Segja flugferðir með Trump í Air Force One ígildi þess að vera hnepptur í varðhald Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2019 23:15 Donald og Melania sjást hér stíga út úr forsetaþotunni, Air Force One. Vísir/Getty Fáar flugvélar eru jafn þekktar og Air Force One, sérstök einkaflugvél forseta Bandaríkjanna. Eflaust dreymir marga um að fá að fara um borð en en sú virðist ekki vera raunin á meðal starfsmanna Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Flugferðir með Trump um borð í Air Force One líkjast meira martröðum ef marka má orð núverandi og fyrrverandi starfsmanna forsetans.Fjallað er um málið á vef CNNþar sem rætt er við fimm ótilgreinda fyrrverandi og núverandi starfsmenn Trump sem lýsa því hversu erfitt það geti verið að ferðast um borð í Air Force One. Flugferðirnar á milli landa segja þeir vera verstar, þær geti teygt sig í tuttugu tíma, Fox News sé sé í gangi á öllum sjónvarpsstöðum allan tímann auk þess sem að ekki er gert ráð fyrir svefnaðstöðu fyrir starfsmennina.„Þetta er eins og að vera í varðhaldi,“ sagði einn þeirra í samtali við CNN um millilandaferðirnar. Ein slík stendur yfir núna en Trump hélt til Tokyo í Japan á föstudaginn. Fjórtán tíma flug beið Trump og fylgifiska hans og líklega hefur það ekki hjálpað stemmningunni um borð að Trump á nú í miklu stríði við demókrata á þingi, sem virðist fara mjög í taugarnar á honum.Sefur lítið sem ekkert Starfsmennirnir fyrrverandi og núverandi segja að Trump geri aðeins fjóra hluti um borð í Air Force One. Hann borði, horfii á sjónvarp eða lesi dagböð, ræði við starfsfólk eða hringi í vini og bandamenn heima fyrir til að ræða málin. Starfsmennirnir segja að það versta við flugferðirnar, sérstaklega þær sem séu í lengri kantinum, sé það að Trump sofi lítið sem ekkert þegar hann er um borð í flugvélinni.Air Force One, flugvél Bandaríkjaforseta.vísir/getty„Hann bara fer ekki að sofa,“ sagði einn viðmælandi CNN en í fréttinni kemur fram að í upphafi forsetatíðar Trump hafi starfsmenn sóst eftir því að fá að fara með í opinberar heimsóknir Trump. Nú reyni starfsmenn hins vegar að forðast það eins og hægt sé. Þeir sem ferðast með honum segja að í stað þess að sofa haldi hann endalausa fundi með starfsmönnum sínum og ekkert endilega um mikilvæg málefni. Stundum sé umræðuðuefnið íþróttir eða nýjasta slúðrið. Þá þreytist hann ekki á því að vekja starfsmenn í tíma og ótíma þurfi hann að ræða mikilvæg málefni. Í fréttinni segir að ekki sé mikið um svefnaðstöðu ef frá er skilin aðstaða fyrir forsetann og eiginkonu hans. Því reyni starfsmenn að sofna þar sem það er þægilegast, í sófa eða á gólfinu inni í fundarherbergi. Þá hafi reyndir starfsmenn gripið til þess ráðs að grípa með sér jóga-mottu í flugið, svo undirlagið á gólfinu verði mýkra.Lesa má frétt CNN hér. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Fáar flugvélar eru jafn þekktar og Air Force One, sérstök einkaflugvél forseta Bandaríkjanna. Eflaust dreymir marga um að fá að fara um borð en en sú virðist ekki vera raunin á meðal starfsmanna Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Flugferðir með Trump um borð í Air Force One líkjast meira martröðum ef marka má orð núverandi og fyrrverandi starfsmanna forsetans.Fjallað er um málið á vef CNNþar sem rætt er við fimm ótilgreinda fyrrverandi og núverandi starfsmenn Trump sem lýsa því hversu erfitt það geti verið að ferðast um borð í Air Force One. Flugferðirnar á milli landa segja þeir vera verstar, þær geti teygt sig í tuttugu tíma, Fox News sé sé í gangi á öllum sjónvarpsstöðum allan tímann auk þess sem að ekki er gert ráð fyrir svefnaðstöðu fyrir starfsmennina.„Þetta er eins og að vera í varðhaldi,“ sagði einn þeirra í samtali við CNN um millilandaferðirnar. Ein slík stendur yfir núna en Trump hélt til Tokyo í Japan á föstudaginn. Fjórtán tíma flug beið Trump og fylgifiska hans og líklega hefur það ekki hjálpað stemmningunni um borð að Trump á nú í miklu stríði við demókrata á þingi, sem virðist fara mjög í taugarnar á honum.Sefur lítið sem ekkert Starfsmennirnir fyrrverandi og núverandi segja að Trump geri aðeins fjóra hluti um borð í Air Force One. Hann borði, horfii á sjónvarp eða lesi dagböð, ræði við starfsfólk eða hringi í vini og bandamenn heima fyrir til að ræða málin. Starfsmennirnir segja að það versta við flugferðirnar, sérstaklega þær sem séu í lengri kantinum, sé það að Trump sofi lítið sem ekkert þegar hann er um borð í flugvélinni.Air Force One, flugvél Bandaríkjaforseta.vísir/getty„Hann bara fer ekki að sofa,“ sagði einn viðmælandi CNN en í fréttinni kemur fram að í upphafi forsetatíðar Trump hafi starfsmenn sóst eftir því að fá að fara með í opinberar heimsóknir Trump. Nú reyni starfsmenn hins vegar að forðast það eins og hægt sé. Þeir sem ferðast með honum segja að í stað þess að sofa haldi hann endalausa fundi með starfsmönnum sínum og ekkert endilega um mikilvæg málefni. Stundum sé umræðuðuefnið íþróttir eða nýjasta slúðrið. Þá þreytist hann ekki á því að vekja starfsmenn í tíma og ótíma þurfi hann að ræða mikilvæg málefni. Í fréttinni segir að ekki sé mikið um svefnaðstöðu ef frá er skilin aðstaða fyrir forsetann og eiginkonu hans. Því reyni starfsmenn að sofna þar sem það er þægilegast, í sófa eða á gólfinu inni í fundarherbergi. Þá hafi reyndir starfsmenn gripið til þess ráðs að grípa með sér jóga-mottu í flugið, svo undirlagið á gólfinu verði mýkra.Lesa má frétt CNN hér.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira