Aðeins níu prósent stuðningsmanna Real Madrid vilja halda Bale Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 23:30 Gareth Bale kyssir Meistaradeildarbikairnn fyrir ári síðan.Margt hefur breyst síðan þá. Getty/Helios de la Rubia Það er ekki bara þjálfarinn Zinedine Zidane sem vill ekkert með Gareth Bale hafa á næstu leiktíð Real Madrid liðsins. Stuðningsmenn félagsins hafa líka látið sína skoðun í ljós. Það er búist við miklum breytingum á leikmannahópi Real Madrid í sumar eftir skelfilegt tímabil þar sem liðið fór í gegnum þrjá þjálfara og var hvergi nálægt því að vinna titil. Spænska íþróttablaðið AS gerði því könnun á því hvaða leikmönnum stuðningsmenn Real Madrid vilja halda og hvaða leikmenn þeir vilja losna við. Mikil þátttaka var í þessari skoðanakönnun en alls fékk AS fimm milljónir atkvæða í henni.Five million Real Madrid fans have voted on which players should stay and go this season... 24th - Gareth Bale (9% approval) 17th - Toni Kroos (36% approval) 10th - Thibaut Courtois (65% approval) ? 1st - Dani Carvajal (92% approval)#RMCFhttps://t.co/2PdXAjtnaZ — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 21, 2019Þetta var erfitt tímabil fyrir menn eins og Gareth Bale, Marcelo, Isco og Mariano Diaz. Þeir koma líka illa út úr þessari skoðunarkönnun en enginn þó verr en sá velski. Aðeins níu prósent stuðningsmanna Real Madrid vilja halda Gareth Bale og skipar hann 24. og síðasta sætið á lista AS. Næsti maður fyrir ofan hann er Mariano Diaz en hann fékk þó 24 prósent stuðning. Allir hjá Real Madrid tala um að Gareth Bale verði að fara en hann á enn eftir þrjú ár eftir af samningi sínum og það eru fá félög sem geta borgað eins há laun eins og hann fær frá spæsnska stórliðinu. Dani Carvajal er vinsælastur en hann fékk 92 prósent stuðning og þá var brasilíska undrabarnið Vinicius Junior með 89 prósent stuðning. Fyrirliðinn Sergio Ramos er ekki alveg óumdeildur því hann fékk „bara“ 84 prósent stuðning. Keylor Navas (76%) fékk líka mun meiri stuðning en Thibaut Courtois (65%) en belgíski markvörðurinn átti mjög erfitt fyrsta tímabil hjá Real Madrid eftir að hafa verið keyptur sem einn af bestu markvörðum heims.Hér fyrir neðan má sjá allan listann: 1. Dani Carvajal - 92% 2. Vinicius Junior - 89% 3. Sergio Ramos - 84% 4. Brahim Diaz - 83% 5. Alvaro Odriozola - 82% 6. Sergio Reguilon - 81% 7. Keylor Navas - 76% 8. Raphael Varane - 75% 9. Karim Benzema - 72% 10. Thibaut Courtois - 65% 11. Luka Modric - 63% 12. Nacho Fernandez - 60% 13. Casemiro - 59% 14. Fede Valverde - 59% 15. Marcos Llorente - 59% 16. Lucas Vazquez - 52% 17. Toni Kroos - 36% 18. Jesus Vallejo - 36% 19. Marcelo - 33% 20. Isco - 31% 21. Dani Ceballos - 30% 22. Luca Zidane - 28% 23. Mariano Diaz - 24% 24. Gareth Bale - 9% Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Sjá meira
Það er ekki bara þjálfarinn Zinedine Zidane sem vill ekkert með Gareth Bale hafa á næstu leiktíð Real Madrid liðsins. Stuðningsmenn félagsins hafa líka látið sína skoðun í ljós. Það er búist við miklum breytingum á leikmannahópi Real Madrid í sumar eftir skelfilegt tímabil þar sem liðið fór í gegnum þrjá þjálfara og var hvergi nálægt því að vinna titil. Spænska íþróttablaðið AS gerði því könnun á því hvaða leikmönnum stuðningsmenn Real Madrid vilja halda og hvaða leikmenn þeir vilja losna við. Mikil þátttaka var í þessari skoðanakönnun en alls fékk AS fimm milljónir atkvæða í henni.Five million Real Madrid fans have voted on which players should stay and go this season... 24th - Gareth Bale (9% approval) 17th - Toni Kroos (36% approval) 10th - Thibaut Courtois (65% approval) ? 1st - Dani Carvajal (92% approval)#RMCFhttps://t.co/2PdXAjtnaZ — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 21, 2019Þetta var erfitt tímabil fyrir menn eins og Gareth Bale, Marcelo, Isco og Mariano Diaz. Þeir koma líka illa út úr þessari skoðunarkönnun en enginn þó verr en sá velski. Aðeins níu prósent stuðningsmanna Real Madrid vilja halda Gareth Bale og skipar hann 24. og síðasta sætið á lista AS. Næsti maður fyrir ofan hann er Mariano Diaz en hann fékk þó 24 prósent stuðning. Allir hjá Real Madrid tala um að Gareth Bale verði að fara en hann á enn eftir þrjú ár eftir af samningi sínum og það eru fá félög sem geta borgað eins há laun eins og hann fær frá spæsnska stórliðinu. Dani Carvajal er vinsælastur en hann fékk 92 prósent stuðning og þá var brasilíska undrabarnið Vinicius Junior með 89 prósent stuðning. Fyrirliðinn Sergio Ramos er ekki alveg óumdeildur því hann fékk „bara“ 84 prósent stuðning. Keylor Navas (76%) fékk líka mun meiri stuðning en Thibaut Courtois (65%) en belgíski markvörðurinn átti mjög erfitt fyrsta tímabil hjá Real Madrid eftir að hafa verið keyptur sem einn af bestu markvörðum heims.Hér fyrir neðan má sjá allan listann: 1. Dani Carvajal - 92% 2. Vinicius Junior - 89% 3. Sergio Ramos - 84% 4. Brahim Diaz - 83% 5. Alvaro Odriozola - 82% 6. Sergio Reguilon - 81% 7. Keylor Navas - 76% 8. Raphael Varane - 75% 9. Karim Benzema - 72% 10. Thibaut Courtois - 65% 11. Luka Modric - 63% 12. Nacho Fernandez - 60% 13. Casemiro - 59% 14. Fede Valverde - 59% 15. Marcos Llorente - 59% 16. Lucas Vazquez - 52% 17. Toni Kroos - 36% 18. Jesus Vallejo - 36% 19. Marcelo - 33% 20. Isco - 31% 21. Dani Ceballos - 30% 22. Luca Zidane - 28% 23. Mariano Diaz - 24% 24. Gareth Bale - 9%
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó