Síðustu leikjum dagsins í undankeppni EM 2020 er lokið.
Þjóðverjar eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki í C-riðli en þeir þýsku unnu 0-2 sigur á Hvíta-Rússlandi í dag þar sem Leroy Sane og Marco Reus sáu um markaskorun.
Ítalir gerðu góða ferð til Grikklands þar sem þeir skoruðu þrjú mörk á fyrsta hálftímanum. Nicolo Barello, Lorenzo Insigne og Leonardo Bonucci sáu til þess að Ítalir unnu öruggan 0-3 sigur.
Skotar unnu dramatískan sigur á Kýpur þar sem Oliver Burke tryggði Skotum sigurinn á lokamínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur 2-1 fyrir Skotum en liðin leika í I-riðli. Í sama riðli áttu Belgar ekki í nokkrum einustu vandræðum með Kasakstan þar sem lokatölur urðu 3-0 fyrir Belgíu. Romelu Lukaku, Timothy Castagne og Dries Mertens á skotskónum.
Stöð 2 Sport sýnir beint frá leikjum í undankeppni EM 2020 en dagskrána má nálgast hér.
Þýskaland, Ítalía og Belgía með fullt hús stiga
Arnar Geir Halldórsson skrifar
