Hamrén sendi fjölskyldunni fingurkossa eftir leikinn: „Þetta er hefð“

Fjölskylda þess sænska var í stúkunni á Laugardalsvellinum í dag og hann sendi þeim fingurkossa eftir leikinn.
„Þetta voru kossar fyrir fjölskylduna. Þetta er hefð hjá okkur,“ sagði Hamrén á blaðamannafundi eftir leikinn.
Hann sagði að dóttir sín hafi stappað í hann stálinu fyrir leik.
„Dóttir mín, sem býr í New York, sagði að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Við þurfum kannski alltaf að hafa hana hérna,“ sagði Hamrén sem fagnaði sínum öðrum sigri sem landsliðsþjálfari Íslands í dag.
Tengdar fréttir

Byrjunarlið Íslands: Arnór og Albert á bekknum
Óvænt tíðindi af byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Albaníu.

Þjálfari Albaníu: Óverðskuldaður sigur Íslands
Eduardo Reja var ekki sáttur með úrslitin í leik Íslands og Albaníu.

Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“
Twitter var vel á lífi í dag.

Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur
Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag.

Jóhann Berg: Það eru allir búnir að vera tala um að við séum gamlir og þreyttir
Gull mark Jóhanns Bergs tryggði Íslandi sigur á Albaníu fyrr í dag.

Umfjöllun: Ísland - Albanía 1-0 | Iðnaðarsigur gegn Albaníu
Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik.

Gylfi: Við ætlum okkur á annað stórmót
Everton-maðurinn var besti maður vallarins í Laugardalnum í kvöld.

Hamrén: Stefnum á sex stig og þrjú stig er góð byrjun
Landsliðsþjálfarinn var sáttur eftir sigurinn á Albaníu í dag.

Aron Einar: Ætluðum að ná í þrjú stig sama hvernig við spiluðum
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með stigin þrjú sem Ísland sótti gegn Albaníu í undankeppni EM 2020.