Lítið lært Hörður Ægisson skrifar 7. júní 2019 07:00 Eina stærstu frétt vikunnar var að finna í tilkynningu Seðlabankans á mánudagsmorgun um nýjar tölur um greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins. Á fyrstu þremur mánuðum ársins batnaði hrein staða þjóðarbúsins um hvorki meira né minna en 270 milljarða og er núna jákvæð sem nemur 21 prósenti af landsframleiðslu. Aldrei hefur staðan verið betri í lýðveldissögunni – Íslendingar hafa ávallt verið lántakendur við útlönd – og er hún nú ein sú hagfelldasta í allri Evrópu. Ástæða er til að ætla að þessi breyting sé varanleg sem endurspeglar þá kerfisbreytingu sem hefur orðið á grunngerð hagkerfisins. Þetta átti samt ekki að vera hægt. Litið aftur til ársins 2013, þegar erlend staða þjóðarbúsins var neikvæð um þúsund milljarða og raunverulegar áhyggjur voru um sjálfbærni skuldastöðunnar ef illa færi við losun hafta, áttu fáir von á þessum árangri. Þá einskorðaðist leið sumra, einkum stjórnmála- og embættismanna, við það að fara bónleiðina til Evrópska seðlabankans og slá þar risalán í evrum til að hleypa krónueignum erlendra kröfuhafa úr landi. Sem betur fer var önnur leið farin. Vel heppnuð áætlun um afnám hafta, byggð á sérsniðnum innlendum lausnum, breytti stöðunni á einni nóttu þegar kröfuhafar samþykktu að framselja krónueignir að virði meira en 500 milljarðar endurgjaldslaust til ríkisins – og um leið tóku væntingar innlendra og erlendra fjárfesta, ásamt fyrirtækjum og almenningi, stakkaskiptum gagnvart framtíð hagkerfisins. Nú telja hins vegar sumir að á sama tíma og þessi umskipti hafa orðið á hagkerfinu þá hafi umræðan um þriðja orkupakkann opnað upp á gátt spurninguna um hvort Ísland eigi heima í ESB. Þetta er furðulegt stöðumat. Verkefnið er að verja og betrumbæta EES-samninginn, okkar mikilvægasta alþjóðasamning, gegn þeim öflum sem nú skynja að þau kunni að hafa pólitíska stundarhagsmuni af því að grafa undan honum. Það er aftur á móti sannarlega ekki að setja enn á ný aðild að ESB á dagskrá, sem myndi valda djúpstæðum ágreiningi í samfélaginu, og þá um leið upptöku evru, sem væri meiriháttar glapræði. Stundum mætti halda að þeir hinir sömu, sem ætti að vera kunnugt um mikla og afgerandi andstöðu þjóðarinnar gegn slíkri vegferð, hafi lítið lært af reynslu síðustu ára heldur snúist málið orðið meira nánast um þráhyggju en raunhæft mat á því hvar íslenskum hagsmunum sé best borgið. Ísland, hvar hagkerfið hvílir á fáum stoðum sem kallar á sveigjanlegt gengisfyrirkomulag og á því fátt sameiginlegt með evrusvæðinu, á ekkert erindi í ESB. Eftir fordæmalausa efnahagsuppsveiflu hefur þjóðarbúið sjaldan staðið á sterkari stoðum. Sú staðreynd að Ísland er orðið að stórum lánveitenda við útlönd er aðeins eitt, ásamt meðal annars myndarlegum gjaldeyrisforða og litlum skuldum ríkissjóðs, af styrkleikamerkjum hagkerfisins. Ólíkt mörgum Evrópuríkjum, sem hafa yfir að ráða takmörkuðum úrræðum með vextina við núllið og eru föst í spennitreyju óburðugs myntbandalags, erum við vel í stakk búin til að takast á við skammvinnan efnahagssamdrátt. Við skulum nýta okkur þá stöðu, í stað þess að þrátta um eitthvað sem seint mun verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Eina stærstu frétt vikunnar var að finna í tilkynningu Seðlabankans á mánudagsmorgun um nýjar tölur um greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins. Á fyrstu þremur mánuðum ársins batnaði hrein staða þjóðarbúsins um hvorki meira né minna en 270 milljarða og er núna jákvæð sem nemur 21 prósenti af landsframleiðslu. Aldrei hefur staðan verið betri í lýðveldissögunni – Íslendingar hafa ávallt verið lántakendur við útlönd – og er hún nú ein sú hagfelldasta í allri Evrópu. Ástæða er til að ætla að þessi breyting sé varanleg sem endurspeglar þá kerfisbreytingu sem hefur orðið á grunngerð hagkerfisins. Þetta átti samt ekki að vera hægt. Litið aftur til ársins 2013, þegar erlend staða þjóðarbúsins var neikvæð um þúsund milljarða og raunverulegar áhyggjur voru um sjálfbærni skuldastöðunnar ef illa færi við losun hafta, áttu fáir von á þessum árangri. Þá einskorðaðist leið sumra, einkum stjórnmála- og embættismanna, við það að fara bónleiðina til Evrópska seðlabankans og slá þar risalán í evrum til að hleypa krónueignum erlendra kröfuhafa úr landi. Sem betur fer var önnur leið farin. Vel heppnuð áætlun um afnám hafta, byggð á sérsniðnum innlendum lausnum, breytti stöðunni á einni nóttu þegar kröfuhafar samþykktu að framselja krónueignir að virði meira en 500 milljarðar endurgjaldslaust til ríkisins – og um leið tóku væntingar innlendra og erlendra fjárfesta, ásamt fyrirtækjum og almenningi, stakkaskiptum gagnvart framtíð hagkerfisins. Nú telja hins vegar sumir að á sama tíma og þessi umskipti hafa orðið á hagkerfinu þá hafi umræðan um þriðja orkupakkann opnað upp á gátt spurninguna um hvort Ísland eigi heima í ESB. Þetta er furðulegt stöðumat. Verkefnið er að verja og betrumbæta EES-samninginn, okkar mikilvægasta alþjóðasamning, gegn þeim öflum sem nú skynja að þau kunni að hafa pólitíska stundarhagsmuni af því að grafa undan honum. Það er aftur á móti sannarlega ekki að setja enn á ný aðild að ESB á dagskrá, sem myndi valda djúpstæðum ágreiningi í samfélaginu, og þá um leið upptöku evru, sem væri meiriháttar glapræði. Stundum mætti halda að þeir hinir sömu, sem ætti að vera kunnugt um mikla og afgerandi andstöðu þjóðarinnar gegn slíkri vegferð, hafi lítið lært af reynslu síðustu ára heldur snúist málið orðið meira nánast um þráhyggju en raunhæft mat á því hvar íslenskum hagsmunum sé best borgið. Ísland, hvar hagkerfið hvílir á fáum stoðum sem kallar á sveigjanlegt gengisfyrirkomulag og á því fátt sameiginlegt með evrusvæðinu, á ekkert erindi í ESB. Eftir fordæmalausa efnahagsuppsveiflu hefur þjóðarbúið sjaldan staðið á sterkari stoðum. Sú staðreynd að Ísland er orðið að stórum lánveitenda við útlönd er aðeins eitt, ásamt meðal annars myndarlegum gjaldeyrisforða og litlum skuldum ríkissjóðs, af styrkleikamerkjum hagkerfisins. Ólíkt mörgum Evrópuríkjum, sem hafa yfir að ráða takmörkuðum úrræðum með vextina við núllið og eru föst í spennitreyju óburðugs myntbandalags, erum við vel í stakk búin til að takast á við skammvinnan efnahagssamdrátt. Við skulum nýta okkur þá stöðu, í stað þess að þrátta um eitthvað sem seint mun verða.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun