Guðjón Valur kvaddur: Kem kannski einn daginn aftur sem áhorfandi með stóran maga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2019 15:45 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Getty Það var tilfinningaþrungin stund þegar Rhein-Neckar Löwen kvaddi nokkra leikmenn sína að loknum síðasta heimaleik sínum á tímabilinu í gær, þeirra á meðal Guðjón Val Sigurðsson. Guðjón Valur var raunar að kveðja í annað sinn þar sem hann var einnig hjá liðinu frá 2008 til 2011, áður en hann hélt til AG Kaupmannahafnar í Danmörku. Nú er hann á leið til PSG í Frakklandi. „Þú ert meðal bestu leikmanna heims í þinni stöðu. Það er engin spurning,“ sagði kynnirinn um Guðjón Val. „Þú ert mikil fyrirmynd, gefur alltaf 100 prósent og við eigum þér margt að þakka. Við óskum þér alls hins besta í París.“ „Manni líður eins og maður sé í sinni eigin jarðaför,“ sagði Guðjón Valur þegar hann tók til máls. „Í annað sinn segi ég bless en í þetta sinn segi ég ekki sjáumst síðar. Ég mun ekki koma í þriðja skiptið.“ „Ég vil þakka félaginu kærlega fyrir, öllum samstarfsmönnum og þessum frábæra leikmannahópi. Hér hef ég eignast marga vini. Stemningin í búningsklefanum er ótrúleg og er alltaf gaman að koma í vinnuna þar sem maður heyrir lélega brandara frá Bogdan og Vladan,“ sagði hann en þeir Bodgan Radivojevic og Vladan Lipovina voru einnig kvaddir í gær. „Ég mun sakna þess mest úr æfingahöllinni.“ Rhein-Neckar Löwen tapaði raunar leiknum í gær, 29-26, fyrir Ludwigshafen og bað Guðjón Valur stuðningsmenn afsökunar á því áður en hann ávarpaði þá. „En takk kærlega fyrir þessi þrjú. Okkur fjölskyldunni, og sérstaklega litla syni okkar, leið eins og heima. Takk kærlega fyrir stuðninginn ykkar, hjálpsemi og hvernig þið standið þétt við bak liðsins. Ég óska ykkur alls hins besta í framtíðinni og kannski kem ég einn daginn aftur hingað sem áhorfandi með stóran maga.“ Jason, sonur Guðjóns Vals, stóð við hlið föður síns á sviðinu í gær og kvaddi líka einfaldlega með því að segja „tschüss!“ Myndband frá gærkvöldinu má sjá hér fyrir neðan en það kemur að Guðjóni Val þegar um fimm mínútur eru liðnar af því. Þýski handboltinn Mest lesið Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Það var tilfinningaþrungin stund þegar Rhein-Neckar Löwen kvaddi nokkra leikmenn sína að loknum síðasta heimaleik sínum á tímabilinu í gær, þeirra á meðal Guðjón Val Sigurðsson. Guðjón Valur var raunar að kveðja í annað sinn þar sem hann var einnig hjá liðinu frá 2008 til 2011, áður en hann hélt til AG Kaupmannahafnar í Danmörku. Nú er hann á leið til PSG í Frakklandi. „Þú ert meðal bestu leikmanna heims í þinni stöðu. Það er engin spurning,“ sagði kynnirinn um Guðjón Val. „Þú ert mikil fyrirmynd, gefur alltaf 100 prósent og við eigum þér margt að þakka. Við óskum þér alls hins besta í París.“ „Manni líður eins og maður sé í sinni eigin jarðaför,“ sagði Guðjón Valur þegar hann tók til máls. „Í annað sinn segi ég bless en í þetta sinn segi ég ekki sjáumst síðar. Ég mun ekki koma í þriðja skiptið.“ „Ég vil þakka félaginu kærlega fyrir, öllum samstarfsmönnum og þessum frábæra leikmannahópi. Hér hef ég eignast marga vini. Stemningin í búningsklefanum er ótrúleg og er alltaf gaman að koma í vinnuna þar sem maður heyrir lélega brandara frá Bogdan og Vladan,“ sagði hann en þeir Bodgan Radivojevic og Vladan Lipovina voru einnig kvaddir í gær. „Ég mun sakna þess mest úr æfingahöllinni.“ Rhein-Neckar Löwen tapaði raunar leiknum í gær, 29-26, fyrir Ludwigshafen og bað Guðjón Valur stuðningsmenn afsökunar á því áður en hann ávarpaði þá. „En takk kærlega fyrir þessi þrjú. Okkur fjölskyldunni, og sérstaklega litla syni okkar, leið eins og heima. Takk kærlega fyrir stuðninginn ykkar, hjálpsemi og hvernig þið standið þétt við bak liðsins. Ég óska ykkur alls hins besta í framtíðinni og kannski kem ég einn daginn aftur hingað sem áhorfandi með stóran maga.“ Jason, sonur Guðjóns Vals, stóð við hlið föður síns á sviðinu í gær og kvaddi líka einfaldlega með því að segja „tschüss!“ Myndband frá gærkvöldinu má sjá hér fyrir neðan en það kemur að Guðjóni Val þegar um fimm mínútur eru liðnar af því.
Þýski handboltinn Mest lesið Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira