem framkvæmd var ári áður. Stuðningur var þó mjög ólíkur eftir því hvaða flokk fólk styður. Um 81 prósent Demókrata var sammála að heimila ætti þungunarrof í nærri öllum tilvikum, á meðan 55 prósent Repúblikana sögðu að þungunarrof ætti að vera bannað í nærri öllum tilvikum. Á þessu ári hafa alls átta ríki sem stjórnað er af Repúblikönum leitt í lög einhvers konar takmarkanir á þungunarrofi. Í Alabama hefur þungunarrof verið bannað í öllum tilvikum, í Ohio og Georgíu er það heimilt til 6. viku, en svo aðeins í neyð. Talið er að nýta eigi breytingarnar til að fá Hæstarétt Bandaríkjanna til að endurskoða dóm sinn frá árinu 1973 þar staðfestur var sjálfsákvörðunarréttur kvenna til að rjúfa þungun. Þeir sem eru á móti þungunarrofi telja að með nýjum íhaldssömum meirihluta réttarins, í kjölfar skipunar Donalds Trump á tveimur dómurum, verði hægt að snúa dómnum. Mikill meirihluti Bandaríkjamanna er samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar ekki sammála því að það eigi að banna þungunarrof í öllum tilvikum, en sem dæmi sögðust 80 prósent styðja aðgerðina ef þungun væri af völdum nauðgunar eða kynferðislegrar misnotkunar. Þá sögðust 85 prósent styðja þungunarrof þegar líf móðurinnar væri í hættu og 59 prósent þegar vísbendingar værum um að barnið yrði andlega eða líkamlega fatlað. 58 prósent sögðu að þungunarrof ætti ekki að vera heimilt eftir 20. viku meðgöngu, en 30 prósent sögðu að það ætti að vera heimilt. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Aukinn stuðningur mælist í Bandaríkjunum við að heimila þungunarrof á sama tíma og æ fleiri ríki sem stjórnað er af Repúblikönum herða sína löggjöf, eða jafnvel banna þungunarrof í öllum tilvikum. Niðurstöður nýrrar könnunar Reuters og Ipsos voru birtar í gær. Samkvæmt niðurstöðunni eru 58 prósent Bandaríkjamanna sammála því að þungunarrof eigi að vera heimilt í nærri öllum tilvikum. Hlutfallið hefur hækkað um 8 prósent frá því í sömu könnun sem framkvæmd var ári áður. Stuðningur var þó mjög ólíkur eftir því hvaða flokk fólk styður. Um 81 prósent Demókrata var sammála að heimila ætti þungunarrof í nærri öllum tilvikum, á meðan 55 prósent Repúblikana sögðu að þungunarrof ætti að vera bannað í nærri öllum tilvikum. Á þessu ári hafa alls átta ríki sem stjórnað er af Repúblikönum leitt í lög einhvers konar takmarkanir á þungunarrofi. Í Alabama hefur þungunarrof verið bannað í öllum tilvikum, í Ohio og Georgíu er það heimilt til 6. viku, en svo aðeins í neyð. Talið er að nýta eigi breytingarnar til að fá Hæstarétt Bandaríkjanna til að endurskoða dóm sinn frá árinu 1973 þar staðfestur var sjálfsákvörðunarréttur kvenna til að rjúfa þungun. Þeir sem eru á móti þungunarrofi telja að með nýjum íhaldssömum meirihluta réttarins, í kjölfar skipunar Donalds Trump á tveimur dómurum, verði hægt að snúa dómnum. Mikill meirihluti Bandaríkjamanna er samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar ekki sammála því að það eigi að banna þungunarrof í öllum tilvikum, en sem dæmi sögðust 80 prósent styðja aðgerðina ef þungun væri af völdum nauðgunar eða kynferðislegrar misnotkunar. Þá sögðust 85 prósent styðja þungunarrof þegar líf móðurinnar væri í hættu og 59 prósent þegar vísbendingar værum um að barnið yrði andlega eða líkamlega fatlað. 58 prósent sögðu að þungunarrof ætti ekki að vera heimilt eftir 20. viku meðgöngu, en 30 prósent sögðu að það ætti að vera heimilt.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira