Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2019 15:53 Konur klæddar eins og þernur úr sjónvarpsþáttunum Dagbók þernunnar mótmæla ströngum þungunarrofslögum í ríkisþingi Missouri í síðustu viku. AP/Christian Gooden Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að bandarísk stjórnvöld verði að tryggja aðgang kvenna að öruggu þungunarrofi. Bönn við því eins og þau sem hafa verið samþykkt í íhaldssömum ríkjum Bandaríkjanna undanfarið leiði til áhættusamra aðgerða sem geti ógnað lífi kvenna. Ríkisstjóri Alabama staðfesti ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna í síðustu viku. Þau myndu banna þungunarrof í öllum tilfellum nema þegar líf móður er í hættu. Áður hafði Georgía staðfest lög sem banna þungunarrof eftir að hjartsláttur fósturs hefur greinst. Það getur gerst strax í sjöttu viku, áður en margar konur vita að þær eru ófrískar. Þá er búist við því að ríkisstjóri Missouri staðfesti lög sem banna þungunarrof eftir áttundu viku meðgöngu í þessari viku. Fastlega er gert ráð fyrir að lögunum verði öllum skotið til Hæstaréttar Bandaríkjanna þar sem flutningsmenn þeirra treysta á að íhaldssamir dómarar felli úr gildi dómafordæmi sem réttur kvenna til þungunarrofs byggir á. Ravin Shamdasani, talskona mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, segir að gögn og reynslan sýni að blátt bann við þungunarrofi fækki ekki tilfellum heldur hreki konur í undirheimana þar sem lífi þeirra, heilsu og öryggi sé ógnað, að því er segir í frétt Reuters. „Við höfum miklar áhyggjur af því að nokkur bandarísk ríki hafi samþykkt lög sem takmarka verulega aðgang kvenna að öruggu þungunarrofi, þar á meðal með því að gera það saknæmt bæði fyrir konurnar sjálfar og þá sem veita þungunarrof,“ segir Shamdasani. Boð og bönn af þessu tagi stuðli í eðli sínu að ójöfnuði. Þau komi frekar niður á snauðum konum en ríkum, konum úr minnihlutahópum eða öðrum jaðarhópum. „Því köllum við eftir því að Bandaríkin og öll önnur ríki tryggi að konur hafi aðgang að öruggu þungunarrofi. Að allra minnsta kosti í tilfelli nauðgana, sifjaspells og fósturgalla verður að vera öruggur aðgangur að þungunarrofi,“ segir talskonan. Lögin í Alabama veita ekki undanþágur í tilfelli nauðgana eða sifjaspells. Þá geta læknar sem framkvæma þungunarrof átt yfir höfði sér allt að 99 ár fangelsisdóm. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Þungunarrof Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að bandarísk stjórnvöld verði að tryggja aðgang kvenna að öruggu þungunarrofi. Bönn við því eins og þau sem hafa verið samþykkt í íhaldssömum ríkjum Bandaríkjanna undanfarið leiði til áhættusamra aðgerða sem geti ógnað lífi kvenna. Ríkisstjóri Alabama staðfesti ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna í síðustu viku. Þau myndu banna þungunarrof í öllum tilfellum nema þegar líf móður er í hættu. Áður hafði Georgía staðfest lög sem banna þungunarrof eftir að hjartsláttur fósturs hefur greinst. Það getur gerst strax í sjöttu viku, áður en margar konur vita að þær eru ófrískar. Þá er búist við því að ríkisstjóri Missouri staðfesti lög sem banna þungunarrof eftir áttundu viku meðgöngu í þessari viku. Fastlega er gert ráð fyrir að lögunum verði öllum skotið til Hæstaréttar Bandaríkjanna þar sem flutningsmenn þeirra treysta á að íhaldssamir dómarar felli úr gildi dómafordæmi sem réttur kvenna til þungunarrofs byggir á. Ravin Shamdasani, talskona mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, segir að gögn og reynslan sýni að blátt bann við þungunarrofi fækki ekki tilfellum heldur hreki konur í undirheimana þar sem lífi þeirra, heilsu og öryggi sé ógnað, að því er segir í frétt Reuters. „Við höfum miklar áhyggjur af því að nokkur bandarísk ríki hafi samþykkt lög sem takmarka verulega aðgang kvenna að öruggu þungunarrofi, þar á meðal með því að gera það saknæmt bæði fyrir konurnar sjálfar og þá sem veita þungunarrof,“ segir Shamdasani. Boð og bönn af þessu tagi stuðli í eðli sínu að ójöfnuði. Þau komi frekar niður á snauðum konum en ríkum, konum úr minnihlutahópum eða öðrum jaðarhópum. „Því köllum við eftir því að Bandaríkin og öll önnur ríki tryggi að konur hafi aðgang að öruggu þungunarrofi. Að allra minnsta kosti í tilfelli nauðgana, sifjaspells og fósturgalla verður að vera öruggur aðgangur að þungunarrofi,“ segir talskonan. Lögin í Alabama veita ekki undanþágur í tilfelli nauðgana eða sifjaspells. Þá geta læknar sem framkvæma þungunarrof átt yfir höfði sér allt að 99 ár fangelsisdóm.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Þungunarrof Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59
Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00