Segir Vigfús hafa hótað að kveikja í húsinu Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. júní 2019 11:24 Mikill fjöldi slökkviliðsmanna barðist við eldinn á Kirkjuvegi þann 31. október. Vísir/Egill Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoða sem varð fólki að bana í húsi við Kirkjuveg á Selfossi í október í fyrra, segir Vigfús Ólafsson hafa hótað að kveikja í húsinu. Vigfús er ákærður fyrir manndráp með því að hafa orðið valdur að dauða fólksins með íkveikju. Vigfús bjó í húsi föður síns en fólkið sem lést var á efri hæð hússins. Elva tjáði sig við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún lýsti miklum geðrænum vandamálum sem hún glímdi við og mikilli neyslu í húsinu við Kirkjuveg. Minntist hún þess að aðdragandi að íkveikju Vigfúsar hefði verið rifrildi milli hennar, Vigfúsar og konunnar sem lést. Elva, sem var töluvert skýrari í frásögn en Vigfús í dómsal í morgun, lýsti því hvernig hún hefði slökkt í eld sem kviknað hefði í pítsukassa í húsinu og notað til þess bjór. Atburðarásin sé þó í mikilli móðu og allt í einu var kominn heilmikill eldur. Stofan hafi verið full af reyk og gangurinn sömuleiðis. Fólkið sem lést hafi verið á efri hæð og þangað hafi Vigfús reynt að fara en ekki þolað reykinn. Hann hefði verið vel meðvitaður um að fólkið væri á efri hæðinni.Minnið í móðu Hún hefði sjálf reynt að fara upp á efri hæðina en Guðmundur hefði rekið hana niður, sagt að hann væri að leggja sig. Hún hefði ekki hringt í Neyðarlínuna. Hún sagði minnið í mikilli móðu varðandi þennan dag enda hefði neysla hennar í gegnum árin verið mjög mikil. Elva sagði að þau hefðu aðeins drukkið bjór þennan dag. Hún hefði ásamt hinni látnu reynt að verða sér úti um önnur fíkniefni en það ekki gengið upp. Þá viðurkenndi Elva að hafa áður reynt að kveikja í húsinu. Lýsti hún að um skrípaleik hefði verið að ræða en þá hefðu þau kveikt í sófaborðinu. Í það skiptið hefðu aðeins þau Vigfús verið í íbúðinni. Vigfús sagði fyrir dómi í morgun að í umrætt skipti hefði hann sjálfur hringt í Neyðarlínuna.Framundan eru skýrslutökur yfir lögreglumönnum og vitnum. Reiknað er með því að aðalmeðferð standi út daginn og verði mögulega framhaldið síðar í júní. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Bað guð um að fyrirgefa sér í lögreglubílnum Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. 6. júní 2019 10:54 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoða sem varð fólki að bana í húsi við Kirkjuveg á Selfossi í október í fyrra, segir Vigfús Ólafsson hafa hótað að kveikja í húsinu. Vigfús er ákærður fyrir manndráp með því að hafa orðið valdur að dauða fólksins með íkveikju. Vigfús bjó í húsi föður síns en fólkið sem lést var á efri hæð hússins. Elva tjáði sig við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún lýsti miklum geðrænum vandamálum sem hún glímdi við og mikilli neyslu í húsinu við Kirkjuveg. Minntist hún þess að aðdragandi að íkveikju Vigfúsar hefði verið rifrildi milli hennar, Vigfúsar og konunnar sem lést. Elva, sem var töluvert skýrari í frásögn en Vigfús í dómsal í morgun, lýsti því hvernig hún hefði slökkt í eld sem kviknað hefði í pítsukassa í húsinu og notað til þess bjór. Atburðarásin sé þó í mikilli móðu og allt í einu var kominn heilmikill eldur. Stofan hafi verið full af reyk og gangurinn sömuleiðis. Fólkið sem lést hafi verið á efri hæð og þangað hafi Vigfús reynt að fara en ekki þolað reykinn. Hann hefði verið vel meðvitaður um að fólkið væri á efri hæðinni.Minnið í móðu Hún hefði sjálf reynt að fara upp á efri hæðina en Guðmundur hefði rekið hana niður, sagt að hann væri að leggja sig. Hún hefði ekki hringt í Neyðarlínuna. Hún sagði minnið í mikilli móðu varðandi þennan dag enda hefði neysla hennar í gegnum árin verið mjög mikil. Elva sagði að þau hefðu aðeins drukkið bjór þennan dag. Hún hefði ásamt hinni látnu reynt að verða sér úti um önnur fíkniefni en það ekki gengið upp. Þá viðurkenndi Elva að hafa áður reynt að kveikja í húsinu. Lýsti hún að um skrípaleik hefði verið að ræða en þá hefðu þau kveikt í sófaborðinu. Í það skiptið hefðu aðeins þau Vigfús verið í íbúðinni. Vigfús sagði fyrir dómi í morgun að í umrætt skipti hefði hann sjálfur hringt í Neyðarlínuna.Framundan eru skýrslutökur yfir lögreglumönnum og vitnum. Reiknað er með því að aðalmeðferð standi út daginn og verði mögulega framhaldið síðar í júní.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Bað guð um að fyrirgefa sér í lögreglubílnum Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. 6. júní 2019 10:54 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Bað guð um að fyrirgefa sér í lögreglubílnum Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. 6. júní 2019 10:54
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent