Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Birgir Olgeirsson skrifar 5. júní 2019 11:30 Hér má sjá húsið við Túngötu 3. Ólafur Ragnar ólst upp í íbúð í suðurenda, vinstra megin á myndinni, hússins. Ja.is/Vísir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er að ganga frá kaupum á æskuheimili sínu sem stendur við Túngötu 3 á Ísafirði. Er um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. Ólafur ólst upp í íbúð í suðurenda hússins sem foreldrar hans Grímur Kristgeirsson og Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar áttu. Ólafur fæddist á Ísafirði 14. maí árið 1943 og er sem fyrr segir sonur hjónanna Gríms, sem var rakari og bæjarfulltrúi á Ísafirði, og Svanhildar, sem var húsmóðir. Sleit Ólafur barnsskónum á Ísafirði en eftir að hann fluttist til Reykjavíkur dvaldist hann áfram nokkur sumur hjá ættingjum á Þingeyri. Grímur Kristgeirsson fæddist í Bakkakoti í Skorradal 29. september árið 1897. Hann vann lengi vel á búi foreldra sinna í Lækjarhvammi við Reykjavík, en síðan ýmis störf í höfuðstaðnum og stundaði um skeið nám í rakaraiðn uns hann réðst til Ísafjarðar árið 1920. Þar starfaði hann sem lögregluþjónn í fjögur ár við góðan orðstír.Frá Ísafirði, hvar Ólafur ólst upp.FBL/Sigtryggur AriHann kom sér upp rakarastofu á Ísafirði árið 1924 og stundaði síðan iðn sína á Ísafirði til 1953 en þá fluttist hann til Reykjavíkur. Grímur starfrækti svo rakarastofu á Keflavíkurflugvelli, uns hann veiktist og varð að gangast undir uppskurð sem ekki reyndist geta bjargað lífi hans. Hann lést mánudaginn 19. apríl 1971. Svanhildur var frá Þingeyri en þau Grímur gengu í hjónaband árið 1939. Ólaf eignuðust þau Svanhildur og Grímur sem fyrr segir árið 1943. Svanhildur varð snemma heilsuveil og þurfti að dvelja á sjúkrahúsum fjarri heimili sínu langtímum saman. Hún lést eftir langvarandi veikindi sumarið 1966, rétt rúmlega fimmtug að aldri. Ólafur hefur ávallt borið hlýhug til Ísafjarðar og er skemmst að nefna færslu hans á Twitter frá því í síðasta mánuði þar sem hann deildi mynd af Napóleonsköku fyrir framan Eiffelturninn í París. Hann lýsti því um leið yfir að hún væri ekki nærri því eins góð og samskonar kaka sem bökuð er í Gamla bakaríinu í heimabæ hans Ísafirði.A #Napoleon in #Paris. Not as good as in the Old Bakery in my hometown #Isafjordur! pic.twitter.com/4ZhWCfWqPj— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) May 25, 2019 Árið 1998, á afmælisdegi Ólafs þann 14. maí, átti sér stað merkilegur viðburður á Ísafirði þegar Margrét Þórhildur II Danadrottning heimsótti Ísfirðinga og nærsveitunga ásamt Hinriki prins heitnum, eiginmanni hennar. Með í för voru Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heitin eiginkona hans. Með þessari ferð fetuðu bæði Margrét Danadrottning og Ólafur Ragnar í fótspor feðra sinna, eins og DV sagði frá árið 1998, því í ágúst árið 1938 heimsóttu foreldrar Margrétar, Friðrik Krónprins og Ingiríður prinsessa, Ísafjörð.Ólafur Ragnar, Hinrik, Margrét Þórhildur og Guðrún Katrín á Silfurtorgi á Ísafirði árið 1998.Ljósmyndasafn ReykjavíkurFaðir Ólafs, Grímur Kristgeirsson, var þá bæjarfulltrúi á Ísafirði og í móttökuliði Friðriks og Ingiríðar. Bæjarstjórn Ísafjarðar tók á móti konunglegu hjónunum í Simsongarðinum í Tungudal sem var sumarbústaður í eigu Martins A. Simsons sem var af dönsku bergi brotinn. Simson var ljósmyndari og tók mynd af móttökunni í garðinum hans en Ólafur Ragnar færði Margréti Þórhildi myndina, þar sem sjá mátti feður Margrétar og Ólafs, þegar hann fór í sína fyrstu opinberu heimsókn sem forseti árið 1996. Í heimsókninni til Ísafjarðar árið 1998 fóru Ólafur, Guðrún, Margrét og Hinrik á Silfurtorg þar sem blasti við þeim heljarinnar móttaka þar sem eigendur Gamla bakarísins færðu Ólafi stærðar afmælistertu að gjöf. Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er að ganga frá kaupum á æskuheimili sínu sem stendur við Túngötu 3 á Ísafirði. Er um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. Ólafur ólst upp í íbúð í suðurenda hússins sem foreldrar hans Grímur Kristgeirsson og Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar áttu. Ólafur fæddist á Ísafirði 14. maí árið 1943 og er sem fyrr segir sonur hjónanna Gríms, sem var rakari og bæjarfulltrúi á Ísafirði, og Svanhildar, sem var húsmóðir. Sleit Ólafur barnsskónum á Ísafirði en eftir að hann fluttist til Reykjavíkur dvaldist hann áfram nokkur sumur hjá ættingjum á Þingeyri. Grímur Kristgeirsson fæddist í Bakkakoti í Skorradal 29. september árið 1897. Hann vann lengi vel á búi foreldra sinna í Lækjarhvammi við Reykjavík, en síðan ýmis störf í höfuðstaðnum og stundaði um skeið nám í rakaraiðn uns hann réðst til Ísafjarðar árið 1920. Þar starfaði hann sem lögregluþjónn í fjögur ár við góðan orðstír.Frá Ísafirði, hvar Ólafur ólst upp.FBL/Sigtryggur AriHann kom sér upp rakarastofu á Ísafirði árið 1924 og stundaði síðan iðn sína á Ísafirði til 1953 en þá fluttist hann til Reykjavíkur. Grímur starfrækti svo rakarastofu á Keflavíkurflugvelli, uns hann veiktist og varð að gangast undir uppskurð sem ekki reyndist geta bjargað lífi hans. Hann lést mánudaginn 19. apríl 1971. Svanhildur var frá Þingeyri en þau Grímur gengu í hjónaband árið 1939. Ólaf eignuðust þau Svanhildur og Grímur sem fyrr segir árið 1943. Svanhildur varð snemma heilsuveil og þurfti að dvelja á sjúkrahúsum fjarri heimili sínu langtímum saman. Hún lést eftir langvarandi veikindi sumarið 1966, rétt rúmlega fimmtug að aldri. Ólafur hefur ávallt borið hlýhug til Ísafjarðar og er skemmst að nefna færslu hans á Twitter frá því í síðasta mánuði þar sem hann deildi mynd af Napóleonsköku fyrir framan Eiffelturninn í París. Hann lýsti því um leið yfir að hún væri ekki nærri því eins góð og samskonar kaka sem bökuð er í Gamla bakaríinu í heimabæ hans Ísafirði.A #Napoleon in #Paris. Not as good as in the Old Bakery in my hometown #Isafjordur! pic.twitter.com/4ZhWCfWqPj— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) May 25, 2019 Árið 1998, á afmælisdegi Ólafs þann 14. maí, átti sér stað merkilegur viðburður á Ísafirði þegar Margrét Þórhildur II Danadrottning heimsótti Ísfirðinga og nærsveitunga ásamt Hinriki prins heitnum, eiginmanni hennar. Með í för voru Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heitin eiginkona hans. Með þessari ferð fetuðu bæði Margrét Danadrottning og Ólafur Ragnar í fótspor feðra sinna, eins og DV sagði frá árið 1998, því í ágúst árið 1938 heimsóttu foreldrar Margrétar, Friðrik Krónprins og Ingiríður prinsessa, Ísafjörð.Ólafur Ragnar, Hinrik, Margrét Þórhildur og Guðrún Katrín á Silfurtorgi á Ísafirði árið 1998.Ljósmyndasafn ReykjavíkurFaðir Ólafs, Grímur Kristgeirsson, var þá bæjarfulltrúi á Ísafirði og í móttökuliði Friðriks og Ingiríðar. Bæjarstjórn Ísafjarðar tók á móti konunglegu hjónunum í Simsongarðinum í Tungudal sem var sumarbústaður í eigu Martins A. Simsons sem var af dönsku bergi brotinn. Simson var ljósmyndari og tók mynd af móttökunni í garðinum hans en Ólafur Ragnar færði Margréti Þórhildi myndina, þar sem sjá mátti feður Margrétar og Ólafs, þegar hann fór í sína fyrstu opinberu heimsókn sem forseti árið 1996. Í heimsókninni til Ísafjarðar árið 1998 fóru Ólafur, Guðrún, Margrét og Hinrik á Silfurtorg þar sem blasti við þeim heljarinnar móttaka þar sem eigendur Gamla bakarísins færðu Ólafi stærðar afmælistertu að gjöf.
Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira