Enski boltinn

Segir að Van Dijk gæti ekki einu sinni hjálpað Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Arsenal taka við silfurverðlaununum eftir tapið fyrir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær.
Leikmenn Arsenal taka við silfurverðlaununum eftir tapið fyrir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær. vísir/getty
Lee Dixon, fyrrverandi leikmaður Arsenal, segir staða liðsins sé það slæm að Virgil van Dijk, besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur, gæti ekki einu sinni hjálpað því.

Arsenal tapaði 4-1 fyrir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær. Þriðja tímabilið í röð kemst Arsenal því ekki í Meistaradeild Evrópu.

„Hugarfarið er vandamálið hjá félaginu. Jafnvel þótt þú myndir setja Van Dijk inn í vörnina myndi það ekki breyta miklu eins og liðið er skipulagt þegar það er ekki með boltann,“ sagði Dixon eftir úrslitaleikinn í gær.

Hann segir að sagan og hefðin gefi Arsenal ekki neitt í dag og sé ekki nóg til að lokka stórstjörnur til félagsins.

„Sagan vinnur ekkert fyrir þig. Sagan vinnur ekki leiki,“ sagði Dixon sem varð fjórum sinnum Englandsmeistari með Arsenal.

Arsenal endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabilinu undir stjórn Unais Emery sem tók við liðinu af Arsene Wenger síðasta sumar.


Tengdar fréttir

Chelsea vann Evrópudeildina

Chelsea er sigurvegari Evrópudeildarinnar 2019 eftir sigur á Arsenal í úrslitaleiknum í Bakú í Aserbaísjan í kvöld. Arsenal mun því ekki spila í Meistaradeild Evrópu næsta vetur.

Hazard: „Ég held þetta sé kveðjustund“

Eden Hazard sagði úrslitaleik Evrópudeildarinnar hafa verið kveðjustund sína hjá Chelsea. Hazard skoraði tvö af mörkum Chelsea í 4-1 sigrinum á Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×