Svona fór Tottenham í úrslitaleikinn: Mörk á ögurstundu, Llorente og hetjudáðir Moura | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2019 14:00 Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, smellir kossi á fyrirliðann Hugo Lloris eftir að Spurs tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. vísir/getty Tottenham leikur á morgun í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Andstæðingurinn, Liverpool, er öllu reyndari á þessu sviði og er í úrslitum Meistaradeildarinnar í níunda sinn. Úrslitaleikurinn fer fram á Wanda Metropolatino, heimavelli Atlético Madrid. Eftir þrjár umferðir í riðlakeppninni benti fátt til þess að Tottenham færi í úrslit Meistaradeildarinnar. Spurs var aðeins með eitt stig og þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum gegn PSV Eindhoven í 4. umferð riðlakeppninnar var liðið 0-1 undir. En Harry Kane kom Tottenham til bjargar með tveimur mörkum. Tottenham vann Inter, 1-0, á Wembley og í lokaumferð riðlakeppninnar gerði Spurs jafntefli við Barcelona á Nývangi, 1-1. Spurs endaði með átta stig í riðlinum, líkt og Inter, en fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli í innbyrðis viðureignum liðanna. Í 16-liða úrslitunum sló Tottenham Borussia Dortmund út, 4-0 samanlagt.Llorente skorar markið dýrmæta gegn Manchester City.vísir/gettyEnglandsmeistarar Manchester City voru andstæðingar Tottenham í 8-liða úrslitunum. Son Heung-min tryggði Spurs sigur í fyrri leiknum á Tottenham vellinum, 1-0. Hugo Lloris, fyrirliði Tottenham, átti stóran þátt í sigrinum en hann varði vítaspyrnu Sergios Agüero í leiknum. Seinni leikurinn á Etihad byrjaði með þvílíkum látum og eftir 21 mínútu var staðan 3-2, City í vil. Agüero kom City í bílstjórasætið þegar hann kom liðinu í 4-2 á 59. mínútu en varamaðurinn Fernando Llorente skaut Spurs áfram þegar hann skoraði á 73. mínútu. Raheem Sterling skoraði fyrir City í uppbótartíma en markið var dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslu. Einvígið fór 4-4 en Tottenham fór áfram á mörkum skoruðum á útivelli.Moura fagnar markinu sem skaut Tottenham í úrslitaleikinn.vísir/gettyÍ undanúrslitunum mætti Tottenham spútnikliði Ajax. Hollendingarnir unnu fyrri leikinn í London, 0-1, og voru 2-0 yfir í hálfleik í þeim seinni í Amsterdam. Þá tók Moura til sinna ráða. Brassinn skoraði tvö mörk á fjórum mínútum í upphafi seinni hálfleiks. Og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði hann svo markið sem tryggði Spurs farseðilinn til Madrídar. Öll 20 mörkin sem Tottenham hefur skorað í Meistaradeildinni í vetur má sjá hér fyrir neðan. Smella þarf á myndbandið til að horfa á YouTube. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mettilboð frá Tottenham í miðjumann Real Betis Tottenham hefur ekki keypt einn einasta leikmann í síðustu tveimur félagsskiptagluggum en nú lítur út fyrir að félagið ætli að slá félagsmetið í upphafi sumargluggans. 28. maí 2019 17:45 Tottenham vill fá leikstjórnandann í Leicester James Maddison, leikmaður Leicester City, er á óskalista Tottenham. 30. maí 2019 14:00 Trippier ekki í Þjóðadeildarhópnum hjá Southgate Ein af hetjum enska landsliðsins á HM í Rússlandi leikur ekki með því í úrslitum Þjóðadeildarinnar. 28. maí 2019 07:30 Úrslitaleikirnir í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD Úrslitaleikir Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA verða sýndir í ofurháskerpu á nýrri rás, Stöð 2 Sport UHD. 24. maí 2019 10:53 Svona fór Liverpool í úrslitaleikinn: Mané í München, Origi og kraftaverkið á Anfield | Myndband Annað árið í röð er Liverpool komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2019 10:00 Real Madrid verðmætasta félag heims og þrjú ensk á undan Liverpool Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá spænska stórliðinu Real Madrid á þessu tímabili en félagið getur þó glaðst yfir því að vera komið upp í efsta sætið sem verðmætasta félag Evrópu. 29. maí 2019 09:00 Liverpool fær miklu flottari búningsklefa í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Tottenham er skráð heimalið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi en þarf samt að sætta sig við að vera í klefa útiliðsins á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid. 28. maí 2019 15:00 Tottenham tilbúið að borga 80 milljónir punda fyrir Bournemouth-tvíeykið Mauricio Pochettino vill fá Bournemouth-mennina Callum Wilson og David Brooks til Tottenham. 25. maí 2019 10:01 Firmino verður með í úrslitaleiknum Brasilíski framherjinn er klár í slaginn eftir meiðsli. 28. maí 2019 13:00 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Tottenham leikur á morgun í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Andstæðingurinn, Liverpool, er öllu reyndari á þessu sviði og er í úrslitum Meistaradeildarinnar í níunda sinn. Úrslitaleikurinn fer fram á Wanda Metropolatino, heimavelli Atlético Madrid. Eftir þrjár umferðir í riðlakeppninni benti fátt til þess að Tottenham færi í úrslit Meistaradeildarinnar. Spurs var aðeins með eitt stig og þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum gegn PSV Eindhoven í 4. umferð riðlakeppninnar var liðið 0-1 undir. En Harry Kane kom Tottenham til bjargar með tveimur mörkum. Tottenham vann Inter, 1-0, á Wembley og í lokaumferð riðlakeppninnar gerði Spurs jafntefli við Barcelona á Nývangi, 1-1. Spurs endaði með átta stig í riðlinum, líkt og Inter, en fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli í innbyrðis viðureignum liðanna. Í 16-liða úrslitunum sló Tottenham Borussia Dortmund út, 4-0 samanlagt.Llorente skorar markið dýrmæta gegn Manchester City.vísir/gettyEnglandsmeistarar Manchester City voru andstæðingar Tottenham í 8-liða úrslitunum. Son Heung-min tryggði Spurs sigur í fyrri leiknum á Tottenham vellinum, 1-0. Hugo Lloris, fyrirliði Tottenham, átti stóran þátt í sigrinum en hann varði vítaspyrnu Sergios Agüero í leiknum. Seinni leikurinn á Etihad byrjaði með þvílíkum látum og eftir 21 mínútu var staðan 3-2, City í vil. Agüero kom City í bílstjórasætið þegar hann kom liðinu í 4-2 á 59. mínútu en varamaðurinn Fernando Llorente skaut Spurs áfram þegar hann skoraði á 73. mínútu. Raheem Sterling skoraði fyrir City í uppbótartíma en markið var dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslu. Einvígið fór 4-4 en Tottenham fór áfram á mörkum skoruðum á útivelli.Moura fagnar markinu sem skaut Tottenham í úrslitaleikinn.vísir/gettyÍ undanúrslitunum mætti Tottenham spútnikliði Ajax. Hollendingarnir unnu fyrri leikinn í London, 0-1, og voru 2-0 yfir í hálfleik í þeim seinni í Amsterdam. Þá tók Moura til sinna ráða. Brassinn skoraði tvö mörk á fjórum mínútum í upphafi seinni hálfleiks. Og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði hann svo markið sem tryggði Spurs farseðilinn til Madrídar. Öll 20 mörkin sem Tottenham hefur skorað í Meistaradeildinni í vetur má sjá hér fyrir neðan. Smella þarf á myndbandið til að horfa á YouTube.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mettilboð frá Tottenham í miðjumann Real Betis Tottenham hefur ekki keypt einn einasta leikmann í síðustu tveimur félagsskiptagluggum en nú lítur út fyrir að félagið ætli að slá félagsmetið í upphafi sumargluggans. 28. maí 2019 17:45 Tottenham vill fá leikstjórnandann í Leicester James Maddison, leikmaður Leicester City, er á óskalista Tottenham. 30. maí 2019 14:00 Trippier ekki í Þjóðadeildarhópnum hjá Southgate Ein af hetjum enska landsliðsins á HM í Rússlandi leikur ekki með því í úrslitum Þjóðadeildarinnar. 28. maí 2019 07:30 Úrslitaleikirnir í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD Úrslitaleikir Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA verða sýndir í ofurháskerpu á nýrri rás, Stöð 2 Sport UHD. 24. maí 2019 10:53 Svona fór Liverpool í úrslitaleikinn: Mané í München, Origi og kraftaverkið á Anfield | Myndband Annað árið í röð er Liverpool komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2019 10:00 Real Madrid verðmætasta félag heims og þrjú ensk á undan Liverpool Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá spænska stórliðinu Real Madrid á þessu tímabili en félagið getur þó glaðst yfir því að vera komið upp í efsta sætið sem verðmætasta félag Evrópu. 29. maí 2019 09:00 Liverpool fær miklu flottari búningsklefa í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Tottenham er skráð heimalið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi en þarf samt að sætta sig við að vera í klefa útiliðsins á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid. 28. maí 2019 15:00 Tottenham tilbúið að borga 80 milljónir punda fyrir Bournemouth-tvíeykið Mauricio Pochettino vill fá Bournemouth-mennina Callum Wilson og David Brooks til Tottenham. 25. maí 2019 10:01 Firmino verður með í úrslitaleiknum Brasilíski framherjinn er klár í slaginn eftir meiðsli. 28. maí 2019 13:00 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Mettilboð frá Tottenham í miðjumann Real Betis Tottenham hefur ekki keypt einn einasta leikmann í síðustu tveimur félagsskiptagluggum en nú lítur út fyrir að félagið ætli að slá félagsmetið í upphafi sumargluggans. 28. maí 2019 17:45
Tottenham vill fá leikstjórnandann í Leicester James Maddison, leikmaður Leicester City, er á óskalista Tottenham. 30. maí 2019 14:00
Trippier ekki í Þjóðadeildarhópnum hjá Southgate Ein af hetjum enska landsliðsins á HM í Rússlandi leikur ekki með því í úrslitum Þjóðadeildarinnar. 28. maí 2019 07:30
Úrslitaleikirnir í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD Úrslitaleikir Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA verða sýndir í ofurháskerpu á nýrri rás, Stöð 2 Sport UHD. 24. maí 2019 10:53
Svona fór Liverpool í úrslitaleikinn: Mané í München, Origi og kraftaverkið á Anfield | Myndband Annað árið í röð er Liverpool komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2019 10:00
Real Madrid verðmætasta félag heims og þrjú ensk á undan Liverpool Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá spænska stórliðinu Real Madrid á þessu tímabili en félagið getur þó glaðst yfir því að vera komið upp í efsta sætið sem verðmætasta félag Evrópu. 29. maí 2019 09:00
Liverpool fær miklu flottari búningsklefa í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Tottenham er skráð heimalið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi en þarf samt að sætta sig við að vera í klefa útiliðsins á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid. 28. maí 2019 15:00
Tottenham tilbúið að borga 80 milljónir punda fyrir Bournemouth-tvíeykið Mauricio Pochettino vill fá Bournemouth-mennina Callum Wilson og David Brooks til Tottenham. 25. maí 2019 10:01
Firmino verður með í úrslitaleiknum Brasilíski framherjinn er klár í slaginn eftir meiðsli. 28. maí 2019 13:00