Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 26. maí 2019 15:56 Kollhúfa, eða kippa, sem karlkyns gyðingar bera. getty/Vyacheslav Madiyevskyy Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Felix Klein varaði gyðinga við því að klæðast kippum, hefðbundnum kollhúfum, á ákveðnum svæðum í landinu vegna uppgangs gyðingaandúðar. Reuven Rivlin, forseti Ísraels, sagði að hvatningin væri „staðfesting á því að, á ný, væru gyðingar ekki öruggir í Þýskalandi.“ Fjöldi glæpa vegna gyðingaandúðar snögghækkaði í Þýskalandi á síðasta ári. Í skýrslu frá ríkinu kemur fram að hatursglæpir sem framdir voru gegn gyðingum voru 1.646 árið 2018, sem er 10 prósenta aukning frá því árið áður. Líkamsárásir gegn gyðingum í Þýskalandi voru einnig fleiri, en 62 atvik voru tilkynnt, en þau voru 37 árið 2018. Í viðtali við þýska dagblaðið Handelsblatt sagði Kaatarina Barley, dómsmálaráðherra Þýskalands, að aukning antísemítískra glæpa væri „skömm fyrir landið.“Evrópskir gyðingar áhyggjufullir vegna aukinnar gyðingaandúðar „Ég get ekki mælt með því við gyðinga að klæðast kollhúfunum öllum stundum, hvar sem er í Þýskalandi.“ Klein sagði að „aflétting hamla og skrílslæti“ samfélagsins gæti verið ástæða aukningar andsemítískra glæpa. Hann kallaði einnig eftir því að lögreglumenn, kennarar og lögmenn hlytu þjálfun í því að greina „hvað væri leyfilegt og hvað ekki“ þegar verið væri að „fást við gyðingaandúð.“ Hann gerði þessar athugasemdir eftir að helsti lagasérfræðingur Þýskalands á gyðingaandúð sagði að fordómar væru enn til staðar í þýsku samfélagi. „Gyðingaandúð hefur alltaf verið til staðar hér. En ég held að nýlega hafi hún orðið meira áberandi, ofbeldisfyllri og hneykslanlegri,“ sagði Claudia Vanoni í samtali við fréttastofu AFP. Rivlin sagðist vera í áfalli vegna varnarorða Klein og hann liti á þau sem einhverskonar uppgjöf gegn gyðingaandúð. „Við munum aldrei láta undan, við munum aldrei bregðast við gyðingaandúð með því að gefast upp, og við gerum ráð fyrir því, og krefjumst þess, að bandamenn okkar bregðist eins við,“ sagði Rivlin. Hann staðfesti einnig „siðferðilega stöðu þýsku ríkisstjórnarinnar og skuldbindingu hennar við samfélag gyðinga.“ Samtök gyðinga hafa varað við því að uppgangur og lýðhylli öfgahægrihópa í Evrópu ali á gyðingaandúð og hatri gegn öðrum minnihlutahópum. Síða 2017 hefur öfga hægri flokkurinn Alternative for Germany (AFD) verið einn helsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Þýskalandi. AFD er opinberlega andsnúinn innflytjendum en hefur neitað því að vera antísemítískur flokkur. Hins vegar hafa athugasemdir flokksmanna AFD, þar á meðal athugasemdir um Helförina, verið harðlega gagnrýndar af samtökum gyðinga og öðrum stjórnmálamönnum. Á síðasta ári birtist skoðanakönnun þar sem þúsundir evrópskra gyðinga lýstu áhyggjum sínum vegna gyðingaandúðar. Þýskaland Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Felix Klein varaði gyðinga við því að klæðast kippum, hefðbundnum kollhúfum, á ákveðnum svæðum í landinu vegna uppgangs gyðingaandúðar. Reuven Rivlin, forseti Ísraels, sagði að hvatningin væri „staðfesting á því að, á ný, væru gyðingar ekki öruggir í Þýskalandi.“ Fjöldi glæpa vegna gyðingaandúðar snögghækkaði í Þýskalandi á síðasta ári. Í skýrslu frá ríkinu kemur fram að hatursglæpir sem framdir voru gegn gyðingum voru 1.646 árið 2018, sem er 10 prósenta aukning frá því árið áður. Líkamsárásir gegn gyðingum í Þýskalandi voru einnig fleiri, en 62 atvik voru tilkynnt, en þau voru 37 árið 2018. Í viðtali við þýska dagblaðið Handelsblatt sagði Kaatarina Barley, dómsmálaráðherra Þýskalands, að aukning antísemítískra glæpa væri „skömm fyrir landið.“Evrópskir gyðingar áhyggjufullir vegna aukinnar gyðingaandúðar „Ég get ekki mælt með því við gyðinga að klæðast kollhúfunum öllum stundum, hvar sem er í Þýskalandi.“ Klein sagði að „aflétting hamla og skrílslæti“ samfélagsins gæti verið ástæða aukningar andsemítískra glæpa. Hann kallaði einnig eftir því að lögreglumenn, kennarar og lögmenn hlytu þjálfun í því að greina „hvað væri leyfilegt og hvað ekki“ þegar verið væri að „fást við gyðingaandúð.“ Hann gerði þessar athugasemdir eftir að helsti lagasérfræðingur Þýskalands á gyðingaandúð sagði að fordómar væru enn til staðar í þýsku samfélagi. „Gyðingaandúð hefur alltaf verið til staðar hér. En ég held að nýlega hafi hún orðið meira áberandi, ofbeldisfyllri og hneykslanlegri,“ sagði Claudia Vanoni í samtali við fréttastofu AFP. Rivlin sagðist vera í áfalli vegna varnarorða Klein og hann liti á þau sem einhverskonar uppgjöf gegn gyðingaandúð. „Við munum aldrei láta undan, við munum aldrei bregðast við gyðingaandúð með því að gefast upp, og við gerum ráð fyrir því, og krefjumst þess, að bandamenn okkar bregðist eins við,“ sagði Rivlin. Hann staðfesti einnig „siðferðilega stöðu þýsku ríkisstjórnarinnar og skuldbindingu hennar við samfélag gyðinga.“ Samtök gyðinga hafa varað við því að uppgangur og lýðhylli öfgahægrihópa í Evrópu ali á gyðingaandúð og hatri gegn öðrum minnihlutahópum. Síða 2017 hefur öfga hægri flokkurinn Alternative for Germany (AFD) verið einn helsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Þýskalandi. AFD er opinberlega andsnúinn innflytjendum en hefur neitað því að vera antísemítískur flokkur. Hins vegar hafa athugasemdir flokksmanna AFD, þar á meðal athugasemdir um Helförina, verið harðlega gagnrýndar af samtökum gyðinga og öðrum stjórnmálamönnum. Á síðasta ári birtist skoðanakönnun þar sem þúsundir evrópskra gyðinga lýstu áhyggjum sínum vegna gyðingaandúðar.
Þýskaland Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira