Óttast um öryggi sitt og spilar ekki með Arsenal í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 11:15 Henrikh Mkhitaryan. Getty/Matteo Ciambelli Arsenal verður án Henrikh Mkhitaryan á móti Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 29. maí næstkomandi. Henrikh Mkhitaryan er þó hvorki meiddur eða í leikbanni. Henrikh Mkhitaryan er Armeni en úrslitaleikurinn fer fram í nágrannaríkinu Aserbaísjan. Armenína og Aserbaísjan hafa staðið lengi í deilum um Nagorno-Karabakh héraðið í suðurhluta Aserbaídsjan. Nagorno-Karabakh er landsvæði inn í miðju Aserbaídsjan þar sem nánast allir íbúar eru af armenskum uppruna. Það eru engin pólitísk samskipti á milli þjóðanna í dag vegna þessa máls.Arsenal’s Henrikh Mkhitaryan to miss Europa League final over safety fears https://t.co/7AstqP7H9L — Guardian sport (@guardian_sport) May 21, 2019Henrikh Mkhitaryan hefur aldrei spilað leik í Aserbaísjan á ævinni þrátt fyrir að félög hans hafi lent á móti liðum þaðan í Evrópukeppninni. Hvort sem hann var hjá Arsenal eða Dortmund þá hefur hann alltaf sleppt útileiknum í Aserbaísjan. Það verður ekki breyting á þeirri venju hans þótt að um úrslitaleik sé að ræða. Mkhitaryan hefur tekið þá ákvörðun að spila ekki leikinn þar sem að hann óttast um öryggi sitt á leikvanginum í Bakú. Henrikh Mkhitaryan tjáði sig um þessa ákvörðun sína inn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann segist hafa hugsað lengi um þetta en hafi á endanum þurft að taka mjög erfiða ákvörðun. „Það er mjög sárt að missa af leik sem þessum enda leikur sem maður spilar ekki oft á ferlinum,“ sagði Henrikh Mkhitaryan meðal annars.Having considered all the current options, we had to take the tough decision for me not to travel with the squad to the #UEL Final against #Chelsea [...] pic.twitter.com/3CPrTvLquy — Henrikh Mkhitaryan (@HenrikhMkh) May 21, 2019[...] It‘s the kind of game that doesn’t come along very often for us players and I must admit, it hurts me a lot to miss it.I will be cheering my teammates on! Let’s bring it home @Arsenal#uel#final#arsenal#chelsea#AFC#COYGpic.twitter.com/gnDA6oyolw — Henrikh Mkhitaryan (@HenrikhMkh) May 21, 2019 Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Sjá meira
Arsenal verður án Henrikh Mkhitaryan á móti Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 29. maí næstkomandi. Henrikh Mkhitaryan er þó hvorki meiddur eða í leikbanni. Henrikh Mkhitaryan er Armeni en úrslitaleikurinn fer fram í nágrannaríkinu Aserbaísjan. Armenína og Aserbaísjan hafa staðið lengi í deilum um Nagorno-Karabakh héraðið í suðurhluta Aserbaídsjan. Nagorno-Karabakh er landsvæði inn í miðju Aserbaídsjan þar sem nánast allir íbúar eru af armenskum uppruna. Það eru engin pólitísk samskipti á milli þjóðanna í dag vegna þessa máls.Arsenal’s Henrikh Mkhitaryan to miss Europa League final over safety fears https://t.co/7AstqP7H9L — Guardian sport (@guardian_sport) May 21, 2019Henrikh Mkhitaryan hefur aldrei spilað leik í Aserbaísjan á ævinni þrátt fyrir að félög hans hafi lent á móti liðum þaðan í Evrópukeppninni. Hvort sem hann var hjá Arsenal eða Dortmund þá hefur hann alltaf sleppt útileiknum í Aserbaísjan. Það verður ekki breyting á þeirri venju hans þótt að um úrslitaleik sé að ræða. Mkhitaryan hefur tekið þá ákvörðun að spila ekki leikinn þar sem að hann óttast um öryggi sitt á leikvanginum í Bakú. Henrikh Mkhitaryan tjáði sig um þessa ákvörðun sína inn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann segist hafa hugsað lengi um þetta en hafi á endanum þurft að taka mjög erfiða ákvörðun. „Það er mjög sárt að missa af leik sem þessum enda leikur sem maður spilar ekki oft á ferlinum,“ sagði Henrikh Mkhitaryan meðal annars.Having considered all the current options, we had to take the tough decision for me not to travel with the squad to the #UEL Final against #Chelsea [...] pic.twitter.com/3CPrTvLquy — Henrikh Mkhitaryan (@HenrikhMkh) May 21, 2019[...] It‘s the kind of game that doesn’t come along very often for us players and I must admit, it hurts me a lot to miss it.I will be cheering my teammates on! Let’s bring it home @Arsenal#uel#final#arsenal#chelsea#AFC#COYGpic.twitter.com/gnDA6oyolw — Henrikh Mkhitaryan (@HenrikhMkh) May 21, 2019
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Sjá meira