Skúli segir „ranga“ forsíðufrétt Stefáns Einars hafa haft neikvæð áhrif á starfsemi WOW Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2019 19:13 Skúli Mogensen í Hörpu fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur sakað Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóra viðskipta á Morgunblaðinu og höfund nýrrar bókar um fall WOW air, um að fara ítrekað með dylgjur um ósannindi um málefni flugfélagsins. Þá segir Skúli að frétt Stefáns Einars um WOW, sem birtist í Morgunblaðinu um miðjan september síðastliðinn og hafi innihaldið rangfærslur, hafi haft neikvæð áhrif á skuldabréfaútboð WOW og alla starfsemi félagsins. WOW fór í þrot í lok mars síðastliðinn. Skúli svarar orðum Stefáns Einars í færslu á Facebook. Þar segir Skúli að hann hafi ekki ætlað sér að tjá sig um skrif Stefáns Einars, en að hann geti ekki lengur orða bundist eftir orð sem hann lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Meint aðkoma Airbus Skúli rekur í færslunni sex atriði sem hann segir Stefán Einar hafa farið rangt með, meðal annars varðandi aðkomu Airbus að rekstri flugfélagsins á síðustu mánuðum og árum þess. Hann segir meðal annars það vera alfarið rangt að Ben Baldanza hafi komið í stjórn WOW air árið 2016 fyrir tilstuðlan eða þrýsting frá Airbus líkt og Stefán Einar heldur fram. Skúli segir það einnig vera alfarið rangt að hann eða aðrir í stjórn WOW hafi viljandi hundsað aðvörunarorð annara í flugheiminum og að helmingurinn af sex milljarða skuldabréfa útboði WOW air hafi verið skuldaleiðrétting eða skuldbreyting. „Þetta er rangt og stenst enga skoðun enda hefur ekkert komið fram sem styður þessa fullyrðingu Stefán Einars,“ segir Skúli.Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur nýrrar bókar um fall WOW air.VísirFréttin hafði neikvæð áhrif á starfsemi WOW Skúli segir ennfremur að Stefán Einar hafi áður borið fram alvarlegar ásakanir og rangfærslur í garð WOW air sem hafi ekki átt við rök að styðjast. „Það er ástæðan fyrir því að ég hafði engan áhuga á að ræða við hann um félagið. Alvarlegast var þegar hann fullyrti að WOW air skuldaði Isavia 2 milljarða í stórri forsíðugrein sem Morgunblaðið birti 15. september 2018 þegar við vorum á loka metrunum við að klára umrætt skuldabréfaútboð. Núna liggja fyrir gögn sem sýna svo ekki verður um villst að skuld okkar við Isavia var nær einum milljarði á þessum tíma en ekki tveim milljörðum eins og Stefán Einar fullyrti. Þessi frétt og sú umræða sem skapaðist í framhaldinu hafði mjög neikvæð áhrif á skuldabréfaútboðið og starfsemi WOW air. Eins og ég hef ítrekað sagt skorast ég ekki undan ábyrgð minni í falli félagsins og klárlega vildi ég óska þess að við hefðum gert ýmislegt öðruvísi. Ég er sannfærður að það hefði verið hægt að bjarga WOW air og þeim miklu verðmætum sem þar lágu ekki síst fyrir þjóðarbúið og íslenska neytendur. Það líður vart sá klukkutími að ég hugsi ekki um WOW air, þann frábæra hóp starfsfólks sem gerði WOW að veruleika, farþega okkar og allt sem við vorum búin að byggja upp í sameiningu,“ segir í færslunni.Sjá má færslu Skúla í heild sinni að neðan. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53 Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi verið orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. 28. maí 2019 14:30 Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. 9. júní 2019 12:45 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur sakað Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóra viðskipta á Morgunblaðinu og höfund nýrrar bókar um fall WOW air, um að fara ítrekað með dylgjur um ósannindi um málefni flugfélagsins. Þá segir Skúli að frétt Stefáns Einars um WOW, sem birtist í Morgunblaðinu um miðjan september síðastliðinn og hafi innihaldið rangfærslur, hafi haft neikvæð áhrif á skuldabréfaútboð WOW og alla starfsemi félagsins. WOW fór í þrot í lok mars síðastliðinn. Skúli svarar orðum Stefáns Einars í færslu á Facebook. Þar segir Skúli að hann hafi ekki ætlað sér að tjá sig um skrif Stefáns Einars, en að hann geti ekki lengur orða bundist eftir orð sem hann lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Meint aðkoma Airbus Skúli rekur í færslunni sex atriði sem hann segir Stefán Einar hafa farið rangt með, meðal annars varðandi aðkomu Airbus að rekstri flugfélagsins á síðustu mánuðum og árum þess. Hann segir meðal annars það vera alfarið rangt að Ben Baldanza hafi komið í stjórn WOW air árið 2016 fyrir tilstuðlan eða þrýsting frá Airbus líkt og Stefán Einar heldur fram. Skúli segir það einnig vera alfarið rangt að hann eða aðrir í stjórn WOW hafi viljandi hundsað aðvörunarorð annara í flugheiminum og að helmingurinn af sex milljarða skuldabréfa útboði WOW air hafi verið skuldaleiðrétting eða skuldbreyting. „Þetta er rangt og stenst enga skoðun enda hefur ekkert komið fram sem styður þessa fullyrðingu Stefán Einars,“ segir Skúli.Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur nýrrar bókar um fall WOW air.VísirFréttin hafði neikvæð áhrif á starfsemi WOW Skúli segir ennfremur að Stefán Einar hafi áður borið fram alvarlegar ásakanir og rangfærslur í garð WOW air sem hafi ekki átt við rök að styðjast. „Það er ástæðan fyrir því að ég hafði engan áhuga á að ræða við hann um félagið. Alvarlegast var þegar hann fullyrti að WOW air skuldaði Isavia 2 milljarða í stórri forsíðugrein sem Morgunblaðið birti 15. september 2018 þegar við vorum á loka metrunum við að klára umrætt skuldabréfaútboð. Núna liggja fyrir gögn sem sýna svo ekki verður um villst að skuld okkar við Isavia var nær einum milljarði á þessum tíma en ekki tveim milljörðum eins og Stefán Einar fullyrti. Þessi frétt og sú umræða sem skapaðist í framhaldinu hafði mjög neikvæð áhrif á skuldabréfaútboðið og starfsemi WOW air. Eins og ég hef ítrekað sagt skorast ég ekki undan ábyrgð minni í falli félagsins og klárlega vildi ég óska þess að við hefðum gert ýmislegt öðruvísi. Ég er sannfærður að það hefði verið hægt að bjarga WOW air og þeim miklu verðmætum sem þar lágu ekki síst fyrir þjóðarbúið og íslenska neytendur. Það líður vart sá klukkutími að ég hugsi ekki um WOW air, þann frábæra hóp starfsfólks sem gerði WOW að veruleika, farþega okkar og allt sem við vorum búin að byggja upp í sameiningu,“ segir í færslunni.Sjá má færslu Skúla í heild sinni að neðan.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53 Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi verið orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. 28. maí 2019 14:30 Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. 9. júní 2019 12:45 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53
Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi verið orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. 28. maí 2019 14:30
Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. 9. júní 2019 12:45