Lífeyrissjóðir eignast helmingshlut í HS Orku Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2019 10:21 Jarðvarmavirkjunin að Svartsengi á Reykjanesi sem er í eigu HS Orku. Vísir/Vilhelm Jarðvarmi slhf, félag 14 lífeyrissjóða, hefur ákveðið að nýta forkaupsrétt sinn í HS Orku á tæplega 54 prósenta hlut kanadíska orkufyrirtækisins Innergex í HS Orku - og þannig eignast allt hlutafé í félaginu. Til hafði staðið að ástralski fjárfestingabankinn Macquarie myndi kaupa félagið Magma Energy Sweden A.B, sem fer með fyrrnefndan 54 prósent hlut, en með ákvörðun Jarðvarma verður ekkert af þeim viðskiptum. Þá mun Ancala Partners, erlendur samstarfsaðili Jarðvarma í framhaldinu kaupa 50% hlut í HS Orku á móti Jarðvarma, að því er fram kemur í tilkynningu frá síðarnefnda félaginu. Í tilkynningu Innergex til kanadísku kauphallarinnar í morgun segir að kaupverðið sé 299,9 milljónir dala, jafnvirði um 37,3 milljarða króna. Markaðsvirði HS Orku, miðað við kaupverð Jarðvarma, er því um 69 milljarðar króna. Kaupin voru samþykkt á hluthafafundi Jarðvarma þann 9. apríl síðastliðinn. Fagfjárfestasjóðurinn ORK seldi Jarðvarma 12,7 prósent hlut sinn í HS orku í upphafi apríl síðastliðins fyrir um 8,5 milljarða króna. Fyrir kaupin á hlut ORK í apríl átti Jarðvarmi rúmlega þriðjungshlut í HS Orku. Samanlagt kaupverð Jarðvarma á hlutum ORK og og Inngex nema því um 47 milljörðum króna.Samhliða þessu mun nýtt félag, Blávarmi slhf., sem er í eigu sömu lífeyrissjóða og Jarðvarmi eignast 30% hlut HS Orku í Bláa Lóninu. Kaupverð eignarhlutarins er um 15 milljarðar króna. Ráðgjafar Innergex í söluferlinu voru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory. Ráðgjafar Jarðvarma í þessum viðskiptum voru Arctica Finance, SKR lögfræðiþjónusta og Advel lögmenn. Ancala Partners er breskt sjóðastýringarfyrirtæki sem sérhæfir sig í evrópskum innviðafjárfestingum. Eins og fram kemur í tilkynningu Innergex hófst söluferlið á eignarhlut félagsins í október í fyrra. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og jafnframt eina orkufyrirtækið á Íslandi sem er í eigu einkafjárfesta. Rekstrartekjur félagsins árið 2018 voru 8,9 milljarðar króna. Haft er eftir Davíð Runólfssyni, stjórnarformanni Jarðvarma og Blávarma, í tilkynningu fyrrnefnda félagsins að með þessum viðskiptum skapist stöðugleiki um eignarhald á HS Orku til framtíðar. „Sérfræðiþekking Ancala á sviði endurnýjanlegrar orku og sameiginleg sýn okkar á þau tækifæri sem eru til staðar fyrir HS Orku til lengri tíma gerir Ancala að ákjósanlegum meðeiganda. Fram undan eru spennandi tækifæri við frekari uppbyggingu HS Orku. Þá er Bláa Lónið kjölfesta í íslenskri ferðaþjónustu sem hefur byggt upp sterkt alþjóðlegt vörumerki. Uppbygging síðustu ára skapar tækifæri til enn frekari vaxtar sem eigendur Blávarma hyggjast taka fullan þátt í,“ segir Davíð. Eigendur Jarðvarma slhf eru: Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi - lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, Festa - Lífeyrissjóður, Almenni Lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Stapi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka íslands, Lífsverk lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna og Lífeyrissjóður bænda Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá Jarðvarma. Lífeyrissjóðir Orkumál Tengdar fréttir Vilja nýta kaupréttinn í HS Orku Tillaga stjórnar Jarðvarma, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, um að ganga inn í viðskipti um kaup á 54 prósenta eignarhlut í HS Orku var samþykkt á hluthafafundi félagsins í gærmorgun. 10. apríl 2019 07:00 Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Jarðvarmi slhf, félag 14 lífeyrissjóða, hefur ákveðið að nýta forkaupsrétt sinn í HS Orku á tæplega 54 prósenta hlut kanadíska orkufyrirtækisins Innergex í HS Orku - og þannig eignast allt hlutafé í félaginu. Til hafði staðið að ástralski fjárfestingabankinn Macquarie myndi kaupa félagið Magma Energy Sweden A.B, sem fer með fyrrnefndan 54 prósent hlut, en með ákvörðun Jarðvarma verður ekkert af þeim viðskiptum. Þá mun Ancala Partners, erlendur samstarfsaðili Jarðvarma í framhaldinu kaupa 50% hlut í HS Orku á móti Jarðvarma, að því er fram kemur í tilkynningu frá síðarnefnda félaginu. Í tilkynningu Innergex til kanadísku kauphallarinnar í morgun segir að kaupverðið sé 299,9 milljónir dala, jafnvirði um 37,3 milljarða króna. Markaðsvirði HS Orku, miðað við kaupverð Jarðvarma, er því um 69 milljarðar króna. Kaupin voru samþykkt á hluthafafundi Jarðvarma þann 9. apríl síðastliðinn. Fagfjárfestasjóðurinn ORK seldi Jarðvarma 12,7 prósent hlut sinn í HS orku í upphafi apríl síðastliðins fyrir um 8,5 milljarða króna. Fyrir kaupin á hlut ORK í apríl átti Jarðvarmi rúmlega þriðjungshlut í HS Orku. Samanlagt kaupverð Jarðvarma á hlutum ORK og og Inngex nema því um 47 milljörðum króna.Samhliða þessu mun nýtt félag, Blávarmi slhf., sem er í eigu sömu lífeyrissjóða og Jarðvarmi eignast 30% hlut HS Orku í Bláa Lóninu. Kaupverð eignarhlutarins er um 15 milljarðar króna. Ráðgjafar Innergex í söluferlinu voru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory. Ráðgjafar Jarðvarma í þessum viðskiptum voru Arctica Finance, SKR lögfræðiþjónusta og Advel lögmenn. Ancala Partners er breskt sjóðastýringarfyrirtæki sem sérhæfir sig í evrópskum innviðafjárfestingum. Eins og fram kemur í tilkynningu Innergex hófst söluferlið á eignarhlut félagsins í október í fyrra. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og jafnframt eina orkufyrirtækið á Íslandi sem er í eigu einkafjárfesta. Rekstrartekjur félagsins árið 2018 voru 8,9 milljarðar króna. Haft er eftir Davíð Runólfssyni, stjórnarformanni Jarðvarma og Blávarma, í tilkynningu fyrrnefnda félagsins að með þessum viðskiptum skapist stöðugleiki um eignarhald á HS Orku til framtíðar. „Sérfræðiþekking Ancala á sviði endurnýjanlegrar orku og sameiginleg sýn okkar á þau tækifæri sem eru til staðar fyrir HS Orku til lengri tíma gerir Ancala að ákjósanlegum meðeiganda. Fram undan eru spennandi tækifæri við frekari uppbyggingu HS Orku. Þá er Bláa Lónið kjölfesta í íslenskri ferðaþjónustu sem hefur byggt upp sterkt alþjóðlegt vörumerki. Uppbygging síðustu ára skapar tækifæri til enn frekari vaxtar sem eigendur Blávarma hyggjast taka fullan þátt í,“ segir Davíð. Eigendur Jarðvarma slhf eru: Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi - lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, Festa - Lífeyrissjóður, Almenni Lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Stapi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka íslands, Lífsverk lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna og Lífeyrissjóður bænda Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá Jarðvarma.
Lífeyrissjóðir Orkumál Tengdar fréttir Vilja nýta kaupréttinn í HS Orku Tillaga stjórnar Jarðvarma, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, um að ganga inn í viðskipti um kaup á 54 prósenta eignarhlut í HS Orku var samþykkt á hluthafafundi félagsins í gærmorgun. 10. apríl 2019 07:00 Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Vilja nýta kaupréttinn í HS Orku Tillaga stjórnar Jarðvarma, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, um að ganga inn í viðskipti um kaup á 54 prósenta eignarhlut í HS Orku var samþykkt á hluthafafundi félagsins í gærmorgun. 10. apríl 2019 07:00
Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00