Innlent

218 brautskráðir frá MK á síðustu útskriftarathöfn Margrétar skólameistara

Sylvía Hall skrifar
MK varð einnig fyrsti framhaldsskólinn til þess að hljóta jafnlaunavottun frá Vottun hf.
MK varð einnig fyrsti framhaldsskólinn til þess að hljóta jafnlaunavottun frá Vottun hf. Aðsend
Tvær útskriftir fóru fram frá Menntaskólanum í Kópavogi við hátíðlegar athafnir í Digraneskirkju en alls útskrifuðust 61 stúdent og 47 iðnnemar. Þá brautskráðust 7 ferðafræðinemar, 35 leiðsögumenn, 24 matsveinar, 42 úr meistaraskóla matvælagreina, og 2 af starfsbraut. Því voru 218 nemar brautskráðir á þessu vori. 

Fram kom við útskrift að þetta væri síðasta útskrift Margrétar Friðriksdóttur sem skólameistara en hún hefur verið skólameistari skólans í 25 ár. Níu hafa sótt um stöðu skólameistara en umsóknarfrestur rann út þann 30. apríl. 

Í máli Margrétar kom fram að mikil breyting sé fram undan á skólahaldi en skólinn mun breytast úr fjögurra ára bóknámsskóla í þriggja ára og hafa allar námskrár í bók- og verknámi verið samþykktar af Menntamálastofnun. Þá mun hefjast kennsla á nýju íþróttaafrekssviði við skólann og hefur Daði Rafnsson verið ráðinn fagstjóri þess. 

Þrír nemar hlutu viðurkenningu að þessu sinni úr Viðurkenningarsjóði MK en það voru nýstúdentarnir Ester Hulda Ólafsdóttir og Karen Birta Kjartansdóttir og nýsveinninn Sandra Sif Eiðsdóttir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×