Jafngildir því að öll börn í Kópavogi og á Akureyri hafi orðið fyrir ofbeldi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2019 21:00 Um fimmta hvert barn á Íslandi hefur orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn. Þá hefur fjöldi drengja sem hefur verið kynferðislega misnotaður tvöfaldast á síðustu sex árum. UNICEF krefst þess að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til þess að greina þróunina. Unicef birti í morgun nýja rannsókn sem byggir á könnun sem var lögð fyrir skólabörn og á gögnum frá Stígamótum. Samkvæmt henni hefur um fimmta hvert barn á Íslandi orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Þetta eru um þrettán þúsund börn og jafngildir fjöldinn öllum börnum sem búa í Kópavogi og á Akureyri samanlagt. Flest börn verða fyrir ofbeldinu á unglingsárum. Kynferðisofbeldi gegn drengjum af hálfu fullorðinna hefur tvöfaldast á síðustu sex árum. Hlutfallið farið úr tveimur prósentum í fjögur prósent. „Við vitum ekki af hverju það er, hvort kynferðislegt ofbeldi er að aukast eða hvort samfélagslegir fordómar að minnka og umræðan að aukast. En þarna sjáum við að jafn margir strákar og stelpur segja frá," segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF.Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Á sama tíma eru stúlkur í miklum meirihluta þeirra barna sem koma í Barnahús vegna kynferðisofbeldis. „Þarna sjáum við með því að rýna í tölur að kerfin okkar eru ekki að grípa öll börn sem verða fyrir ofbeldi," segir Bergsteinn. Önnur alvarleg þróun á síðustu sex árum, eða frá síðustu könnun, er fjölgun mála þar sem barn brýtur kynferðislega á öðru barni. Tvöfalt fleiri drengir greina nú frá því, eða um fjögur prósent. Málunum fjölgar einnig hjá stúlkum og hefur nánast tíunda hver stúlka orðið fyrir slíku ofbeldi. Í skýrslunni segir að þetta þurfi að rannsaka sérstaklega og þá hvort klámvæðing gæti haft áhrif. UNICEF hrinti í dag úr vör átakinu Stöðvum feluleikinn en þeir sem skrifa undir áskorun til stjórnvalda fá sendar leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast þegar grunur leikur á um ofbeldi. Í áskoruninni felst meðal annars krafa um að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til að greina þróunina. „Að það verði fylgst með þessum gögnum, þannig við sjáum alltaf stöðuna í þessum alvarlega málaflokki, til þess að við getum betur brugðist við og getum útrýmt ofbeldi gegn börnum á Íslandi," segir Bergsteinn. Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Um fimmta hvert barn á Íslandi hefur orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn. Þá hefur fjöldi drengja sem hefur verið kynferðislega misnotaður tvöfaldast á síðustu sex árum. UNICEF krefst þess að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til þess að greina þróunina. Unicef birti í morgun nýja rannsókn sem byggir á könnun sem var lögð fyrir skólabörn og á gögnum frá Stígamótum. Samkvæmt henni hefur um fimmta hvert barn á Íslandi orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Þetta eru um þrettán þúsund börn og jafngildir fjöldinn öllum börnum sem búa í Kópavogi og á Akureyri samanlagt. Flest börn verða fyrir ofbeldinu á unglingsárum. Kynferðisofbeldi gegn drengjum af hálfu fullorðinna hefur tvöfaldast á síðustu sex árum. Hlutfallið farið úr tveimur prósentum í fjögur prósent. „Við vitum ekki af hverju það er, hvort kynferðislegt ofbeldi er að aukast eða hvort samfélagslegir fordómar að minnka og umræðan að aukast. En þarna sjáum við að jafn margir strákar og stelpur segja frá," segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF.Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Á sama tíma eru stúlkur í miklum meirihluta þeirra barna sem koma í Barnahús vegna kynferðisofbeldis. „Þarna sjáum við með því að rýna í tölur að kerfin okkar eru ekki að grípa öll börn sem verða fyrir ofbeldi," segir Bergsteinn. Önnur alvarleg þróun á síðustu sex árum, eða frá síðustu könnun, er fjölgun mála þar sem barn brýtur kynferðislega á öðru barni. Tvöfalt fleiri drengir greina nú frá því, eða um fjögur prósent. Málunum fjölgar einnig hjá stúlkum og hefur nánast tíunda hver stúlka orðið fyrir slíku ofbeldi. Í skýrslunni segir að þetta þurfi að rannsaka sérstaklega og þá hvort klámvæðing gæti haft áhrif. UNICEF hrinti í dag úr vör átakinu Stöðvum feluleikinn en þeir sem skrifa undir áskorun til stjórnvalda fá sendar leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast þegar grunur leikur á um ofbeldi. Í áskoruninni felst meðal annars krafa um að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til að greina þróunina. „Að það verði fylgst með þessum gögnum, þannig við sjáum alltaf stöðuna í þessum alvarlega málaflokki, til þess að við getum betur brugðist við og getum útrýmt ofbeldi gegn börnum á Íslandi," segir Bergsteinn.
Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira