Forseti Alþingis höfðar til samvisku Miðflokksmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2019 09:18 Þingmenn Miðflokksins hafa verið fastagestir í ræðusól Alþingis undanfarna viku, hvort sem er dag eða nótt. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit þingfundi klukkan níu í morgun að lokinni sautján klukkustunda umræðu um þriðja orkupakkann. Steingrímur nýtti tækifærið og flutti tölu til Miðflokksmanna sem staðið hafa fyrir málþófi í málinu sem hefur verið til umræðu í 70 klukkustundir í heildina. Þingmenn Miðflokksins skiptust á að svara hver öðrum í alla nótt. Enn voru þingmenn á mælendaskrá þegar Steingrímur flutti erindi rétt fyrir klukkan níu. Benti hann á að hálftími væri í að fyrstu fundir hæfust í þingnefndum og því þyrfti að slíta fundi.Þrátt fyrir enn einn langan fund um málið væri ekki útlit fyrir niðurstöðu, að sögn Steingríms. Umræðunni mætti ljúka bæðu þingmenn Miðflokksins ekki endurtekið um orðið. Í ljósi reynslunnar væri það ekki eitthvað sem stefndi í. „Þingmenn Miðflokksins hafa nýtt ræðumöguleika sína hressilega í þessu máli og líka notið góðvildar forseta.“Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/ernirSteingrímur minnti á að átján mál biðu umfjöllunar á Alþingi. Umræðurnar væru orðnar langar en Miðflokksmenn hefðu rætt það í sextíu klukkustundir af þeim sjötíu sem málið hefur fengið. „Þetta eru orðnar langar umræður. Ekkert annað hefur komist á dagskrá Alþingis í rúma viku,“ sagði Steingrímur. Það sé skylda forseta Alþingis að gæta réttinda þingmanna. Að á þeim sé ekki brotið á nokkurn hátt. „Frelsið er mikilvægt eins og réttur þingmanna en frelsi eins má ekki vera á kostnað frelsis annarra,“ sagði Steingrímur. Reikna mætti með að fjölmargir þingmenn vildu tjá sig eðlilega um önnur mál sem bíða afgreiðslu á þingi nú þegar sumarið er handan við hornið. Í það stefni að mikil vinna sem farið hafi verið í í þingnefndum í vetur fari forgörðum.Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann veitti einnig viðbrögð vegna úrskurðar Persónuverndar í Klaustursmálinu.„Forseti vill hvetja forystumenn Miðflokksins og þingmenn alla að hugleiða framhaldið vel,“ sagði Steingrímur. „Forseti ítrekar þessa hvatningu hvort þeir séu ekki tiilbúnir að hugleiða nú milli funda hvort þeir geti ekki takmarkað eða dregið úr ræðuhöldum svo ljúka megi umræðu.“ Sleit Steingrímur í framhaldinu þingfundi. Verður fróðlegt að sjá viðbrögð Miðflokksmanna við skilaboðum forseta Alþingis til þeirra. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit þingfundi klukkan níu í morgun að lokinni sautján klukkustunda umræðu um þriðja orkupakkann. Steingrímur nýtti tækifærið og flutti tölu til Miðflokksmanna sem staðið hafa fyrir málþófi í málinu sem hefur verið til umræðu í 70 klukkustundir í heildina. Þingmenn Miðflokksins skiptust á að svara hver öðrum í alla nótt. Enn voru þingmenn á mælendaskrá þegar Steingrímur flutti erindi rétt fyrir klukkan níu. Benti hann á að hálftími væri í að fyrstu fundir hæfust í þingnefndum og því þyrfti að slíta fundi.Þrátt fyrir enn einn langan fund um málið væri ekki útlit fyrir niðurstöðu, að sögn Steingríms. Umræðunni mætti ljúka bæðu þingmenn Miðflokksins ekki endurtekið um orðið. Í ljósi reynslunnar væri það ekki eitthvað sem stefndi í. „Þingmenn Miðflokksins hafa nýtt ræðumöguleika sína hressilega í þessu máli og líka notið góðvildar forseta.“Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/ernirSteingrímur minnti á að átján mál biðu umfjöllunar á Alþingi. Umræðurnar væru orðnar langar en Miðflokksmenn hefðu rætt það í sextíu klukkustundir af þeim sjötíu sem málið hefur fengið. „Þetta eru orðnar langar umræður. Ekkert annað hefur komist á dagskrá Alþingis í rúma viku,“ sagði Steingrímur. Það sé skylda forseta Alþingis að gæta réttinda þingmanna. Að á þeim sé ekki brotið á nokkurn hátt. „Frelsið er mikilvægt eins og réttur þingmanna en frelsi eins má ekki vera á kostnað frelsis annarra,“ sagði Steingrímur. Reikna mætti með að fjölmargir þingmenn vildu tjá sig eðlilega um önnur mál sem bíða afgreiðslu á þingi nú þegar sumarið er handan við hornið. Í það stefni að mikil vinna sem farið hafi verið í í þingnefndum í vetur fari forgörðum.Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann veitti einnig viðbrögð vegna úrskurðar Persónuverndar í Klaustursmálinu.„Forseti vill hvetja forystumenn Miðflokksins og þingmenn alla að hugleiða framhaldið vel,“ sagði Steingrímur. „Forseti ítrekar þessa hvatningu hvort þeir séu ekki tiilbúnir að hugleiða nú milli funda hvort þeir geti ekki takmarkað eða dregið úr ræðuhöldum svo ljúka megi umræðu.“ Sleit Steingrímur í framhaldinu þingfundi. Verður fróðlegt að sjá viðbrögð Miðflokksmanna við skilaboðum forseta Alþingis til þeirra.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira