Aron Einar: Ætluðum að ná í þrjú stig sama hvernig við spiluðum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. júní 2019 15:50 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með stigin þrjú sem Ísland sótti gegn Albaníu í undankeppni EM 2020. „Við vorum að leita eftir þremur punktum, sama hvernig það færi og sama hvernig við spiluðum,“ sagði Aron Einar við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. Ísland vann 1-0 sigur með marki frá Jóhanni Berg Guðmundssyni í fyrri hálfleik. „Mér fannst við vera virkilega þéttir í dag, þeir fengu engin færi sem ég man eftir. Nokkrir krossar sem við díluðum við.“ „Við vissum að við höfum þessi gæði í liðinu til þess að klára leiki og Jói gerði það svo sannarlega í dag.“ Þrátt fyrir mikilvægan sigur var frammistaða íslenska liðsins ekki sú besta sem þeir hafa sýnt, þurfa þeir ekki að gera betur á móti Tyrkjum á þriðjudag? „Jú, mér fannst við, sérstaklega undir lokin, hefðum átt að binda sendingarnar betur. Úrslitasendingar sem voru ekki að finna rétta menn. Vantaði smá gæði í þann part af leiknum.“ „Við hefðum getað keyrt skyndisóknir á þá margoft og erum vanalega góðir í því, en við vorum kannski aðeins of passívir. En það kemur með pressunni.“ „Það eru allir búnir að setja pressu á okkur og segja okkur að rífa okkur í gang. Þrír punktar eru virkilega mikilvægir fyrir sjálfstraustið. Nú er vonandi að fólkið flykki sér á völlinn á þriðjudaginn og taki þátt í þessari velgengni og vegferð með okkur því við ætlum okkur á EM.“ Ísland fékk nokkuð mikið af innköstum upp við vítateig andstæðingsins í leiknum, þar sem Aron Einar tók sín löngu innköst. Hvernig fór öxlin út úr þeim öllum? „Öxlin er öll að koma til. En við nýttum þetta ekki nógu vel og þurfum að fara aðeins betur yfir það.“ Tyrkland er næst á dagskrá á þriðjudagskvöld. Íslenska liðið þarf líklega að spila aðeins betri leik til að fara með sigur þar, enda Tyrkir á blaðinu sterkari andstæðingur. „Við vinnum það. Við þurfum að nýta það að við eigum tvo heimaleiki en þeir þurfa að fara í langt ferðalag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með stigin þrjú sem Ísland sótti gegn Albaníu í undankeppni EM 2020. „Við vorum að leita eftir þremur punktum, sama hvernig það færi og sama hvernig við spiluðum,“ sagði Aron Einar við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. Ísland vann 1-0 sigur með marki frá Jóhanni Berg Guðmundssyni í fyrri hálfleik. „Mér fannst við vera virkilega þéttir í dag, þeir fengu engin færi sem ég man eftir. Nokkrir krossar sem við díluðum við.“ „Við vissum að við höfum þessi gæði í liðinu til þess að klára leiki og Jói gerði það svo sannarlega í dag.“ Þrátt fyrir mikilvægan sigur var frammistaða íslenska liðsins ekki sú besta sem þeir hafa sýnt, þurfa þeir ekki að gera betur á móti Tyrkjum á þriðjudag? „Jú, mér fannst við, sérstaklega undir lokin, hefðum átt að binda sendingarnar betur. Úrslitasendingar sem voru ekki að finna rétta menn. Vantaði smá gæði í þann part af leiknum.“ „Við hefðum getað keyrt skyndisóknir á þá margoft og erum vanalega góðir í því, en við vorum kannski aðeins of passívir. En það kemur með pressunni.“ „Það eru allir búnir að setja pressu á okkur og segja okkur að rífa okkur í gang. Þrír punktar eru virkilega mikilvægir fyrir sjálfstraustið. Nú er vonandi að fólkið flykki sér á völlinn á þriðjudaginn og taki þátt í þessari velgengni og vegferð með okkur því við ætlum okkur á EM.“ Ísland fékk nokkuð mikið af innköstum upp við vítateig andstæðingsins í leiknum, þar sem Aron Einar tók sín löngu innköst. Hvernig fór öxlin út úr þeim öllum? „Öxlin er öll að koma til. En við nýttum þetta ekki nógu vel og þurfum að fara aðeins betur yfir það.“ Tyrkland er næst á dagskrá á þriðjudagskvöld. Íslenska liðið þarf líklega að spila aðeins betri leik til að fara með sigur þar, enda Tyrkir á blaðinu sterkari andstæðingur. „Við vinnum það. Við þurfum að nýta það að við eigum tvo heimaleiki en þeir þurfa að fara í langt ferðalag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira