Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2019 23:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti.Nefndin hafði stefnt fyrirtækinu til þess að veita henni aðgang að upplýsingunum en Trump reyndi að fá stefnunni hnekkt fyrir dómstólum.Í niðurstöðu dómsins segir að það sé ljóst að nefndin sé ekki á veiðum eftir einhverjum heldur geti gögnin frá Mazars aðstoðað við lagasetningu, því sé nefndinni heimilt að óska eftir gögnunum. Óhugsandi sé að stjórnarskrá Bandaríkjanna veiti þinginu heimild til þess að fjarlægja forseta úr embætti en meini sama þingi að rannsaka forseta vegna meints ólöglegs athæfis.Mazars hefur sjö daga til þess að afhenda nefndinni gögnin en fastlega er gert ráð fyrir að í millitíðinni muni lögmenn Trump áfrýja niðurstöðu dómsins.Er þetta í fyrsta sinn sem niðurstaða dómstóla liggur fyrir í máli sem tengist því hversu langt þingnefndir Bandaríkjaþings geti gengið í því að rannsaka Trump. Eftir að demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni á síðasta ári hafa þeir boðað fjölmargar rannsóknir á hendur Trump. Trump hefur heitið því að berjast gegn öllum rannsóknum undir stjórn demókrata á þingi sem beinist gegn honum.Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarinnar hefur sagt að nauðsynlegt sé að fá gögnin frá Mazars svo leggja megi mat á það hvort Trump hafi brotið lög eða hvort einhverjir hagsmunaárekstrar séu fyrir hendi vegna viðskiptaveldis Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00 Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Sjá meira
Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti.Nefndin hafði stefnt fyrirtækinu til þess að veita henni aðgang að upplýsingunum en Trump reyndi að fá stefnunni hnekkt fyrir dómstólum.Í niðurstöðu dómsins segir að það sé ljóst að nefndin sé ekki á veiðum eftir einhverjum heldur geti gögnin frá Mazars aðstoðað við lagasetningu, því sé nefndinni heimilt að óska eftir gögnunum. Óhugsandi sé að stjórnarskrá Bandaríkjanna veiti þinginu heimild til þess að fjarlægja forseta úr embætti en meini sama þingi að rannsaka forseta vegna meints ólöglegs athæfis.Mazars hefur sjö daga til þess að afhenda nefndinni gögnin en fastlega er gert ráð fyrir að í millitíðinni muni lögmenn Trump áfrýja niðurstöðu dómsins.Er þetta í fyrsta sinn sem niðurstaða dómstóla liggur fyrir í máli sem tengist því hversu langt þingnefndir Bandaríkjaþings geti gengið í því að rannsaka Trump. Eftir að demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni á síðasta ári hafa þeir boðað fjölmargar rannsóknir á hendur Trump. Trump hefur heitið því að berjast gegn öllum rannsóknum undir stjórn demókrata á þingi sem beinist gegn honum.Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarinnar hefur sagt að nauðsynlegt sé að fá gögnin frá Mazars svo leggja megi mat á það hvort Trump hafi brotið lög eða hvort einhverjir hagsmunaárekstrar séu fyrir hendi vegna viðskiptaveldis Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00 Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Sjá meira
Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00
Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32
Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22