Guð minn almáttugur Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 21. maí 2019 07:30 Spánverjar eiga það til að ákalla hið æðsta yfirvald í tíma og ótíma og mér, mórölskum mótmælandanum, fellur það þungt. Reyndar svo að ég er farinn að svara þessu liði af germanskri gamansemi, þannig að þegar þjakaður drykkjumaður kallar upp yfir sig „æ, senjor“ þá svara ég af yfirlæti: „Já, vinur, hvað var það?“ Þetta var skemmtilegur hrellileikur þar til hlutirnir snerust í höndunum á mér þar sem ég var á gangi úti á torgi en þá heyrði ég einhvern hrópa úr mannþrönginni: „Guð minn almáttugur!“ Og ég svaraði náttúrlega af glettni minni: „Já, hvað var það, vinur?“ Það stóð ekki á svari: „Komdu hérna!“ Ég gekk á hljóðið en brá í brún þegar ég stóð frammi fyrir viðmælanda mínum því hann var blindur og nánast bæði handa- og fótalaus. Á ég nú að standa einhver reikningsskil á þessum örlögum, hugsaði ég með mér meðan ónotatilfinningin var að kvelja mig. Hann er vís með að biðja um bætur eða annað líf. En þetta fór betur en á horfðist því hann sagði að ég væri greinilega gamansamur og bauð mér að verða gjafmildur líka og setja eitthvað í baukinn sinn. Ég vildi endilega standa undir gullhömrunum svo ég spurði hvort hann tæki kreditkort. Úr varð hinn skemmtilegasti fundur sem fékk mig til að velta vöngum yfir því af hverju ég hef átt það til að forðast fólk sem örlögin hafa leikið grátt og fundist einsog ég skuldaði því eitthvað. En kannski skuldum við því einungis það að taka þeim eins og hverri annarri manneskju. Ég breyttist því eftir fund þennan. En hitt breytist ekkert og Spánverjar halda áfram að ákalla Guð og nú alveg óáreittir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Spánverjar eiga það til að ákalla hið æðsta yfirvald í tíma og ótíma og mér, mórölskum mótmælandanum, fellur það þungt. Reyndar svo að ég er farinn að svara þessu liði af germanskri gamansemi, þannig að þegar þjakaður drykkjumaður kallar upp yfir sig „æ, senjor“ þá svara ég af yfirlæti: „Já, vinur, hvað var það?“ Þetta var skemmtilegur hrellileikur þar til hlutirnir snerust í höndunum á mér þar sem ég var á gangi úti á torgi en þá heyrði ég einhvern hrópa úr mannþrönginni: „Guð minn almáttugur!“ Og ég svaraði náttúrlega af glettni minni: „Já, hvað var það, vinur?“ Það stóð ekki á svari: „Komdu hérna!“ Ég gekk á hljóðið en brá í brún þegar ég stóð frammi fyrir viðmælanda mínum því hann var blindur og nánast bæði handa- og fótalaus. Á ég nú að standa einhver reikningsskil á þessum örlögum, hugsaði ég með mér meðan ónotatilfinningin var að kvelja mig. Hann er vís með að biðja um bætur eða annað líf. En þetta fór betur en á horfðist því hann sagði að ég væri greinilega gamansamur og bauð mér að verða gjafmildur líka og setja eitthvað í baukinn sinn. Ég vildi endilega standa undir gullhömrunum svo ég spurði hvort hann tæki kreditkort. Úr varð hinn skemmtilegasti fundur sem fékk mig til að velta vöngum yfir því af hverju ég hef átt það til að forðast fólk sem örlögin hafa leikið grátt og fundist einsog ég skuldaði því eitthvað. En kannski skuldum við því einungis það að taka þeim eins og hverri annarri manneskju. Ég breyttist því eftir fund þennan. En hitt breytist ekkert og Spánverjar halda áfram að ákalla Guð og nú alveg óáreittir.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar