Katalínan lendir á Þingvallavatni Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2019 16:08 Katalínan á Þingvallavatni síðdegis. Fjær sést í Sandey fyrir miðri mynd og Hengil til vinstri. Myndin er tekin út um glugga vélarinnar. Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. Flugmennirnir spurðu viðstadda hvort einhversstaðar í nágrenni borgarinnar væri stórt stöðuvatn sem óhætt væri að lenda á og fengu svarið: Þingvallavatn. Flugmennirnir biðu ekki boðanna og rýndu í flugkortin. Flugbáturinn sögufrægi var svo ræstur, nokkrum gestum boðið um borð, og haldið í loftið á ný. Stefnan var tekin í átt að Þingvallavatni þar sem ætlunin er að taka snertilendingu, - það er að láta flugbátinn rétt snerta vatnsflötinn en taka hann svo strax aftur á flug. Myndskeið af slíkri snertilendingu má sjá á heimasíðu flugvélarinnar. Búist er við að snertilendingin á Þingvallavatni verði nú á fimmta tímanum. Líklegt þykir að flugmennirnir velji að lenda úti á miðju vatni, fjarri vatnsbakkanum. Uppfært klukkan 16:45:Katalínan lenti tvívegis á Þingvallavatni. Lendingarstaðurinn var á austanverðu vatninu, undan Arnarfelli og Mjóanesi. Fyrri lendingin var snertilending en sú síðari venjuleg lending og síðan flugtak með fullu flugtaksbruni, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins, sem var um borð.Catalina-flugbáturinn kom til Reykjavíkur frá Skotlandi á þriðja tímanum í dag.Vísir/KMUEftir flugtak af Þingvallavatni var aftur haldið til Reykjavíkur þar sem flugbáturinn lenti um fimmleytið. Flugmennirnir höfðu jafnframt orð á því að þeir stefndu á annað útsýnisflug á morgun og jafnvel aðra lendingu á stöðuvatni, ef veðrið héldist jafngott og í dag. Catalina-flugbáturinn verður sýndur almenningi á flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli á laugardag, milli kl 12 og 16. Flugatriði á sýningunni verða milli kl. 13 og 15.Catalina í góðum félagsskap með Páli Sveinssyni á Reykjavíkurflugvelli í dag.Vísir/KMU. Bláskógabyggð Fréttir af flugi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. Flugmennirnir spurðu viðstadda hvort einhversstaðar í nágrenni borgarinnar væri stórt stöðuvatn sem óhætt væri að lenda á og fengu svarið: Þingvallavatn. Flugmennirnir biðu ekki boðanna og rýndu í flugkortin. Flugbáturinn sögufrægi var svo ræstur, nokkrum gestum boðið um borð, og haldið í loftið á ný. Stefnan var tekin í átt að Þingvallavatni þar sem ætlunin er að taka snertilendingu, - það er að láta flugbátinn rétt snerta vatnsflötinn en taka hann svo strax aftur á flug. Myndskeið af slíkri snertilendingu má sjá á heimasíðu flugvélarinnar. Búist er við að snertilendingin á Þingvallavatni verði nú á fimmta tímanum. Líklegt þykir að flugmennirnir velji að lenda úti á miðju vatni, fjarri vatnsbakkanum. Uppfært klukkan 16:45:Katalínan lenti tvívegis á Þingvallavatni. Lendingarstaðurinn var á austanverðu vatninu, undan Arnarfelli og Mjóanesi. Fyrri lendingin var snertilending en sú síðari venjuleg lending og síðan flugtak með fullu flugtaksbruni, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins, sem var um borð.Catalina-flugbáturinn kom til Reykjavíkur frá Skotlandi á þriðja tímanum í dag.Vísir/KMUEftir flugtak af Þingvallavatni var aftur haldið til Reykjavíkur þar sem flugbáturinn lenti um fimmleytið. Flugmennirnir höfðu jafnframt orð á því að þeir stefndu á annað útsýnisflug á morgun og jafnvel aðra lendingu á stöðuvatni, ef veðrið héldist jafngott og í dag. Catalina-flugbáturinn verður sýndur almenningi á flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli á laugardag, milli kl 12 og 16. Flugatriði á sýningunni verða milli kl. 13 og 15.Catalina í góðum félagsskap með Páli Sveinssyni á Reykjavíkurflugvelli í dag.Vísir/KMU.
Bláskógabyggð Fréttir af flugi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38