Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2019 07:45 Patrick Kapuwa, forseti friðar- og öryggissviðs Afríkusambandsins, á fundi þess um að frysta aðild Súdans að sambandinu í gær. Nordicphotos/AFP Afríkusambandið ákvað í gær að frysta aðild Súdans að sambandinu vegna þess ofbeldis sem súdanski herinn hefur beitt mótmælendur í vikunni. Friðar- og öryggissvið Afríkusambandsins greindi frá þessu í yfirlýsingu í gær. Súdan mun því ekki geta tekið þátt í samstarfinu þar til almennir borgarar fá að koma að stjórn landsins og deilan í ríkinu hefur verið leyst. Ákvörðunin var tekin á neyðarfundi Afríkusambandsríkja í eþíópísku borginni Addis Ababa. Moussa Faki Mahamat, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, hefur kallað eftir tafarlausri rannsókn á málinu svo þeir sem ábyrgir eru fyrir árásunum sleppi ekki. Nokkur óánægja ríkir með viðbrögðin og þykir ýmsum þau koma of seint, að því er Al Jazeera greinir frá. Joseph Ochieno stjórnmálagreinandi sagði í viðtali við katarska miðilinn að tilkynningin kæmi einfaldlega „fullseint“. Mótmælt hefur verið af krafti í Súdan frá því í desember síðastliðnum. Upphaflega snerust mótmælin um að koma Omar al-Bashir forseta frá völdum. Herinn steypti al-Bashir af stóli þann 11. apríl og við tók herforingjastjórn til bráðabirgða. Mótmælendur kröfðust þess þá að fá almennar kosningar um nýja ríkisstjórn og viðræður við herforingjastjórnina hófust. Mótmælendur sneru þó ekki til síns heima og héldu þess í stað áfram að mótmæla herforingjastjórninni. Á mánudag réðst herinn á mótmælendur í höfuðborginni Kartúm og Abdel Fattah al-Burhan, herstjóri og leiðtogi bráðabirgðastjórnarinnar, sagði viðræðum slitið. Al-Burhan skipti um skoðun nokkru seinna, sagði að kosið yrði innan níu mánaða og bauð leiðtogum mótmælahreyfingarinnar aftur til viðræðna en því boði hefur verið hafnað á þeim grundvelli að mótmælendur telja sig ekki geta treyst hernum eftir blóðbaðið. Rúmlega hundrað hafa farist í aðgerðum hersins að því er samtök súdanskra lækna, tengd stjórnarandstöðunni, segja frá. Þar af hefur jarðneskum leifum 40 mótmælenda verið bjargað úr ánni Níl. Herforingjastjórnin tjáði sig fyrst um tölu látinna í gær og hafnaði því að hún væri svo há. Talan væri „í mesta lagi“ 46. Mohammed Hamadan, einn leiðtoga herforingjastjórnarinnar, hefur komið hernum til varnar. Sagt að öfgamenn og eiturlyfjasalar hefðu komið sér inn í mótmælendahreyfinguna. Talsmenn mótmælendahreyfingarinnar eru hvergi nærri hættir þrátt fyrir mannfallið. Þeir fóru í gær fram á að íbúar landsins lokuðu vegum og brúm til þess að „lama daglegt líf“ víðs vegar um landið. Það væri andsvar við aðgerðum súdanska hersins. Í von um að það takist að leysa deiluna mun Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, ferðast til Súdans í dag. Reuters hafði eftir heimildarmönnum úr utanríkisþjónustu Eþíópíu að Ahmed ætlaði sér að reyna að miðla málum á milli hers og mótmælenda. Birtist í Fréttablaðinu Súdan Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Afríkusambandið ákvað í gær að frysta aðild Súdans að sambandinu vegna þess ofbeldis sem súdanski herinn hefur beitt mótmælendur í vikunni. Friðar- og öryggissvið Afríkusambandsins greindi frá þessu í yfirlýsingu í gær. Súdan mun því ekki geta tekið þátt í samstarfinu þar til almennir borgarar fá að koma að stjórn landsins og deilan í ríkinu hefur verið leyst. Ákvörðunin var tekin á neyðarfundi Afríkusambandsríkja í eþíópísku borginni Addis Ababa. Moussa Faki Mahamat, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, hefur kallað eftir tafarlausri rannsókn á málinu svo þeir sem ábyrgir eru fyrir árásunum sleppi ekki. Nokkur óánægja ríkir með viðbrögðin og þykir ýmsum þau koma of seint, að því er Al Jazeera greinir frá. Joseph Ochieno stjórnmálagreinandi sagði í viðtali við katarska miðilinn að tilkynningin kæmi einfaldlega „fullseint“. Mótmælt hefur verið af krafti í Súdan frá því í desember síðastliðnum. Upphaflega snerust mótmælin um að koma Omar al-Bashir forseta frá völdum. Herinn steypti al-Bashir af stóli þann 11. apríl og við tók herforingjastjórn til bráðabirgða. Mótmælendur kröfðust þess þá að fá almennar kosningar um nýja ríkisstjórn og viðræður við herforingjastjórnina hófust. Mótmælendur sneru þó ekki til síns heima og héldu þess í stað áfram að mótmæla herforingjastjórninni. Á mánudag réðst herinn á mótmælendur í höfuðborginni Kartúm og Abdel Fattah al-Burhan, herstjóri og leiðtogi bráðabirgðastjórnarinnar, sagði viðræðum slitið. Al-Burhan skipti um skoðun nokkru seinna, sagði að kosið yrði innan níu mánaða og bauð leiðtogum mótmælahreyfingarinnar aftur til viðræðna en því boði hefur verið hafnað á þeim grundvelli að mótmælendur telja sig ekki geta treyst hernum eftir blóðbaðið. Rúmlega hundrað hafa farist í aðgerðum hersins að því er samtök súdanskra lækna, tengd stjórnarandstöðunni, segja frá. Þar af hefur jarðneskum leifum 40 mótmælenda verið bjargað úr ánni Níl. Herforingjastjórnin tjáði sig fyrst um tölu látinna í gær og hafnaði því að hún væri svo há. Talan væri „í mesta lagi“ 46. Mohammed Hamadan, einn leiðtoga herforingjastjórnarinnar, hefur komið hernum til varnar. Sagt að öfgamenn og eiturlyfjasalar hefðu komið sér inn í mótmælendahreyfinguna. Talsmenn mótmælendahreyfingarinnar eru hvergi nærri hættir þrátt fyrir mannfallið. Þeir fóru í gær fram á að íbúar landsins lokuðu vegum og brúm til þess að „lama daglegt líf“ víðs vegar um landið. Það væri andsvar við aðgerðum súdanska hersins. Í von um að það takist að leysa deiluna mun Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, ferðast til Súdans í dag. Reuters hafði eftir heimildarmönnum úr utanríkisþjónustu Eþíópíu að Ahmed ætlaði sér að reyna að miðla málum á milli hers og mótmælenda.
Birtist í Fréttablaðinu Súdan Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira