Viljum við borga? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. júní 2019 07:00 Í orðræðunni um loftslagsmál og stjórnvöld heyrast orð eins og aðgerðaleysi og falleinkunn. Það eru orð sem ég tel að séu engum til gagns. Ég ítreka að loftslagsmálin krefjast hlutlægni og gagnrýni sem er studd rökum og staðreyndum. Vissulega verður að gera betur en okkur hefur auðnast og þangað stefnum við öll. Langur listi aðgerða krefst aukinnar þátttöku, t.d. bæði sveitarfélaga og stjórnvalda. Í nýjum loftslagslögum eru stjórnarráðið, ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki, auk sveitarfélaga, skylduð til að setja sér loftslagsstefnu, með rúmum tímamörkum og samvinnu. Aukin þátttaka í andófi gegn loftslagsbreytingum á líka við um almennu fyrirtækin og hún færist vissulega í aukana núna. Innlegg félagasamtaka og almennings til andófsins eru á uppleið. Niðursveiflan í hagkerfinu má aftur á móti ekki hamla okkur. Við þurfum að verja þá fjármuni sem eru settir til þessa í ríkisfjármálum. En það þarf líka að auka fjármagnið. Kanna verður hvort ekki beri að setja á tímabundið flatt loftslagsgjald til hliðar við kolefnisgjaldið, sem hækkar hægt, annaðhvort á alla skattgreiðendur í landinu eða á notendur jarðefnaeldsneytis, t.d. flugfélög, útgerðir og flutningsfyrirtæki, á einkaaðila og ótal fyrirtæki. Ég bendi á að 1.000 kr. frá 250.000 gjaldendum gefa okkur fjórðung úr milljarði, 250 millj. kr. á ári. Þannig að 2.000 kr. eða 3.000 kr. ársframlög, svo hóflega sé orðað, varða okkur afar miklu. Afrakstrinum væri skipt á ríki, sveitarfélög og fleiri aðila en gengi ávallt beint til aðgerða. Fyrirkomulagið væri fremur auðvelt að leysa. Nú, tíu árum áður en við eigum að standa við Parísarsamkomulagið, er kominn tími til að skoða svona jákvæða skattheimtu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Í orðræðunni um loftslagsmál og stjórnvöld heyrast orð eins og aðgerðaleysi og falleinkunn. Það eru orð sem ég tel að séu engum til gagns. Ég ítreka að loftslagsmálin krefjast hlutlægni og gagnrýni sem er studd rökum og staðreyndum. Vissulega verður að gera betur en okkur hefur auðnast og þangað stefnum við öll. Langur listi aðgerða krefst aukinnar þátttöku, t.d. bæði sveitarfélaga og stjórnvalda. Í nýjum loftslagslögum eru stjórnarráðið, ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki, auk sveitarfélaga, skylduð til að setja sér loftslagsstefnu, með rúmum tímamörkum og samvinnu. Aukin þátttaka í andófi gegn loftslagsbreytingum á líka við um almennu fyrirtækin og hún færist vissulega í aukana núna. Innlegg félagasamtaka og almennings til andófsins eru á uppleið. Niðursveiflan í hagkerfinu má aftur á móti ekki hamla okkur. Við þurfum að verja þá fjármuni sem eru settir til þessa í ríkisfjármálum. En það þarf líka að auka fjármagnið. Kanna verður hvort ekki beri að setja á tímabundið flatt loftslagsgjald til hliðar við kolefnisgjaldið, sem hækkar hægt, annaðhvort á alla skattgreiðendur í landinu eða á notendur jarðefnaeldsneytis, t.d. flugfélög, útgerðir og flutningsfyrirtæki, á einkaaðila og ótal fyrirtæki. Ég bendi á að 1.000 kr. frá 250.000 gjaldendum gefa okkur fjórðung úr milljarði, 250 millj. kr. á ári. Þannig að 2.000 kr. eða 3.000 kr. ársframlög, svo hóflega sé orðað, varða okkur afar miklu. Afrakstrinum væri skipt á ríki, sveitarfélög og fleiri aðila en gengi ávallt beint til aðgerða. Fyrirkomulagið væri fremur auðvelt að leysa. Nú, tíu árum áður en við eigum að standa við Parísarsamkomulagið, er kominn tími til að skoða svona jákvæða skattheimtu.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar