Væntingar um veður Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 23. maí 2019 07:00 Í gærmorgun gladdist ég innilega við að sjá glitrandi geisla sólarinnar. Sólin fangaði einhverja nýja óþekkta tilfinningu og sem kona á fimmtugsaldri vil ég skilja tilfinningar mínar. Eftir dálitla íhugun með sólgleraugu á nefinu, klædd rauðri sumarkápu fann ég að það sem gladdi mest var að sólin birtist alveg óvænt. Það hafði verið þungt högg að lesa þriggja mánaða veðurspá sem boðaði blautt sumar. Á íslensku þýðir það loforð um rigningu í 90 daga. Þær væntingar hafa auðvitað áhrif á lífsgæði lítillar þjóðar. Mætti kannski hlífa okkur og vinna með þá hugmynd að banna veðurspá svona langt fram í tímann í upphafi sumars? Hugmyndafræðin er skyld þeirri að það geti verið glannalegt að birta skoðanakannanir síðustu daga fyrir kosningar vegna þess að það mótar hegðun kjósenda að vita hvernig fer. Trúir fólk því líka ekki að það hafi haft áhrif í Júróvisjón að veðbankar höfðu krýnt Holland sigurvegara löngu fyrir keppni? Stundum má satt nefnilega kyrrt liggja. Vond veðurspá er breyta um hamingju þjóðar og um hvernig einkaneysla þróast. Grillmatur og garðhúsgögn hætta að seljast og menn mála ekki húsið í rigningu. Hjólin seljast illa sem heggur í bíllausan lífsstíl. Við keyrum óhamingjusöm um í rigningu og borðum óhollan mat úr bílalúgum. Þeir sem geta sækja sólina út og neyslan fer með þeim. Og til hvers að líma fólk við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara um betri lífskjör ef veðurfræðin stígur svo á svið og sviptir fólk trú á betri tíð og blóm í haga – og hrekur okkur jafnvel úr landi? Nú þegar samdráttur er í fyrsta sinn frá 2010 þurfum við á öllum okkar bestu mönnum að halda, líka veðurfræðingum. Væntingarnar eru nefnilega lykillinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Í gærmorgun gladdist ég innilega við að sjá glitrandi geisla sólarinnar. Sólin fangaði einhverja nýja óþekkta tilfinningu og sem kona á fimmtugsaldri vil ég skilja tilfinningar mínar. Eftir dálitla íhugun með sólgleraugu á nefinu, klædd rauðri sumarkápu fann ég að það sem gladdi mest var að sólin birtist alveg óvænt. Það hafði verið þungt högg að lesa þriggja mánaða veðurspá sem boðaði blautt sumar. Á íslensku þýðir það loforð um rigningu í 90 daga. Þær væntingar hafa auðvitað áhrif á lífsgæði lítillar þjóðar. Mætti kannski hlífa okkur og vinna með þá hugmynd að banna veðurspá svona langt fram í tímann í upphafi sumars? Hugmyndafræðin er skyld þeirri að það geti verið glannalegt að birta skoðanakannanir síðustu daga fyrir kosningar vegna þess að það mótar hegðun kjósenda að vita hvernig fer. Trúir fólk því líka ekki að það hafi haft áhrif í Júróvisjón að veðbankar höfðu krýnt Holland sigurvegara löngu fyrir keppni? Stundum má satt nefnilega kyrrt liggja. Vond veðurspá er breyta um hamingju þjóðar og um hvernig einkaneysla þróast. Grillmatur og garðhúsgögn hætta að seljast og menn mála ekki húsið í rigningu. Hjólin seljast illa sem heggur í bíllausan lífsstíl. Við keyrum óhamingjusöm um í rigningu og borðum óhollan mat úr bílalúgum. Þeir sem geta sækja sólina út og neyslan fer með þeim. Og til hvers að líma fólk við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara um betri lífskjör ef veðurfræðin stígur svo á svið og sviptir fólk trú á betri tíð og blóm í haga – og hrekur okkur jafnvel úr landi? Nú þegar samdráttur er í fyrsta sinn frá 2010 þurfum við á öllum okkar bestu mönnum að halda, líka veðurfræðingum. Væntingarnar eru nefnilega lykillinn.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar