Kanadamaður sakaður um að hafa komið illa fengnu fé til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2019 11:32 Kanadískur fjölmiðill rekur slóð hans. Vísir/Getty Kanadískur karlmaður er sakaður um fjársvik og að hafa komið einni milljón Kanadadollara undan með því að millifæra peningana á íslenskan bankareikning.Greint er frá þessu á vef kanadíska fjölmiðilsins CBC en þar er maðurinn, Philip Chancey, sagður neita öllum ásökunum vegna gjaldþrots bílaumboðs. Chancey þessi er sakaður um að hafa platað fólk til að kaupa hlutafé í fyrirtæki sem átti að selja rafmagnsbíla. Hann nálgaðist fólk og sagðist eiga fyrirtæki sem kallaðist EVM Rentals og náði að sannfæra ansi marga um að leggja til fé í fyrirhugaða bílasölu hans.„Hafður að fífli“ Einn þeirra er Jeremy Groves sem CBC ræðir við. Groves þessi segist óska þess að hann hefði aldrei komist í kynni við Chancey. Groves taldi sig hafa dottið niður á tækifæri lífs síns þegar Chancey nálgaðist hann með viðskiptahugmynd sína vorið 2016. „Ætli ég hafi ekki verið hafður að fífli. Mér er illa við að viðurkenna það, en ætli það sé ekki þannig,“ segir Groves. Ári eftir að hafa kynnst Chancey var Groves á barmi gjaldþrots eftir að hafa tapað rúmlega 50 þúsund Kanadadollurum, sem nemur tæpum fimm milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Chancey svaraði fyrirspurn CBC um málið skriflega en þar neitar hann öllum ásökum um misferli og segist enn vera á barmi þess að hefja rekstur bílasölunnar. Groves segist hins vegar hafa heyrt þessi svör frá Chancey í þrjú ár. Hann sjálfur rak vörubíl á þessum tíma og missti af afborgunum eftir að hafa glatað fé vegna viðskipta við Chancey. Álagið var mikið en í nóvember 2016 fékk hann hjartaáfall sem hann rekur til þessa máls. CBC segir að tólf sinnum hafi verið höfðað mál gegn Chancey vegna málsins. Sjö þeirra eru enn í ferli, tvær þeirra voru dregnar til baka en einni var vísað frá. Chancey segir að ekkert hafi enn orðið að rekstrinum því stór viðskiptavinur hafi dregið fjármögnun sína til baka. Hann heldur því fram að allt sem hann gerði hafi verið löglegt og hann hafi ekki haft fé af Groves með blekkingum. CBC segir Chancey þennan eiga sér sögu um ásakanir og málaferli frá níunda áratug síðustu aldar.Lofaði rúmlega 700 bílum á undirverði Eitt af stærstu bílaumboðum Norður-Ameríku, Cox Automotive, höfðaði mál gegn Chancey og fyrirtækis hans, Timber Creek Holdings, í síðasta mánuði vegna einnar milljónar Kanadadollara, sem jafngildir rúmri 91 milljón íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Bílaumboðið óttast þó að peningarnir séu nú þegar farnir úr landi því í stefnunni er nefnt að Cox Automative hafi rökstuddan grun um að þeir hafi verið millifærðir á bankareikning á Íslandi. Cox Automotive segir Chancey hafa gert fyrirtækinu tilboð um að selja því 744 bíla sem höfðu verið gerðir upptækir á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Verðið sem hann bauð nam 40 prósentum af uppsettu verði bílanna. Fyrirtækið hafði áhuga á þessu tilboði og reiddi fram þúsund dollara innborgun, sem nemur um 123 þúsund dollurum, fyrir hvern bíl. Tveimur vikum síðar fór fyrirtækið að spyrjast fyrir um bílana þegar ekkert bólaði á þeim. Í janúar bauðst Chancey til að endurgreiða fyrirtækinu innborgunina, en stóð aldrei við það. Fulltrúi Cox Automotive fór tvívegis til borgarinnar Mount Pearl í Kanada í mars síðastliðnum til að hitta Chancey. Þar sýndi Chancey honum íslenskan bankareikning sem geymdi 776 þúsund Bandaríkjadali. Af ótta við að peningarnir hefðu verið fluttir úr landi fór Cox Automotive fram á kyrrsetningu eigna Chancey. Kanada Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kanadískur karlmaður er sakaður um fjársvik og að hafa komið einni milljón Kanadadollara undan með því að millifæra peningana á íslenskan bankareikning.Greint er frá þessu á vef kanadíska fjölmiðilsins CBC en þar er maðurinn, Philip Chancey, sagður neita öllum ásökunum vegna gjaldþrots bílaumboðs. Chancey þessi er sakaður um að hafa platað fólk til að kaupa hlutafé í fyrirtæki sem átti að selja rafmagnsbíla. Hann nálgaðist fólk og sagðist eiga fyrirtæki sem kallaðist EVM Rentals og náði að sannfæra ansi marga um að leggja til fé í fyrirhugaða bílasölu hans.„Hafður að fífli“ Einn þeirra er Jeremy Groves sem CBC ræðir við. Groves þessi segist óska þess að hann hefði aldrei komist í kynni við Chancey. Groves taldi sig hafa dottið niður á tækifæri lífs síns þegar Chancey nálgaðist hann með viðskiptahugmynd sína vorið 2016. „Ætli ég hafi ekki verið hafður að fífli. Mér er illa við að viðurkenna það, en ætli það sé ekki þannig,“ segir Groves. Ári eftir að hafa kynnst Chancey var Groves á barmi gjaldþrots eftir að hafa tapað rúmlega 50 þúsund Kanadadollurum, sem nemur tæpum fimm milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Chancey svaraði fyrirspurn CBC um málið skriflega en þar neitar hann öllum ásökum um misferli og segist enn vera á barmi þess að hefja rekstur bílasölunnar. Groves segist hins vegar hafa heyrt þessi svör frá Chancey í þrjú ár. Hann sjálfur rak vörubíl á þessum tíma og missti af afborgunum eftir að hafa glatað fé vegna viðskipta við Chancey. Álagið var mikið en í nóvember 2016 fékk hann hjartaáfall sem hann rekur til þessa máls. CBC segir að tólf sinnum hafi verið höfðað mál gegn Chancey vegna málsins. Sjö þeirra eru enn í ferli, tvær þeirra voru dregnar til baka en einni var vísað frá. Chancey segir að ekkert hafi enn orðið að rekstrinum því stór viðskiptavinur hafi dregið fjármögnun sína til baka. Hann heldur því fram að allt sem hann gerði hafi verið löglegt og hann hafi ekki haft fé af Groves með blekkingum. CBC segir Chancey þennan eiga sér sögu um ásakanir og málaferli frá níunda áratug síðustu aldar.Lofaði rúmlega 700 bílum á undirverði Eitt af stærstu bílaumboðum Norður-Ameríku, Cox Automotive, höfðaði mál gegn Chancey og fyrirtækis hans, Timber Creek Holdings, í síðasta mánuði vegna einnar milljónar Kanadadollara, sem jafngildir rúmri 91 milljón íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Bílaumboðið óttast þó að peningarnir séu nú þegar farnir úr landi því í stefnunni er nefnt að Cox Automative hafi rökstuddan grun um að þeir hafi verið millifærðir á bankareikning á Íslandi. Cox Automotive segir Chancey hafa gert fyrirtækinu tilboð um að selja því 744 bíla sem höfðu verið gerðir upptækir á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Verðið sem hann bauð nam 40 prósentum af uppsettu verði bílanna. Fyrirtækið hafði áhuga á þessu tilboði og reiddi fram þúsund dollara innborgun, sem nemur um 123 þúsund dollurum, fyrir hvern bíl. Tveimur vikum síðar fór fyrirtækið að spyrjast fyrir um bílana þegar ekkert bólaði á þeim. Í janúar bauðst Chancey til að endurgreiða fyrirtækinu innborgunina, en stóð aldrei við það. Fulltrúi Cox Automotive fór tvívegis til borgarinnar Mount Pearl í Kanada í mars síðastliðnum til að hitta Chancey. Þar sýndi Chancey honum íslenskan bankareikning sem geymdi 776 þúsund Bandaríkjadali. Af ótta við að peningarnir hefðu verið fluttir úr landi fór Cox Automotive fram á kyrrsetningu eigna Chancey.
Kanada Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira