Maður í annarlegu ástandi sprautaði úr brunaslöngu á þingvörð í bílakjallara Alþingis Sylvía Hall skrifar 6. júní 2019 18:42 Lögreglan hafði í nógu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm Yfir fimmtíu mál komu inn á borð lögreglu frá klukkan ellefu í morgun til fimm nú síðdegis. Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á tímabilinu. Rétt fyrir klukkan fjögur í dag óskuðu þingverðir eftir aðstoð lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi í bílakjallara þinghússins. Þingvörður hafði haft afskipti af manninum og beðið hann að yfirgefa bílakjallarann en hafði ekki erindi sem erfiði því maðurinn svaraði með því að sprauta úr slöngunni á þingvörðinn. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna hegðunar og ástands. Á fimmta tímanum barst lögreglu tilkynning um átta „undarlega“ krakka í Hafnarfirði. Þegar lögregla kom á vettvang var ekkert annað að sjá en útskrift við Flensborgarskólann en enga undarlega krakka. Klukkan ellefu í morgun var svo tilkynnt um eftirlitslaust barn á svölum fjölbýlishúss í Breiðholti og engan fullorðinn að sjá. Barnið, sem er tveggja ára gamalt, hafði verið í umsjá unglingssystur sinnar á meðan móðir þeirra var í vinnu en systirin hafði steinsofnað. Bæði móður og barnaverndarnefnd var gert viðvart. Í Kópavogi óskaði svo starfsfólk verslunar eftir aðstoðar lögreglu vegna þjófnaðar en þar höfðu tvær fjórtán ára stúlkur verið staðnar að búðarhnupli en þær höfðu tekið snyrtivörur ófrjálsri hendi. Forráðamenn voru boðaðir á staðinn og tilkynning send við barnaverndarnefndar. Um hádegisbil var tilkynnt um umferðaróhapp í Grafarholti en tjónvaldur hafði yfirgefið vettvang. Ekið hafði verið á kyrrstæða og mannlausa bifreið en engin slys urðu á fólki. Vitni sáu atvikið og gáfu lögreglu skýrslu sem hafði síðan samband við grunaðan tjónvald. Alþingi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira
Yfir fimmtíu mál komu inn á borð lögreglu frá klukkan ellefu í morgun til fimm nú síðdegis. Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á tímabilinu. Rétt fyrir klukkan fjögur í dag óskuðu þingverðir eftir aðstoð lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi í bílakjallara þinghússins. Þingvörður hafði haft afskipti af manninum og beðið hann að yfirgefa bílakjallarann en hafði ekki erindi sem erfiði því maðurinn svaraði með því að sprauta úr slöngunni á þingvörðinn. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna hegðunar og ástands. Á fimmta tímanum barst lögreglu tilkynning um átta „undarlega“ krakka í Hafnarfirði. Þegar lögregla kom á vettvang var ekkert annað að sjá en útskrift við Flensborgarskólann en enga undarlega krakka. Klukkan ellefu í morgun var svo tilkynnt um eftirlitslaust barn á svölum fjölbýlishúss í Breiðholti og engan fullorðinn að sjá. Barnið, sem er tveggja ára gamalt, hafði verið í umsjá unglingssystur sinnar á meðan móðir þeirra var í vinnu en systirin hafði steinsofnað. Bæði móður og barnaverndarnefnd var gert viðvart. Í Kópavogi óskaði svo starfsfólk verslunar eftir aðstoðar lögreglu vegna þjófnaðar en þar höfðu tvær fjórtán ára stúlkur verið staðnar að búðarhnupli en þær höfðu tekið snyrtivörur ófrjálsri hendi. Forráðamenn voru boðaðir á staðinn og tilkynning send við barnaverndarnefndar. Um hádegisbil var tilkynnt um umferðaróhapp í Grafarholti en tjónvaldur hafði yfirgefið vettvang. Ekið hafði verið á kyrrstæða og mannlausa bifreið en engin slys urðu á fólki. Vitni sáu atvikið og gáfu lögreglu skýrslu sem hafði síðan samband við grunaðan tjónvald.
Alþingi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira