Hamrén: „Trúi því að þetta séu bestu leikmennirnir til þess að ná í sex stig“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 31. maí 2019 19:30 Landsliðsþjálfari Íslands Erik Hamrén sagði það áhættu að velja Kolbein Sigþórsson inn í landsliðshópinn fyrir komandi leiki við Albaníu og Tyrkland. Kolbeinn er kominn aftur í hópinn eftir meiðsli ásamt þeim Jóni Daða Böðvarssyni og Emil Hallfreðssyni. „Ég tek smá áhættu með því að velja hann, en hann hefur heillað með AIK. Við þurfum að sjá hvað gerist í næstu viku,“ sagði Hamrén þegar hópurinn var kynntur í dag. „Ég trúi því að þeir leikmenn sem við höfum í hópnum núna eru þeir bestu til þess að ná í sex stig úr þessum leikjum.“ „Alfreð og Björn Bergmann eru meiddir og ekki í myndinni en við erum með aðra leikmenn í umræðunni.“ Ísland er með tvö stig eftir þrjá leiki í riðlinum í undankeppni EM eftir sigur á Andorra og slæmt tap gegn Frökkum í mars. Nú spilar Ísland fyrstu heimaleikina í riðlinum, við Albaníu og Tyrkland. Nokkuð hefur verið rætt um það hvort Hannes Þór Halldórsson haldi stöðu sinni sem aðalmarkvörður Íslands í þessum leikjum, en þeir Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson hafa spilað vel síðustu misseri. Hamrén vildi ekki gefa það út hver verði í markinu. „Staðan er önnur nú en þegar við komum saman síðast, þá voru þeir Hannes og Alex ekki að spila. Þeir hafa báðir verið að spila núna og Ögmundur var góður í Grikklandi.“ „Það kemur í ljós á leikdag hver verður valinn,“ sagði Erik Hamrén. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén og Freys í dag Ísland á fyrir höndum afar mikilvæga leiki gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020. Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu frá blaðamannafundi KSÍ. 31. maí 2019 14:30 Hamrén vildi ekki segja að Hannes væri markvörður númer eitt Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, var ekki tilbúinn að gefa það út að Hannes Þór Halldórsson væri enn þá markvörður númer eitt hjá íslenska landsliðinu 31. maí 2019 13:48 Jón Daði og Emil koma aftur inn og Kolbeinn er með en annars fáar breytingar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið 25 manna hóp fyrir mjög mikilvæga leiki á móti Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020. 31. maí 2019 13:37 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira
Landsliðsþjálfari Íslands Erik Hamrén sagði það áhættu að velja Kolbein Sigþórsson inn í landsliðshópinn fyrir komandi leiki við Albaníu og Tyrkland. Kolbeinn er kominn aftur í hópinn eftir meiðsli ásamt þeim Jóni Daða Böðvarssyni og Emil Hallfreðssyni. „Ég tek smá áhættu með því að velja hann, en hann hefur heillað með AIK. Við þurfum að sjá hvað gerist í næstu viku,“ sagði Hamrén þegar hópurinn var kynntur í dag. „Ég trúi því að þeir leikmenn sem við höfum í hópnum núna eru þeir bestu til þess að ná í sex stig úr þessum leikjum.“ „Alfreð og Björn Bergmann eru meiddir og ekki í myndinni en við erum með aðra leikmenn í umræðunni.“ Ísland er með tvö stig eftir þrjá leiki í riðlinum í undankeppni EM eftir sigur á Andorra og slæmt tap gegn Frökkum í mars. Nú spilar Ísland fyrstu heimaleikina í riðlinum, við Albaníu og Tyrkland. Nokkuð hefur verið rætt um það hvort Hannes Þór Halldórsson haldi stöðu sinni sem aðalmarkvörður Íslands í þessum leikjum, en þeir Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson hafa spilað vel síðustu misseri. Hamrén vildi ekki gefa það út hver verði í markinu. „Staðan er önnur nú en þegar við komum saman síðast, þá voru þeir Hannes og Alex ekki að spila. Þeir hafa báðir verið að spila núna og Ögmundur var góður í Grikklandi.“ „Það kemur í ljós á leikdag hver verður valinn,“ sagði Erik Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén og Freys í dag Ísland á fyrir höndum afar mikilvæga leiki gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020. Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu frá blaðamannafundi KSÍ. 31. maí 2019 14:30 Hamrén vildi ekki segja að Hannes væri markvörður númer eitt Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, var ekki tilbúinn að gefa það út að Hannes Þór Halldórsson væri enn þá markvörður númer eitt hjá íslenska landsliðinu 31. maí 2019 13:48 Jón Daði og Emil koma aftur inn og Kolbeinn er með en annars fáar breytingar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið 25 manna hóp fyrir mjög mikilvæga leiki á móti Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020. 31. maí 2019 13:37 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén og Freys í dag Ísland á fyrir höndum afar mikilvæga leiki gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020. Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu frá blaðamannafundi KSÍ. 31. maí 2019 14:30
Hamrén vildi ekki segja að Hannes væri markvörður númer eitt Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, var ekki tilbúinn að gefa það út að Hannes Þór Halldórsson væri enn þá markvörður númer eitt hjá íslenska landsliðinu 31. maí 2019 13:48
Jón Daði og Emil koma aftur inn og Kolbeinn er með en annars fáar breytingar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið 25 manna hóp fyrir mjög mikilvæga leiki á móti Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020. 31. maí 2019 13:37