Tvær ólíkar skýrslur um tilnefningar Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 22. maí 2019 08:00 Tilnefningarnefndir eru nú ríkjandi fyrirkomulag í stjórnarkjöri á íslenskum hlutabréfamarkaði eftir hraða útbreiðslu. Nefndirnar eru sagðar formfesta góða stjórnarhætti en einnig hefur borið á efasemdum um að þær séu til þess fallnar að ná þeim markmiðum. Hvað sem því líður er ljóst að framkvæmdin skiptir máli. Þó að tilnefningarnefnd hafi einungis ráðgefandi hlutverk má ætla að val hennar hafi veruleg áhrif á val lífeyrissjóða í stjórnarkjöri. Völd nefndarinnar má því ekki vanmeta. Með það í huga er athyglisvert að bera saman tvær skýrslur um tilnefningar. Annars vegar þá sem útbúin var fyrir aðalfund Haga og hins vegar þá sem var útbúin fyrir hluthafafund Skeljungs. Tilnefningarnefnd Skeljungs, undir formennsku Sigurðar Kára Árnasonar, hefur augljóslega vandað til verka. Nefndin fjallar um hæfi einstakra frambjóðenda á ýmsum sviðum og rökstyður val sitt vel, allavega í samanburði við flestar aðrar tilnefningarnefndir. Sem dæmi gerir nefndin grein fyrir því hvers vegna lögfræðiþekking eins frambjóðanda getur nýst félaginu betur en lögfræðiþekking annars. Fleira áhugavert er í skýrslunni. Nefndin tekur undir það sem hefur komið fram á fundum hennar með hluthöfum um að það sé góður kostur fyrir Skeljung að minnst einn stjórnarmaður eigi sjálfur, eða gegnum tengda aðila, hlut í félaginu til að tryggja virkt eignarhald. Svo er ekki í núverandi stjórn. Það er ánægjulegt að sjá nefndina líta til þeirra gömlu sanninda að menn huga betur að eignum sínum en aðrir. Eftir lesturinn hafa hluthafar Skeljungs ágætishugmynd um hvað liggur að baki vali nefndarinnar. Þannig hafa þeir forsendur til að vera sammála eða ósammála valinu. Það sama gildir ekki skýrslu tilnefningarnefndar Haga. Þar er engan rökstuðning að finna þrátt fyrir að níu manns séu að berjast um fimm stjórnarsæti. Það eina sem hluthafar Haga geta lesið úr skýrslunni er upptalning á viðmiðunum sem voru lögð valinu til grundvallar og stuttar ferilskrár frambjóðenda. Þá var ekki að sjá að eignarhlutur í félaginu væri talinn frambjóðendum til tekna. Tilnefningarnefndir eru nýlegt fyrirkomulag í flestum félögum og viðbúið var að það tæki tíma að finna taktinn. Til að stuðla að faglegri framkvæmd þessa nýja fyrirkomulags þurfa hluthafar að gera kröfu um rökstuðning svo að þeir hafi forsendur til að meta niðurstöðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Tilnefningarnefndir eru nú ríkjandi fyrirkomulag í stjórnarkjöri á íslenskum hlutabréfamarkaði eftir hraða útbreiðslu. Nefndirnar eru sagðar formfesta góða stjórnarhætti en einnig hefur borið á efasemdum um að þær séu til þess fallnar að ná þeim markmiðum. Hvað sem því líður er ljóst að framkvæmdin skiptir máli. Þó að tilnefningarnefnd hafi einungis ráðgefandi hlutverk má ætla að val hennar hafi veruleg áhrif á val lífeyrissjóða í stjórnarkjöri. Völd nefndarinnar má því ekki vanmeta. Með það í huga er athyglisvert að bera saman tvær skýrslur um tilnefningar. Annars vegar þá sem útbúin var fyrir aðalfund Haga og hins vegar þá sem var útbúin fyrir hluthafafund Skeljungs. Tilnefningarnefnd Skeljungs, undir formennsku Sigurðar Kára Árnasonar, hefur augljóslega vandað til verka. Nefndin fjallar um hæfi einstakra frambjóðenda á ýmsum sviðum og rökstyður val sitt vel, allavega í samanburði við flestar aðrar tilnefningarnefndir. Sem dæmi gerir nefndin grein fyrir því hvers vegna lögfræðiþekking eins frambjóðanda getur nýst félaginu betur en lögfræðiþekking annars. Fleira áhugavert er í skýrslunni. Nefndin tekur undir það sem hefur komið fram á fundum hennar með hluthöfum um að það sé góður kostur fyrir Skeljung að minnst einn stjórnarmaður eigi sjálfur, eða gegnum tengda aðila, hlut í félaginu til að tryggja virkt eignarhald. Svo er ekki í núverandi stjórn. Það er ánægjulegt að sjá nefndina líta til þeirra gömlu sanninda að menn huga betur að eignum sínum en aðrir. Eftir lesturinn hafa hluthafar Skeljungs ágætishugmynd um hvað liggur að baki vali nefndarinnar. Þannig hafa þeir forsendur til að vera sammála eða ósammála valinu. Það sama gildir ekki skýrslu tilnefningarnefndar Haga. Þar er engan rökstuðning að finna þrátt fyrir að níu manns séu að berjast um fimm stjórnarsæti. Það eina sem hluthafar Haga geta lesið úr skýrslunni er upptalning á viðmiðunum sem voru lögð valinu til grundvallar og stuttar ferilskrár frambjóðenda. Þá var ekki að sjá að eignarhlutur í félaginu væri talinn frambjóðendum til tekna. Tilnefningarnefndir eru nýlegt fyrirkomulag í flestum félögum og viðbúið var að það tæki tíma að finna taktinn. Til að stuðla að faglegri framkvæmd þessa nýja fyrirkomulags þurfa hluthafar að gera kröfu um rökstuðning svo að þeir hafi forsendur til að meta niðurstöðuna.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun