Tvær ólíkar skýrslur um tilnefningar Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 22. maí 2019 08:00 Tilnefningarnefndir eru nú ríkjandi fyrirkomulag í stjórnarkjöri á íslenskum hlutabréfamarkaði eftir hraða útbreiðslu. Nefndirnar eru sagðar formfesta góða stjórnarhætti en einnig hefur borið á efasemdum um að þær séu til þess fallnar að ná þeim markmiðum. Hvað sem því líður er ljóst að framkvæmdin skiptir máli. Þó að tilnefningarnefnd hafi einungis ráðgefandi hlutverk má ætla að val hennar hafi veruleg áhrif á val lífeyrissjóða í stjórnarkjöri. Völd nefndarinnar má því ekki vanmeta. Með það í huga er athyglisvert að bera saman tvær skýrslur um tilnefningar. Annars vegar þá sem útbúin var fyrir aðalfund Haga og hins vegar þá sem var útbúin fyrir hluthafafund Skeljungs. Tilnefningarnefnd Skeljungs, undir formennsku Sigurðar Kára Árnasonar, hefur augljóslega vandað til verka. Nefndin fjallar um hæfi einstakra frambjóðenda á ýmsum sviðum og rökstyður val sitt vel, allavega í samanburði við flestar aðrar tilnefningarnefndir. Sem dæmi gerir nefndin grein fyrir því hvers vegna lögfræðiþekking eins frambjóðanda getur nýst félaginu betur en lögfræðiþekking annars. Fleira áhugavert er í skýrslunni. Nefndin tekur undir það sem hefur komið fram á fundum hennar með hluthöfum um að það sé góður kostur fyrir Skeljung að minnst einn stjórnarmaður eigi sjálfur, eða gegnum tengda aðila, hlut í félaginu til að tryggja virkt eignarhald. Svo er ekki í núverandi stjórn. Það er ánægjulegt að sjá nefndina líta til þeirra gömlu sanninda að menn huga betur að eignum sínum en aðrir. Eftir lesturinn hafa hluthafar Skeljungs ágætishugmynd um hvað liggur að baki vali nefndarinnar. Þannig hafa þeir forsendur til að vera sammála eða ósammála valinu. Það sama gildir ekki skýrslu tilnefningarnefndar Haga. Þar er engan rökstuðning að finna þrátt fyrir að níu manns séu að berjast um fimm stjórnarsæti. Það eina sem hluthafar Haga geta lesið úr skýrslunni er upptalning á viðmiðunum sem voru lögð valinu til grundvallar og stuttar ferilskrár frambjóðenda. Þá var ekki að sjá að eignarhlutur í félaginu væri talinn frambjóðendum til tekna. Tilnefningarnefndir eru nýlegt fyrirkomulag í flestum félögum og viðbúið var að það tæki tíma að finna taktinn. Til að stuðla að faglegri framkvæmd þessa nýja fyrirkomulags þurfa hluthafar að gera kröfu um rökstuðning svo að þeir hafi forsendur til að meta niðurstöðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Tilnefningarnefndir eru nú ríkjandi fyrirkomulag í stjórnarkjöri á íslenskum hlutabréfamarkaði eftir hraða útbreiðslu. Nefndirnar eru sagðar formfesta góða stjórnarhætti en einnig hefur borið á efasemdum um að þær séu til þess fallnar að ná þeim markmiðum. Hvað sem því líður er ljóst að framkvæmdin skiptir máli. Þó að tilnefningarnefnd hafi einungis ráðgefandi hlutverk má ætla að val hennar hafi veruleg áhrif á val lífeyrissjóða í stjórnarkjöri. Völd nefndarinnar má því ekki vanmeta. Með það í huga er athyglisvert að bera saman tvær skýrslur um tilnefningar. Annars vegar þá sem útbúin var fyrir aðalfund Haga og hins vegar þá sem var útbúin fyrir hluthafafund Skeljungs. Tilnefningarnefnd Skeljungs, undir formennsku Sigurðar Kára Árnasonar, hefur augljóslega vandað til verka. Nefndin fjallar um hæfi einstakra frambjóðenda á ýmsum sviðum og rökstyður val sitt vel, allavega í samanburði við flestar aðrar tilnefningarnefndir. Sem dæmi gerir nefndin grein fyrir því hvers vegna lögfræðiþekking eins frambjóðanda getur nýst félaginu betur en lögfræðiþekking annars. Fleira áhugavert er í skýrslunni. Nefndin tekur undir það sem hefur komið fram á fundum hennar með hluthöfum um að það sé góður kostur fyrir Skeljung að minnst einn stjórnarmaður eigi sjálfur, eða gegnum tengda aðila, hlut í félaginu til að tryggja virkt eignarhald. Svo er ekki í núverandi stjórn. Það er ánægjulegt að sjá nefndina líta til þeirra gömlu sanninda að menn huga betur að eignum sínum en aðrir. Eftir lesturinn hafa hluthafar Skeljungs ágætishugmynd um hvað liggur að baki vali nefndarinnar. Þannig hafa þeir forsendur til að vera sammála eða ósammála valinu. Það sama gildir ekki skýrslu tilnefningarnefndar Haga. Þar er engan rökstuðning að finna þrátt fyrir að níu manns séu að berjast um fimm stjórnarsæti. Það eina sem hluthafar Haga geta lesið úr skýrslunni er upptalning á viðmiðunum sem voru lögð valinu til grundvallar og stuttar ferilskrár frambjóðenda. Þá var ekki að sjá að eignarhlutur í félaginu væri talinn frambjóðendum til tekna. Tilnefningarnefndir eru nýlegt fyrirkomulag í flestum félögum og viðbúið var að það tæki tíma að finna taktinn. Til að stuðla að faglegri framkvæmd þessa nýja fyrirkomulags þurfa hluthafar að gera kröfu um rökstuðning svo að þeir hafi forsendur til að meta niðurstöðuna.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun