Lífið

Össur er með nafn konunnar húðflúrað á sig oftar en hann getur talið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Össur hefur haldið Icelandic Tattoo Convention í fjórtán ár.
Össur hefur haldið Icelandic Tattoo Convention í fjórtán ár.
Icelandic Tattoo Convention fór fram um helgina og skellti Kjartan Atli sér í heimsókn til Össurar Hafþórssonar hátíðarhaldara og eiganda Reykjavík Ink. Össur fór með Kjartani Atla um svæðið og kynnti hann fyrir hinum ýmsu listamönnum í þættinum Ísland í dag sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Össur hefur haldið hátíðina í fjórtán ár og segir að margt hafi breyst í húðflúrsbransanum.

„Þetta var þannig að þú kannski þekktir mann sem var með flúr en núna er þetta þannig að þú kannast kannski við einhvern sem er ekki með flúr,“ segir Össur.

„Þetta hefur breyst mikið og er komið út í íþróttirnar og bara allsstaðar. Lögreglustjórinn í Reykjavík er flúraður. Ég segi að ef þú ert með tattoo tileinkað mömmu þinni þá fer það ekkert úr tísku, mamma þín fer ekkert úr tísku og hún er alltaf nálægt þér.“

Hann segir að í gamla daga hafi fólk fengið sér flúr til að vera voðalega harðir en í dag sé mun meiri merking á bakvið.

„Þetta er fólk á öllum aldri. Sá elsti sem kom í flúr hjá okkur var 81 árs og það var fyrsta flúrið hans.“

Össur er sjálfur með um þrjú hundruð húðflúr og með nafn konunnar sinnar oftar en hann getur talið.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×