Erlent

Átta slasaðir eftir að nýuppgerð skonnorta sökk í Saxelfi

Andri Eysteinsson skrifar
Slysið varð nærri Hamburg í norður Þýskalandi.
Slysið varð nærri Hamburg í norður Þýskalandi. AP/Bodo Marks
Gólettan Elbe nr 5 sem upphaflega var byggt árið 1883 en hafði nýverið verið gert upp sökk á ánni Saxelfi nærri þýsku borginni Hamburg í dag eftir að hafa rekist á kýpverskt flutningaskip. Sex fullorðnir auk tveggja barna slösuðust í slysinu sem varð eftir að stagvending skonnortunnar hafði misheppnast. Guardian greinir frá.

43 farþegar voru um borð í Elbe nr.5 og var þeim öllum bjargað úr háska skömmu eftir áreksturinn en viðbragðsaðilar voru við störf skömmu frá sökum annars útkalls. „Ef við hefðum ekki verið í nágrenninu hefði einhver látið lífið,“ agði Wilfried Spriekels einn viðbragðsaðilanna.

Elbe nr.5 var eins og áður sagði smíðað árið 1883, á þriðja áratug síðustu aldar komst skipið í eigu Bandaríska ævintýramannsins Warwick Thompson sem nýtti skipið sem heimili sitt. Árið 2002 var skipið selt aftur til Þýskalands þar sem það hefur verið notað fyrir skemmtisiglingar á Saxelfi.

Síðustu níu mánuði hefur hins vegar verið unnið að endurbótum á Elbe nr.5 og var skipt úr viðnum á ytra byrði skipsins auk þess sem að skipt var um skut skipsins. Siglingar á Elbe nr.5 hófust aftur um síðustu mánaðamót en nú er ljóst að töluverður tími er þangað til að Elbe nr.5 verður sjófært að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×