Aðgerðir í þágu lífríkis Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 22. maí 2019 07:00 Í dag er alþjóðlegur dagur lífríkisins eða líffræðilegrar fjölbreytni. Samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna hefur lífríki og vistkerfum hnignað mikið á undanförnum áratugum. Það er skrítið til þess að hugsa að tegundir sem við öll þekkjum hérlendis skuli eiga á hættu að deyja út. Þetta á meðal annars við um landselinn, skúminn, lundann og fleiri sjávarfugla. Hvað er til ráða? Við þurfum að grípa til róttækra aðgerða. Þær þurfa að snúast um að auka vernd búsvæða lífvera, tryggja betur sjálfbæra nýtingu auðlinda og endurheimta lífríki og vistkerfi. Samhliða þarf að berjast af krafti gegn loftslagsbreytingum. Vinna við alla þessa þætti stendur nú sem hæst hér á landi, auk þess sem norrænu umhverfisráðherrarnir hafa að mínu frumkvæði beitt sér fyrir því að þrýsta á ríki heims um metnaðarfyllri aðgerðir á alþjóðavettvangi vegna lífríkisins og verndar þess. Stjórnvöld vinna nú að átaki í friðlýsingum sem margar hverjar snúast um frekari vernd búsvæða. Nýleg friðlýsing Akureyjar er dæmi um vernd búsvæðis lundans. Verið er að vinna úr tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um frekari búsvæðavernd fyrir fugla og vernd vistgerða, auk þess sem unnið er að endurskoðun löggjafar um villt dýr sem gefur tækifæri til að styrkja vernd stofna sem eru í hættu. Hringrásarhagkerfið er mikilvægur þáttur í að stuðla að sjálfbærari nýtingu auðlinda og í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið að innleiðingu þess. Þar er meðal annars reynt að auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni vöru og unnið að skilvirkri úrgangsstjórnun sem miðar að því að nýta úrgang sem efnivið í frekari framleiðslu á vörum og efni. Loks er endurheimt lífríkis með landgræðslu, skógvernd og endurheimt votlendis mikilvægur hluti af aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Fyrir dyrum stendur að vinna landsáætlanir bæði í landgræðslu og skógrækt á grunni nýsamþykktra laga sem munu enn frekar styðja við þessi áform. Stjórnvöld hafa því tekið vernd lífríkisins föstum tökum.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur lífríkisins eða líffræðilegrar fjölbreytni. Samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna hefur lífríki og vistkerfum hnignað mikið á undanförnum áratugum. Það er skrítið til þess að hugsa að tegundir sem við öll þekkjum hérlendis skuli eiga á hættu að deyja út. Þetta á meðal annars við um landselinn, skúminn, lundann og fleiri sjávarfugla. Hvað er til ráða? Við þurfum að grípa til róttækra aðgerða. Þær þurfa að snúast um að auka vernd búsvæða lífvera, tryggja betur sjálfbæra nýtingu auðlinda og endurheimta lífríki og vistkerfi. Samhliða þarf að berjast af krafti gegn loftslagsbreytingum. Vinna við alla þessa þætti stendur nú sem hæst hér á landi, auk þess sem norrænu umhverfisráðherrarnir hafa að mínu frumkvæði beitt sér fyrir því að þrýsta á ríki heims um metnaðarfyllri aðgerðir á alþjóðavettvangi vegna lífríkisins og verndar þess. Stjórnvöld vinna nú að átaki í friðlýsingum sem margar hverjar snúast um frekari vernd búsvæða. Nýleg friðlýsing Akureyjar er dæmi um vernd búsvæðis lundans. Verið er að vinna úr tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um frekari búsvæðavernd fyrir fugla og vernd vistgerða, auk þess sem unnið er að endurskoðun löggjafar um villt dýr sem gefur tækifæri til að styrkja vernd stofna sem eru í hættu. Hringrásarhagkerfið er mikilvægur þáttur í að stuðla að sjálfbærari nýtingu auðlinda og í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið að innleiðingu þess. Þar er meðal annars reynt að auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni vöru og unnið að skilvirkri úrgangsstjórnun sem miðar að því að nýta úrgang sem efnivið í frekari framleiðslu á vörum og efni. Loks er endurheimt lífríkis með landgræðslu, skógvernd og endurheimt votlendis mikilvægur hluti af aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Fyrir dyrum stendur að vinna landsáætlanir bæði í landgræðslu og skógrækt á grunni nýsamþykktra laga sem munu enn frekar styðja við þessi áform. Stjórnvöld hafa því tekið vernd lífríkisins föstum tökum.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar