Tvær ólíkar skýrslur um tilnefningar Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 22. maí 2019 08:00 Tilnefningarnefndir eru nú ríkjandi fyrirkomulag í stjórnarkjöri á íslenskum hlutabréfamarkaði eftir hraða útbreiðslu. Nefndirnar eru sagðar formfesta góða stjórnarhætti en einnig hefur borið á efasemdum um að þær séu til þess fallnar að ná þeim markmiðum. Hvað sem því líður er ljóst að framkvæmdin skiptir máli. Þó að tilnefningarnefnd hafi einungis ráðgefandi hlutverk má ætla að val hennar hafi veruleg áhrif á val lífeyrissjóða í stjórnarkjöri. Völd nefndarinnar má því ekki vanmeta. Með það í huga er athyglisvert að bera saman tvær skýrslur um tilnefningar. Annars vegar þá sem útbúin var fyrir aðalfund Haga og hins vegar þá sem var útbúin fyrir hluthafafund Skeljungs. Tilnefningarnefnd Skeljungs, undir formennsku Sigurðar Kára Árnasonar, hefur augljóslega vandað til verka. Nefndin fjallar um hæfi einstakra frambjóðenda á ýmsum sviðum og rökstyður val sitt vel, allavega í samanburði við flestar aðrar tilnefningarnefndir. Sem dæmi gerir nefndin grein fyrir því hvers vegna lögfræðiþekking eins frambjóðanda getur nýst félaginu betur en lögfræðiþekking annars. Fleira áhugavert er í skýrslunni. Nefndin tekur undir það sem hefur komið fram á fundum hennar með hluthöfum um að það sé góður kostur fyrir Skeljung að minnst einn stjórnarmaður eigi sjálfur, eða gegnum tengda aðila, hlut í félaginu til að tryggja virkt eignarhald. Svo er ekki í núverandi stjórn. Það er ánægjulegt að sjá nefndina líta til þeirra gömlu sanninda að menn huga betur að eignum sínum en aðrir. Eftir lesturinn hafa hluthafar Skeljungs ágætishugmynd um hvað liggur að baki vali nefndarinnar. Þannig hafa þeir forsendur til að vera sammála eða ósammála valinu. Það sama gildir ekki skýrslu tilnefningarnefndar Haga. Þar er engan rökstuðning að finna þrátt fyrir að níu manns séu að berjast um fimm stjórnarsæti. Það eina sem hluthafar Haga geta lesið úr skýrslunni er upptalning á viðmiðunum sem voru lögð valinu til grundvallar og stuttar ferilskrár frambjóðenda. Þá var ekki að sjá að eignarhlutur í félaginu væri talinn frambjóðendum til tekna. Tilnefningarnefndir eru nýlegt fyrirkomulag í flestum félögum og viðbúið var að það tæki tíma að finna taktinn. Til að stuðla að faglegri framkvæmd þessa nýja fyrirkomulags þurfa hluthafar að gera kröfu um rökstuðning svo að þeir hafi forsendur til að meta niðurstöðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Tilnefningarnefndir eru nú ríkjandi fyrirkomulag í stjórnarkjöri á íslenskum hlutabréfamarkaði eftir hraða útbreiðslu. Nefndirnar eru sagðar formfesta góða stjórnarhætti en einnig hefur borið á efasemdum um að þær séu til þess fallnar að ná þeim markmiðum. Hvað sem því líður er ljóst að framkvæmdin skiptir máli. Þó að tilnefningarnefnd hafi einungis ráðgefandi hlutverk má ætla að val hennar hafi veruleg áhrif á val lífeyrissjóða í stjórnarkjöri. Völd nefndarinnar má því ekki vanmeta. Með það í huga er athyglisvert að bera saman tvær skýrslur um tilnefningar. Annars vegar þá sem útbúin var fyrir aðalfund Haga og hins vegar þá sem var útbúin fyrir hluthafafund Skeljungs. Tilnefningarnefnd Skeljungs, undir formennsku Sigurðar Kára Árnasonar, hefur augljóslega vandað til verka. Nefndin fjallar um hæfi einstakra frambjóðenda á ýmsum sviðum og rökstyður val sitt vel, allavega í samanburði við flestar aðrar tilnefningarnefndir. Sem dæmi gerir nefndin grein fyrir því hvers vegna lögfræðiþekking eins frambjóðanda getur nýst félaginu betur en lögfræðiþekking annars. Fleira áhugavert er í skýrslunni. Nefndin tekur undir það sem hefur komið fram á fundum hennar með hluthöfum um að það sé góður kostur fyrir Skeljung að minnst einn stjórnarmaður eigi sjálfur, eða gegnum tengda aðila, hlut í félaginu til að tryggja virkt eignarhald. Svo er ekki í núverandi stjórn. Það er ánægjulegt að sjá nefndina líta til þeirra gömlu sanninda að menn huga betur að eignum sínum en aðrir. Eftir lesturinn hafa hluthafar Skeljungs ágætishugmynd um hvað liggur að baki vali nefndarinnar. Þannig hafa þeir forsendur til að vera sammála eða ósammála valinu. Það sama gildir ekki skýrslu tilnefningarnefndar Haga. Þar er engan rökstuðning að finna þrátt fyrir að níu manns séu að berjast um fimm stjórnarsæti. Það eina sem hluthafar Haga geta lesið úr skýrslunni er upptalning á viðmiðunum sem voru lögð valinu til grundvallar og stuttar ferilskrár frambjóðenda. Þá var ekki að sjá að eignarhlutur í félaginu væri talinn frambjóðendum til tekna. Tilnefningarnefndir eru nýlegt fyrirkomulag í flestum félögum og viðbúið var að það tæki tíma að finna taktinn. Til að stuðla að faglegri framkvæmd þessa nýja fyrirkomulags þurfa hluthafar að gera kröfu um rökstuðning svo að þeir hafi forsendur til að meta niðurstöðuna.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun