Milljarðar í hættu vegna gróðurelda Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2019 11:38 Sumarhúsabyggðin í Grímsnesi er ansi viðkvæm gagnvart gróðurheldum. FBLHAG Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu vonar innilega að fólk fari varlega með eldfæri úti í náttúrunni í þeirri þurrka tíð sem nú stendur yfir. Veðurstofa Íslands varaði við því í morgun að gróður sé orðinn mjög þurr um landið sunnan—og vestanvert með aukinni hættu á gróðureldum. Pétur Pétursson er slökkviliðsstjóri í Árnessýslu biður fólk um að vera á varðbergi gagnvart gróðureldum og grípa inn í ef það sér eld og reyna að kæfa hann í fæðingu. Fyrir utan þau mannslíf sem gætu verið í húfi þá er afar mikið undir fjárhagslega, sérstaklega í sumarhúsabyggðinni í Grímsnesi þar sem er mikill trjágróður og eignir inni á milli sem skipta milljörðum í virði. Brunavarnir Árnessýslu hafa undanfarið haldið fyrirlestra fyrir búnaðar- og sumarhúsafélög þar sem farið er yfir hætturnar af gróðureldum og hvernig sé best að reyna að koma í veg fyrir þá. Pétur segir sumarhúsaeigendur afar meðvitaða um þessa hættu. Það gera sér þó ekki allir grein fyrir henni. Slökkviliðsmenn voru nýverið kallaðir út vegna gróðurelds á Nesjavöllum þar sem ferðamaður hafði skottast upp á fjall og kveikt í einnota grilli á þurrum mosa.Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri í Árnessýslu.Vísir/Jóhann K.Biður Pétur reykingafólk sérstaklega að huga að því hvernig það gengur frá sígarettustubbum út í náttúrunni. Þeir sem ætla að nota einnota grill verða að tryggja að ekki sé kveikt í því ofan á þurrum gróðri og ganga frá því að viðeigandi hátt. Reykingar og grill eru helstu áhættuþættirnir þegar kemur að gróðureldum sem kvikna vegna gáleysis manna. Þá geta gróðureldar kviknað þegar bifreiðum er ekið í grónu landslagi. Slökkviliðsmenn þurftu til dæmis einu sinni að bregðast hratt við þegar ökumaður hafði fest bíl í grónu landi en þar kviknaði eldur þegar pústið komst í snertingu við þurra sinu. Þá getur brotnað úr bremsudiskum og brotin kastast í þurran gróður en Pétur tekur fram að það sé hins vegar erfitt fyrir ökumenn að taka eftir því. Þá rekur Pétur sögu af sumarhúsaeiganda sem ætlaði að útrýma öllu illgresi í garðinum með svokölluðum illgresisbrennara. „Það er ekki góð hugmynd í svona tíð í bústaðnum,“ segir Pétur. Hann hvetur sumarhúsaeigendur til að vera á varðbergi og hafa garðslöngurnar klára og sinuklöppur til að geta brugðist nógu hratt við ef gróðureldur kviknar. Pétur segir slökkviliðsmenn á Suðurlandi vana ýmsu en ekki sé hægt að segja að þeir séu rólegir yfir þeirri tíð sem er fram undan miðað við veðurspána. Í Árnessýslu eru sjö starfsstöðvar og 120 slökkviliðsmenn til taks sem eru vel tækjum búnir. Slökkvilið Veður Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu vonar innilega að fólk fari varlega með eldfæri úti í náttúrunni í þeirri þurrka tíð sem nú stendur yfir. Veðurstofa Íslands varaði við því í morgun að gróður sé orðinn mjög þurr um landið sunnan—og vestanvert með aukinni hættu á gróðureldum. Pétur Pétursson er slökkviliðsstjóri í Árnessýslu biður fólk um að vera á varðbergi gagnvart gróðureldum og grípa inn í ef það sér eld og reyna að kæfa hann í fæðingu. Fyrir utan þau mannslíf sem gætu verið í húfi þá er afar mikið undir fjárhagslega, sérstaklega í sumarhúsabyggðinni í Grímsnesi þar sem er mikill trjágróður og eignir inni á milli sem skipta milljörðum í virði. Brunavarnir Árnessýslu hafa undanfarið haldið fyrirlestra fyrir búnaðar- og sumarhúsafélög þar sem farið er yfir hætturnar af gróðureldum og hvernig sé best að reyna að koma í veg fyrir þá. Pétur segir sumarhúsaeigendur afar meðvitaða um þessa hættu. Það gera sér þó ekki allir grein fyrir henni. Slökkviliðsmenn voru nýverið kallaðir út vegna gróðurelds á Nesjavöllum þar sem ferðamaður hafði skottast upp á fjall og kveikt í einnota grilli á þurrum mosa.Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri í Árnessýslu.Vísir/Jóhann K.Biður Pétur reykingafólk sérstaklega að huga að því hvernig það gengur frá sígarettustubbum út í náttúrunni. Þeir sem ætla að nota einnota grill verða að tryggja að ekki sé kveikt í því ofan á þurrum gróðri og ganga frá því að viðeigandi hátt. Reykingar og grill eru helstu áhættuþættirnir þegar kemur að gróðureldum sem kvikna vegna gáleysis manna. Þá geta gróðureldar kviknað þegar bifreiðum er ekið í grónu landslagi. Slökkviliðsmenn þurftu til dæmis einu sinni að bregðast hratt við þegar ökumaður hafði fest bíl í grónu landi en þar kviknaði eldur þegar pústið komst í snertingu við þurra sinu. Þá getur brotnað úr bremsudiskum og brotin kastast í þurran gróður en Pétur tekur fram að það sé hins vegar erfitt fyrir ökumenn að taka eftir því. Þá rekur Pétur sögu af sumarhúsaeiganda sem ætlaði að útrýma öllu illgresi í garðinum með svokölluðum illgresisbrennara. „Það er ekki góð hugmynd í svona tíð í bústaðnum,“ segir Pétur. Hann hvetur sumarhúsaeigendur til að vera á varðbergi og hafa garðslöngurnar klára og sinuklöppur til að geta brugðist nógu hratt við ef gróðureldur kviknar. Pétur segir slökkviliðsmenn á Suðurlandi vana ýmsu en ekki sé hægt að segja að þeir séu rólegir yfir þeirri tíð sem er fram undan miðað við veðurspána. Í Árnessýslu eru sjö starfsstöðvar og 120 slökkviliðsmenn til taks sem eru vel tækjum búnir.
Slökkvilið Veður Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira