Þrjú stig eru nauðsynleg í þessum leik Hjörvar Ólafsson skrifar 8. júní 2019 08:30 Það er mikil pressa á leikmönnum og þjálfurum íslenska liðsins sem mætir Albaníu í hádeginu. Liðið þarf á sigri að halda í baráttunni um að komast í lokakeppnina. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ísland mætir Albaníu í þriðju umferð í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu karla á Laugardalsvelli í hádeginu í dag. Líklegt er að liðin muni berjast við Tyrkland um annað sætið í riðlinum. Ísland og Albanía eru jöfn að stigum með Megininntak þess sem fram hefur komið í samtölum fjölmiðla við leikmenn og þjálfara íslenska liðsins í vikunni er að þessi leikur sé lykilleikur fyrir framhaldið og þrjú stig séu lífsnauðsynleg í baráttu liðsins um beint sæti í lokakeppni mótsins. Staðan hvað meiðsli burðarása liðsins hefur aldrei verði betri í stjóratíð Eriks Hamrén en Alfreð Finnbogason er eini leikmaðurinn sem liggur fyrir að verði ekki með í leiknum. Þá var Hamrén vongóður um að Jóhann Berg Guðmundsson sem hefur verið í endurhæfingu vegna meiðsla á kálfa í vikunni og Kári Árnason, Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson sem komu til móts við hópinn nýstignir upp úr meiðslum eða með eymsli í farteskinu verði leikfærir í dag. Albanía er lið sem ljóst er að leikmenn og þjálfarar taka alvarlega og eru meðvitaðir um styrkleika liðsins. Liðið tók þátt í síðustu lokakeppni EM og stóð sig vel í leikjum sínum gegn Frakklandi og Sviss og hafði betur gegn Rúmeníu. Það dugði þeim hins vegar ekki til þess að komast upp úr riðlinum. Síðan þá hefur liðið verið á svipaðri vegferð og íslenska liðið. Mætt sterkum þjóðum þar sem þeir veita harða mótspyrnu en úrslitin eru ekki þeim í vil. Þetta er fimmta sinn sem liðin mætast í mótsleik en liðin mættust í undankeppni EM 1992 þar sem Albanir fóru með sigur af hólmi á heimavelli en Atli Eðvaldsson og Arnór Guðjohnsen tryggðu íslenskan sigur á Laugardalsvellinum. Þá mættust liðin í undankeppni HM 2014 þar sem Ísland hafði betur í báðum leikjunum 2-1, en Birkir Bjarnason skoraði bæði í heimasigrinum og útisigrinum en Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum á heimavelli og sigurmark Gylfa Þórs Sigurðssonar í Tirana var stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. „Eins og staðan er núna eru allir leikmenn sem valdir voru í leikmannahópinn leikfærir en það getur ýmislegt breyst eftir að við æfum. Við vonumst til þess að Jóhann Berg geti spilað og það lítur vel út með það. Aðrir leikmenn sem hafa verið að glíma við meiðsli eða eymsli hafa verið að stíga skref í rétta átt í vikunni og ég er vongóður um að þeir geti spilað,“ sagði Hamrén á blaðamannafundi í gær. „Við viljum gera Laugardalsvöllinn að því sterka vígi sem hann var á nýjan leik og stefnum að því að sigra í þessum leik. Mér finnst umræðan frá Albönunum um að við séum lið sem er á niðurleið ekki eiga rétt á sér þar sem kjarninn í liðinu eru leikmenn á besta aldri sem eru á þeim stað á ferlinum að þeir eru að toppa. Mér hefur fundist ákefðin á æfingunum hafa verið góð og mér sýnist leikmenn almennt vera ferskir og hungraðir fyrir næstu leikjum liðsins,“ sagði Aron Einar Gunnarson, fyrirliði íslenska liðsins, á blaðamannafundinum. Hann kvaðst sjálfur vera í mjög góðu standi og mjög spenntur fyrir komandi verkefnum. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Ísland mætir Albaníu í þriðju umferð í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu karla á Laugardalsvelli í hádeginu í dag. Líklegt er að liðin muni berjast við Tyrkland um annað sætið í riðlinum. Ísland og Albanía eru jöfn að stigum með Megininntak þess sem fram hefur komið í samtölum fjölmiðla við leikmenn og þjálfara íslenska liðsins í vikunni er að þessi leikur sé lykilleikur fyrir framhaldið og þrjú stig séu lífsnauðsynleg í baráttu liðsins um beint sæti í lokakeppni mótsins. Staðan hvað meiðsli burðarása liðsins hefur aldrei verði betri í stjóratíð Eriks Hamrén en Alfreð Finnbogason er eini leikmaðurinn sem liggur fyrir að verði ekki með í leiknum. Þá var Hamrén vongóður um að Jóhann Berg Guðmundsson sem hefur verið í endurhæfingu vegna meiðsla á kálfa í vikunni og Kári Árnason, Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson sem komu til móts við hópinn nýstignir upp úr meiðslum eða með eymsli í farteskinu verði leikfærir í dag. Albanía er lið sem ljóst er að leikmenn og þjálfarar taka alvarlega og eru meðvitaðir um styrkleika liðsins. Liðið tók þátt í síðustu lokakeppni EM og stóð sig vel í leikjum sínum gegn Frakklandi og Sviss og hafði betur gegn Rúmeníu. Það dugði þeim hins vegar ekki til þess að komast upp úr riðlinum. Síðan þá hefur liðið verið á svipaðri vegferð og íslenska liðið. Mætt sterkum þjóðum þar sem þeir veita harða mótspyrnu en úrslitin eru ekki þeim í vil. Þetta er fimmta sinn sem liðin mætast í mótsleik en liðin mættust í undankeppni EM 1992 þar sem Albanir fóru með sigur af hólmi á heimavelli en Atli Eðvaldsson og Arnór Guðjohnsen tryggðu íslenskan sigur á Laugardalsvellinum. Þá mættust liðin í undankeppni HM 2014 þar sem Ísland hafði betur í báðum leikjunum 2-1, en Birkir Bjarnason skoraði bæði í heimasigrinum og útisigrinum en Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum á heimavelli og sigurmark Gylfa Þórs Sigurðssonar í Tirana var stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. „Eins og staðan er núna eru allir leikmenn sem valdir voru í leikmannahópinn leikfærir en það getur ýmislegt breyst eftir að við æfum. Við vonumst til þess að Jóhann Berg geti spilað og það lítur vel út með það. Aðrir leikmenn sem hafa verið að glíma við meiðsli eða eymsli hafa verið að stíga skref í rétta átt í vikunni og ég er vongóður um að þeir geti spilað,“ sagði Hamrén á blaðamannafundi í gær. „Við viljum gera Laugardalsvöllinn að því sterka vígi sem hann var á nýjan leik og stefnum að því að sigra í þessum leik. Mér finnst umræðan frá Albönunum um að við séum lið sem er á niðurleið ekki eiga rétt á sér þar sem kjarninn í liðinu eru leikmenn á besta aldri sem eru á þeim stað á ferlinum að þeir eru að toppa. Mér hefur fundist ákefðin á æfingunum hafa verið góð og mér sýnist leikmenn almennt vera ferskir og hungraðir fyrir næstu leikjum liðsins,“ sagði Aron Einar Gunnarson, fyrirliði íslenska liðsins, á blaðamannafundinum. Hann kvaðst sjálfur vera í mjög góðu standi og mjög spenntur fyrir komandi verkefnum.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira