Duffy bjargaði stigi fyrir Íra Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. júní 2019 21:00 vísir/epa Danir þurftu að sætta sig við jafntefli gegn Írum á heimavelli í undankeppni EM 2020 og eru án sigurs eftir tvo leiki. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom varamaðurinn Pierre-Emile Hojberg Dönum yfir aðeins fjórum mínútum eftir að hann kom inn á völlinn. Danir virtust ætla að ná mikilvægum þremur stigum en Shane Duffy jafnaði með skalla upp úr aukaspyrnu á 85. mínútu og lauk leik með 1-1 jafntefli. Í sama riðli átti Georgía ekki í vandræðum með Gíbraltar á sínum heimavelli og vann 3-0 sigur. Írar sitja ósigraðir á toppi riðilsins með sjö stig en þeir hafa spilað þrjá leiki. Úkraínumenn eru í góðum málum í B-riðli eftir 5-0 stórsigur á Serbum. Viktor Tsygankov og Evgen Konoplyanka gerðu tvö mörk hvor og Roman Yaremchuk skoraði eitt. Þeir eru á toppi riðilsins með sjö stig eftir sjö leiki en Serbar eru á botninum með eitt stig eftir tvo leiki. Litháen og Lúxemborg gerðu 1-1 jafntefli í B-riðlinum þar sem Litháar náðu jafnteflinu þrátt fyrir að vera manni færri allan seinni hálfleikinn. Gerson Rodrigues kom Lúxemborg yfir á 21. mínútu og voru gestirnir komnir í vænlega stöðu þegar Saulius Mikoliunas fékk sitt seinna gula spjald á 42. mínútu og var sendur snemma í sturtu. Þrátt fyrir liðsmuninn skorað Litháen á 74. mínútu leiksins og náði að hanga á jafnteflinu. Undir lokin urðu heimamenn níu á vellinum þegar Modestas Vorobjovas fékk sitt seinna gula spjald í uppbótartíma.Úrslit kvöldsins í undankeppni EM 2020:A-riðill: Svartfjallaland-Kósóvó 1-1 Tékkland-Búlgaría 2-1B-riðill: Úkraína-Serbía 5-0 Litháen-Lúxemborg 1-1D-riðill: Georgía-Gíbraltar 3-0 Danmörk-Írland 1-1F-riðill: Noregur-Rúmenía 2-2 Færeyjar-Spánn 1-4 Svíþjóð-Malta 3-0G-riðill: Lettland-Ísrael 0-3 Norður-Makedónía-Pólland 0-1 Austurríki-Slóvenía 1-0 EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Danir þurftu að sætta sig við jafntefli gegn Írum á heimavelli í undankeppni EM 2020 og eru án sigurs eftir tvo leiki. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom varamaðurinn Pierre-Emile Hojberg Dönum yfir aðeins fjórum mínútum eftir að hann kom inn á völlinn. Danir virtust ætla að ná mikilvægum þremur stigum en Shane Duffy jafnaði með skalla upp úr aukaspyrnu á 85. mínútu og lauk leik með 1-1 jafntefli. Í sama riðli átti Georgía ekki í vandræðum með Gíbraltar á sínum heimavelli og vann 3-0 sigur. Írar sitja ósigraðir á toppi riðilsins með sjö stig en þeir hafa spilað þrjá leiki. Úkraínumenn eru í góðum málum í B-riðli eftir 5-0 stórsigur á Serbum. Viktor Tsygankov og Evgen Konoplyanka gerðu tvö mörk hvor og Roman Yaremchuk skoraði eitt. Þeir eru á toppi riðilsins með sjö stig eftir sjö leiki en Serbar eru á botninum með eitt stig eftir tvo leiki. Litháen og Lúxemborg gerðu 1-1 jafntefli í B-riðlinum þar sem Litháar náðu jafnteflinu þrátt fyrir að vera manni færri allan seinni hálfleikinn. Gerson Rodrigues kom Lúxemborg yfir á 21. mínútu og voru gestirnir komnir í vænlega stöðu þegar Saulius Mikoliunas fékk sitt seinna gula spjald á 42. mínútu og var sendur snemma í sturtu. Þrátt fyrir liðsmuninn skorað Litháen á 74. mínútu leiksins og náði að hanga á jafnteflinu. Undir lokin urðu heimamenn níu á vellinum þegar Modestas Vorobjovas fékk sitt seinna gula spjald í uppbótartíma.Úrslit kvöldsins í undankeppni EM 2020:A-riðill: Svartfjallaland-Kósóvó 1-1 Tékkland-Búlgaría 2-1B-riðill: Úkraína-Serbía 5-0 Litháen-Lúxemborg 1-1D-riðill: Georgía-Gíbraltar 3-0 Danmörk-Írland 1-1F-riðill: Noregur-Rúmenía 2-2 Færeyjar-Spánn 1-4 Svíþjóð-Malta 3-0G-riðill: Lettland-Ísrael 0-3 Norður-Makedónía-Pólland 0-1 Austurríki-Slóvenía 1-0
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira