Halda börnum í yfirfullum skýlum lengur en lög gera ráð fyrir Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2019 10:31 Stríður straumur fólks hefur legið yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Hópur rúmlega þúsund manns var stöðvaður í El Paso í lok þessa mánaðar. AP/Landamæraeftirlit Bandaríkjanna Bandarísk innflytjendayfirvöld halda hundruðum barna sem hafa komið ein yfir landamærin að Mexíkó í yfirfullum skýlum meira en tvöfalt lengur en lög heimila. Sex börn hafa látist í haldi bandarískra alríkisyfirvalda frá því í september. Lög gera ráð fyrir að eftir að bandarískir landamæraverðir taka á móti bönum sem koma án forráðamanna yfir landamærin eigi að senda þau í umsjón heilbrigðisyfirvalda innan 72 klukkustunda. Þau reka skýli sem eru talin barnvænni en þau sem landamæraeftirlitið heldur úti. Gríðarlegur straumur flóttafólks frá Mið-Ameríku undanfarna mánuði og skriffinnska opinberra stofnana hefur þýtt að óafgreidd mál hafa hrannast upp. Washington Post segir að samkvæmt gögnum sem blaðið hefur undir höndum sé stór hluti þeirra um tvö þúsund barna sem komu ein yfir landamærin og eru í haldi landamæraeftirlitsins sitji í yfirfullum skýlum lengur en lögin heimila. Þeirra á meðal séu börn tólf ára eða yngri. Einn heimildarmaður blaðsins segir að um þúsund börn hafi verið í skýlunum lengur en þrjá sólahringa. Annar segir að fleiri en 250 börn tólf ára eða yngri hafi verið í haldi í sex daga að meðaltali. Sérfræðingar segja að börn séu sérstaklega viðkvæm fyrir því að vera haldið við aðstæður sem þessar. Vistin þar sé þeim andlegt áfall. Mörg þeirra upplifi síðar martraðir og endurlit um dvölina í skýlunum.Frá skýli fyrir unglinga sem hafa komið án fylgdar til Bandaríkjanna á Flórída.Vísir/GettySkýlin ekki byggð fyrir langtímavistun Að meðaltali hefur tugum þúsunda barna verið haldið í fjóra sólahringa að meðaltali undanfarna mánuði. Í sumum tilfellum séu allt að tvöfalt fleiri börn í skýlunum en þeim var ætlað að hýsa. Dæmi séu um að börn sofi á mottum á gólfinu. „Aðstaðan okkar er ekki byggð fyrir langtímavistun og hún er sannarlega ekki byggð til að hýsa börn í langan tíma,“ segir embættismaður landamæraeftirlitsins við Washington Post. Heilbrigðisyfirvöld segja að þau viti af um tvö þúsund börnum sem séu í haldi og bíði þess að vera flutt í betri aðstæður. Pláss sé til fyrir þau en ráðuneytið segist ekki bera ábyrgð á börnunum fyrr en þau eru flutt í hald þess. Landamærayfirvöld hafa aftur á móti ekki undan að taka við börnum og skrá þau. Alls hafa um 45.000 börn komið yfir landamærin án forráðamanna frá því í október samkvæmt upplýsingum bandarísku alríkisstjórnarinnar. Af þeim segjast yfirvöld hafa sent áfram tæplega 41.000 börn í lok apríl. Um miðjan maí segjast heilbrigðisyfirvöld hafa haft um 13.200 börn í sinni vörslu. Mörg barnanna eru sögð veikjast í margmenninu í skýlunum. Hlaupabóla og maurakláði hefur komið upp í skýlunum undanfarnar vikur. Þá lést unglingur úr inflúensu í skýli landamærayfirvalda í Río Grande-dalnum í síðustu viku. Alls hafa sex börn látist í haldi yfirvalda frá því í haust. Fimm þeirra voru frá Gvatemala og eitt frá El Salvador. Auk barnanna sem hafa komið ein yfir landamærin eru bandarísk yfirvöld með í haldi börn sem þau skildu frá foreldrum sínum í fyrra. Það var gert samkvæmt nýrri stefnu ríkisstjórnar Donalds Trump forseta sem átti að fæla fólk frá því að reyna að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. Málaferli hafa staðið yfir til að skikka yfirvöld til að koma börnunum aftur í hendur foreldra sinna. Þau hafa borið því við að þau eigi erfitt með það, meðal annars vegna þess hversu illa var haldið utan um skráningu á börnunum. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraði 5. febrúar 2019 08:44 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Grátandi og yfirgefinn í ókunnu landi Fylgdarlaus þriggja ára flóttadrengur fannst grátandi á göngu í Texas í gærmorgun. 24. apríl 2019 23:44 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Bandarísk innflytjendayfirvöld halda hundruðum barna sem hafa komið ein yfir landamærin að Mexíkó í yfirfullum skýlum meira en tvöfalt lengur en lög heimila. Sex börn hafa látist í haldi bandarískra alríkisyfirvalda frá því í september. Lög gera ráð fyrir að eftir að bandarískir landamæraverðir taka á móti bönum sem koma án forráðamanna yfir landamærin eigi að senda þau í umsjón heilbrigðisyfirvalda innan 72 klukkustunda. Þau reka skýli sem eru talin barnvænni en þau sem landamæraeftirlitið heldur úti. Gríðarlegur straumur flóttafólks frá Mið-Ameríku undanfarna mánuði og skriffinnska opinberra stofnana hefur þýtt að óafgreidd mál hafa hrannast upp. Washington Post segir að samkvæmt gögnum sem blaðið hefur undir höndum sé stór hluti þeirra um tvö þúsund barna sem komu ein yfir landamærin og eru í haldi landamæraeftirlitsins sitji í yfirfullum skýlum lengur en lögin heimila. Þeirra á meðal séu börn tólf ára eða yngri. Einn heimildarmaður blaðsins segir að um þúsund börn hafi verið í skýlunum lengur en þrjá sólahringa. Annar segir að fleiri en 250 börn tólf ára eða yngri hafi verið í haldi í sex daga að meðaltali. Sérfræðingar segja að börn séu sérstaklega viðkvæm fyrir því að vera haldið við aðstæður sem þessar. Vistin þar sé þeim andlegt áfall. Mörg þeirra upplifi síðar martraðir og endurlit um dvölina í skýlunum.Frá skýli fyrir unglinga sem hafa komið án fylgdar til Bandaríkjanna á Flórída.Vísir/GettySkýlin ekki byggð fyrir langtímavistun Að meðaltali hefur tugum þúsunda barna verið haldið í fjóra sólahringa að meðaltali undanfarna mánuði. Í sumum tilfellum séu allt að tvöfalt fleiri börn í skýlunum en þeim var ætlað að hýsa. Dæmi séu um að börn sofi á mottum á gólfinu. „Aðstaðan okkar er ekki byggð fyrir langtímavistun og hún er sannarlega ekki byggð til að hýsa börn í langan tíma,“ segir embættismaður landamæraeftirlitsins við Washington Post. Heilbrigðisyfirvöld segja að þau viti af um tvö þúsund börnum sem séu í haldi og bíði þess að vera flutt í betri aðstæður. Pláss sé til fyrir þau en ráðuneytið segist ekki bera ábyrgð á börnunum fyrr en þau eru flutt í hald þess. Landamærayfirvöld hafa aftur á móti ekki undan að taka við börnum og skrá þau. Alls hafa um 45.000 börn komið yfir landamærin án forráðamanna frá því í október samkvæmt upplýsingum bandarísku alríkisstjórnarinnar. Af þeim segjast yfirvöld hafa sent áfram tæplega 41.000 börn í lok apríl. Um miðjan maí segjast heilbrigðisyfirvöld hafa haft um 13.200 börn í sinni vörslu. Mörg barnanna eru sögð veikjast í margmenninu í skýlunum. Hlaupabóla og maurakláði hefur komið upp í skýlunum undanfarnar vikur. Þá lést unglingur úr inflúensu í skýli landamærayfirvalda í Río Grande-dalnum í síðustu viku. Alls hafa sex börn látist í haldi yfirvalda frá því í haust. Fimm þeirra voru frá Gvatemala og eitt frá El Salvador. Auk barnanna sem hafa komið ein yfir landamærin eru bandarísk yfirvöld með í haldi börn sem þau skildu frá foreldrum sínum í fyrra. Það var gert samkvæmt nýrri stefnu ríkisstjórnar Donalds Trump forseta sem átti að fæla fólk frá því að reyna að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. Málaferli hafa staðið yfir til að skikka yfirvöld til að koma börnunum aftur í hendur foreldra sinna. Þau hafa borið því við að þau eigi erfitt með það, meðal annars vegna þess hversu illa var haldið utan um skráningu á börnunum.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraði 5. febrúar 2019 08:44 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Grátandi og yfirgefinn í ókunnu landi Fylgdarlaus þriggja ára flóttadrengur fannst grátandi á göngu í Texas í gærmorgun. 24. apríl 2019 23:44 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08
Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48
Grátandi og yfirgefinn í ókunnu landi Fylgdarlaus þriggja ára flóttadrengur fannst grátandi á göngu í Texas í gærmorgun. 24. apríl 2019 23:44