Borgarfulltrúar og sjónvarpsstjörnur á meðal þeirra sem styðja EES Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2019 10:30 Auglýsingin birtist á opnu í Fréttablaðinu í dag. vísir/vilhelm 272 einstaklingar, sem allir eru undir fertugu, setja andlit sitt við auglýsingu í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni „Ekki spila með framtíðina okkar. Við styðjum áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum. Við viljum frjálst, opið og alþjóðlegt samfélag og stöndum saman gegn einangrunarhyggju.“ Á meðal þeirra sem eru í auglýsingunni eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þær Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, söngkonurnar Salka Sól og Sigríður Thorlacius, Eva Laufey Kjaran, sjónvarpskona á Stöð 2, og Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur og sjónvarpsmaður á RÚV. Í tilkynningu frá hópnum í auglýsingunni segir að hún sé kostuð af fólkinu á myndunum en það er einnig tekið fram í auglýsingunni sjálfri. „Fólkið er allt undir fertugu og spannar megnið af hinu pólitíska litrófi, bæði flokksbundið og óflokksbundið. Fólkið er af öllum kynjum, með ólíkan bakgrunn, búsett erlendis og víðsvegar um landið. Stigvaxandi umræða um EES-samninginn undanfarin misseri, sem hefur því miður verið knúin áfram af síendurteknum rangfærslum og ósannindum, nú síðast um þriðja orkupakkann, er meðal ástæðna þess að ungt fólk úr öllum áttum sá ástæðu til að árétta þessi skilaboð,“ segir í tilkynningu hópsins. Þar er jafnframt vísað í atkvæðagreiðsluna um Brexit þar sem ungt fólk svaf á verðinum: „Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 svaf ungt fólk á verðinum með afleiðingum sem eru öllum ljósar. EES samningurinn og annað alþjóðlegt samstarf hefur fært Íslendingum lífsgæði ótal tækifæri sem væri óhugsandi að vera án. Tækifæri eins og frelsi til að ferðast, stunda viðskipti, búa og mennta okkur í Evrópu og lengi mætti telja. Þetta eru hlutir sem við öll njótum góðs af og lítum í dag á sem sjálfsagðan hluta af okkar dagsdaglega lífi. Því segjum við einum rómi: Ekki spila með framtíð okkar.“Takk fyrir að benda á að þetta er #framtíðinokkar sem við viljum verja í frjálsu, opnu og alþjóðlegu samfélagi pic.twitter.com/5O1XvvFiUP — Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) May 20, 2019Mjög skýr skilaboð frá ungu fólki með morgunkaffinu @frettabladid_is pic.twitter.com/7Dxc27IhDc — þorgerður katrín (@thorgkatrin) May 20, 2019 Brexit Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira
272 einstaklingar, sem allir eru undir fertugu, setja andlit sitt við auglýsingu í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni „Ekki spila með framtíðina okkar. Við styðjum áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum. Við viljum frjálst, opið og alþjóðlegt samfélag og stöndum saman gegn einangrunarhyggju.“ Á meðal þeirra sem eru í auglýsingunni eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þær Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, söngkonurnar Salka Sól og Sigríður Thorlacius, Eva Laufey Kjaran, sjónvarpskona á Stöð 2, og Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur og sjónvarpsmaður á RÚV. Í tilkynningu frá hópnum í auglýsingunni segir að hún sé kostuð af fólkinu á myndunum en það er einnig tekið fram í auglýsingunni sjálfri. „Fólkið er allt undir fertugu og spannar megnið af hinu pólitíska litrófi, bæði flokksbundið og óflokksbundið. Fólkið er af öllum kynjum, með ólíkan bakgrunn, búsett erlendis og víðsvegar um landið. Stigvaxandi umræða um EES-samninginn undanfarin misseri, sem hefur því miður verið knúin áfram af síendurteknum rangfærslum og ósannindum, nú síðast um þriðja orkupakkann, er meðal ástæðna þess að ungt fólk úr öllum áttum sá ástæðu til að árétta þessi skilaboð,“ segir í tilkynningu hópsins. Þar er jafnframt vísað í atkvæðagreiðsluna um Brexit þar sem ungt fólk svaf á verðinum: „Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 svaf ungt fólk á verðinum með afleiðingum sem eru öllum ljósar. EES samningurinn og annað alþjóðlegt samstarf hefur fært Íslendingum lífsgæði ótal tækifæri sem væri óhugsandi að vera án. Tækifæri eins og frelsi til að ferðast, stunda viðskipti, búa og mennta okkur í Evrópu og lengi mætti telja. Þetta eru hlutir sem við öll njótum góðs af og lítum í dag á sem sjálfsagðan hluta af okkar dagsdaglega lífi. Því segjum við einum rómi: Ekki spila með framtíð okkar.“Takk fyrir að benda á að þetta er #framtíðinokkar sem við viljum verja í frjálsu, opnu og alþjóðlegu samfélagi pic.twitter.com/5O1XvvFiUP — Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) May 20, 2019Mjög skýr skilaboð frá ungu fólki með morgunkaffinu @frettabladid_is pic.twitter.com/7Dxc27IhDc — þorgerður katrín (@thorgkatrin) May 20, 2019
Brexit Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira