Reyndi að kaupa sér leið í Hvíta húsið í gegnum Manafort Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2019 16:02 Mynd af Stephen Calk frá árinu 2012. AP/Al Podgorski Stephen Calk, fyrrverandi efnahagsráðgjafi framboðs Donald Trump, hefur verið ákærður fyrir að samþykkja 16 milljóna dala lán til Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra framboðsins, með því markmiði að fá hjálp hans til að fá starf í ríkisstjórn Trump. Calk er stofnandi bankans Federal Savings Bank of Chicago og er hann sakaður um að hafa notað bankann með ólöglegum hætti til að vinna sér í haginn hjá Manafort og fyrir að hafa logið að eftirlitsaðilum. Þetta kemur fram í ákæru saksóknara í New York sem opinberuð var í dag. Lánin sem um ræðir voru á endanum felld niður að miklu leyti en Calk sendi Manafort lista yfir þau störf sem hann sóttist eftir í Hvíta húsinu. Þar á meðal voru embætti fjármálaráðherra, efnahagsráðherra, varnarmálaráðherra og nítján sendiherrastöður. Hann fór á endanum í viðtal fyrir stöðu aðstoðarráðherra hersins en fékk starfið ekki, samkvæmt Washington Post.AP fréttaveitan vitnar í William F. Sweeney Jr., yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York ,sem segir Calk hafa lagt mikið á sig til að reyna að komast hjá því að upp um hann kæmist. Þetta hafi þó ekki farið eins og hann vildi. Því hann hafi ekki fengið neina af þeim stöðum sem hann sótti eftir og misst þá vinnu sem hann hafði. Á þessum tíma skuldaði Manafort fúlgur fjár eftir að hann missti sína helstu tekjulind, þegar Viktor Yanukovych var bolað úr embætti forseta Úkraínu. Manafort lifði hátt og tók fjölda lána út á fasteignir sínar og hefur hann meðal annars verið dæmdur fyrir svik í tengslum við þau lán. Hann hefur nú verið dæmdur til rúmlega sjö ára fangelsisvistar. Frekari dómsmál gegn honum standa enn yfir.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinTölvupóstar sýna fram á að Manafort reyndi í aðdraganda kosninganna 2016 að fá Jared Kushner, tengdason Trump og ráðgjafa hans, til að samþykkja að ráða Calk sem ráðherra hersins. Það var áður en Calk hafði samþykkt lánin til Manafort. Hann sendi Kushner einnig tvö nöfn til viðbótar og sagði að þeir menn ættu að koma að ríkisstjórn Trump. Þeir væru mjög áreiðanlegir. Kushner svaraði pósti Manafort með orðunum: „Veð í það.“ Verði Calk fundinn sekur gæti hann setið í fangelsi í allt að þrjátíu ár. Til stendur að hann fari fyrir dómara seinna í dag. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Stephen Calk, fyrrverandi efnahagsráðgjafi framboðs Donald Trump, hefur verið ákærður fyrir að samþykkja 16 milljóna dala lán til Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra framboðsins, með því markmiði að fá hjálp hans til að fá starf í ríkisstjórn Trump. Calk er stofnandi bankans Federal Savings Bank of Chicago og er hann sakaður um að hafa notað bankann með ólöglegum hætti til að vinna sér í haginn hjá Manafort og fyrir að hafa logið að eftirlitsaðilum. Þetta kemur fram í ákæru saksóknara í New York sem opinberuð var í dag. Lánin sem um ræðir voru á endanum felld niður að miklu leyti en Calk sendi Manafort lista yfir þau störf sem hann sóttist eftir í Hvíta húsinu. Þar á meðal voru embætti fjármálaráðherra, efnahagsráðherra, varnarmálaráðherra og nítján sendiherrastöður. Hann fór á endanum í viðtal fyrir stöðu aðstoðarráðherra hersins en fékk starfið ekki, samkvæmt Washington Post.AP fréttaveitan vitnar í William F. Sweeney Jr., yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York ,sem segir Calk hafa lagt mikið á sig til að reyna að komast hjá því að upp um hann kæmist. Þetta hafi þó ekki farið eins og hann vildi. Því hann hafi ekki fengið neina af þeim stöðum sem hann sótti eftir og misst þá vinnu sem hann hafði. Á þessum tíma skuldaði Manafort fúlgur fjár eftir að hann missti sína helstu tekjulind, þegar Viktor Yanukovych var bolað úr embætti forseta Úkraínu. Manafort lifði hátt og tók fjölda lána út á fasteignir sínar og hefur hann meðal annars verið dæmdur fyrir svik í tengslum við þau lán. Hann hefur nú verið dæmdur til rúmlega sjö ára fangelsisvistar. Frekari dómsmál gegn honum standa enn yfir.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinTölvupóstar sýna fram á að Manafort reyndi í aðdraganda kosninganna 2016 að fá Jared Kushner, tengdason Trump og ráðgjafa hans, til að samþykkja að ráða Calk sem ráðherra hersins. Það var áður en Calk hafði samþykkt lánin til Manafort. Hann sendi Kushner einnig tvö nöfn til viðbótar og sagði að þeir menn ættu að koma að ríkisstjórn Trump. Þeir væru mjög áreiðanlegir. Kushner svaraði pósti Manafort með orðunum: „Veð í það.“ Verði Calk fundinn sekur gæti hann setið í fangelsi í allt að þrjátíu ár. Til stendur að hann fari fyrir dómara seinna í dag.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira