„Óréttlætanlegt“ að láta Cech spila úrslitaleikinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. maí 2019 21:00 Petr Cech hefur varið mark Arsenal í Evrópudeildinni vísir/getty Petr Cech mun leggja hanskana á hilluna eftir tímabilið og því mun hann spila sinn síðasta leik á ferlinum ef hann byrjar í markinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Spekingar vilja þó ekki sjá hann spila þann leik. Cech hefur verið varamarkvörður Arsenal í vetur en hefur fengið að spila í Evrópudeildinni. Það er því alls ekki óeðlilegt að vænta þess að hann byrji úrslitaleikinn gegn sínum gömlu félögum í Chelsea. Fyrrum markmaður Arsenal, David Seaman, vill að Bernd Leno byrji í markinu. „Arsenal þarf virkilega á þessu að halda, þeir þurfa þetta meira en Chelsea,“ sagði Seaman. „Þeir þurfa að komast inn í Meistaradeildina og ég styð það að lið eigi alltaf að spila á sínu sterkasta liði. Það þýðir Leno í markinu, en ég er nokkuð viss um að Cech spili því þetta er síðasti leikur hans.“ Blaðamaður The Times, Tony Cascarino tekur í sama streng. „Ég get næstum farið svo langt að segja að ef stjóri velur markmann númer tvö í svona mikilvægan leik, þá er það brot sem hægt er að reka menn fyrir,“ skrifar Cascarino í pistli sínum. „Það er svo mikið undir að það er ekki hægt að réttlæta það að láta Cech byrja.“ Enn einn flækjupunkturinn í ákvörðun Unai Emery er að Petr Cech mun taka starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Chelsea þegar tímabilinu líkur. Bæði Cascarino og Seaman segja það þó ekki skipta máli, niðurstaðan er sú að Leno sé betri en Cech og því eigi hann að spila leikinn. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram næsta miðvikudag, 29. maí, og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Petr Cech mun leggja hanskana á hilluna eftir tímabilið og því mun hann spila sinn síðasta leik á ferlinum ef hann byrjar í markinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Spekingar vilja þó ekki sjá hann spila þann leik. Cech hefur verið varamarkvörður Arsenal í vetur en hefur fengið að spila í Evrópudeildinni. Það er því alls ekki óeðlilegt að vænta þess að hann byrji úrslitaleikinn gegn sínum gömlu félögum í Chelsea. Fyrrum markmaður Arsenal, David Seaman, vill að Bernd Leno byrji í markinu. „Arsenal þarf virkilega á þessu að halda, þeir þurfa þetta meira en Chelsea,“ sagði Seaman. „Þeir þurfa að komast inn í Meistaradeildina og ég styð það að lið eigi alltaf að spila á sínu sterkasta liði. Það þýðir Leno í markinu, en ég er nokkuð viss um að Cech spili því þetta er síðasti leikur hans.“ Blaðamaður The Times, Tony Cascarino tekur í sama streng. „Ég get næstum farið svo langt að segja að ef stjóri velur markmann númer tvö í svona mikilvægan leik, þá er það brot sem hægt er að reka menn fyrir,“ skrifar Cascarino í pistli sínum. „Það er svo mikið undir að það er ekki hægt að réttlæta það að láta Cech byrja.“ Enn einn flækjupunkturinn í ákvörðun Unai Emery er að Petr Cech mun taka starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Chelsea þegar tímabilinu líkur. Bæði Cascarino og Seaman segja það þó ekki skipta máli, niðurstaðan er sú að Leno sé betri en Cech og því eigi hann að spila leikinn. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram næsta miðvikudag, 29. maí, og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira