Stjórnmálamenn stokki spilin Helgi Vífill Júlíusson skrifar 5. júní 2019 07:15 Mikilvægt er fyrir stjórnmálamenn að nýta upphaf samdráttarskeiðs í efnahagslífinu til að stokka spilin. Það þarf að kortleggja hvað sé nauðsynlegt í rekstri hins opinbera, hvað megi betur fara, hvað megi missa sín og hvernig létta megi undir með landsmönnum sem standa straum af útgjöldunum með einum eða öðrum hætti. Ef rétt er haldið á spöðunum getur hið opinbera staðið sterkara eftir tiltekt og með skýra sýn á hlutverk sitt. Mistakist það verður róðurinn þyngri. Af þeim sökum ber að fagna því að fjármálaráðherra sagði að velt yrði við hverjum steini í ríkisrekstrinum við gerð endurskoðaðrar fjármálaáætlunar. Skattbyrði hérlendis hefur farið vaxandi og er með því mesta sem þekkist innan OECD-ríkjanna. Það er nauðsynlegt að stíga stór skref til að draga úr álögunum. Það væri vítamínsprauta fyrir hagkerfið, eykur ráðstöfunartekjur heimila og eflir samkeppnishæfni fyrirtækja. Þess vegna eru það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta lækkun bankaskatts um eitt ár. Sá skattur er greiddur af landsmönnum og stuðlar að hærra vaxtastigi sem er hátt í alþjóðlegum samanburði. Sveitarstjórnarmenn hefðu einnig átt að lækka fasteignaskatta þegar fasteignaverð fór stigvaxandi. Þær skattahækkanir eru ósanngjarnar og í engu samhengi við tekjur skattgreiðenda. Stjórnmálamenn þurfa jafnframt að hafa kjark til að nýta einkarekstur í heilbrigðis- og menntakerfinu í ríkari mæli til að bæta þjónustuna og auka hagkvæmni. Útgjöld til heilbrigðismála munu aukast verulega á næstu 25 árum samhliða því að þjóðin verður æ eldri. Ísland er því miður eftirbátur hinna Norðurlandanna við að nýta einkarekstur á þessum sviðum. Sömuleiðis væri það búbót fyrir heimilin ef stjórnmálamenn myndu sammælast um að afnema verndartolla í landbúnaði. Enn fremur þarf að selja ríkisbankana og Flugstöð Leifs Eiríkssonar enda er það sveiflukenndur áhætturekstur sem fer betur í höndum einkaframtaksins. Það er skynsamlegra að nýta fé ríkisins sem er bundið í atvinnurekstri til annarra verkefna. Auk þess ætti að loka peningahítinni RÚV. Nóg er af fréttamiðlum og ef vilji stendur til að styrkja innlenda dagskrárgerð má birta efnið hjá öðrum fjölmiðlum. Með þessum aðgerðum myndu stjórnmálamenn leggjast á sveif með landsmönnum. Við myndum greiða lægri skatta og minna í vexti, stæði til boða ódýrari matur og öflugra mennta- og heilbrigðiskerfi. Það skiptir enn meira máli nú þegar hægðarleikur er að flytja á milla landa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægt er fyrir stjórnmálamenn að nýta upphaf samdráttarskeiðs í efnahagslífinu til að stokka spilin. Það þarf að kortleggja hvað sé nauðsynlegt í rekstri hins opinbera, hvað megi betur fara, hvað megi missa sín og hvernig létta megi undir með landsmönnum sem standa straum af útgjöldunum með einum eða öðrum hætti. Ef rétt er haldið á spöðunum getur hið opinbera staðið sterkara eftir tiltekt og með skýra sýn á hlutverk sitt. Mistakist það verður róðurinn þyngri. Af þeim sökum ber að fagna því að fjármálaráðherra sagði að velt yrði við hverjum steini í ríkisrekstrinum við gerð endurskoðaðrar fjármálaáætlunar. Skattbyrði hérlendis hefur farið vaxandi og er með því mesta sem þekkist innan OECD-ríkjanna. Það er nauðsynlegt að stíga stór skref til að draga úr álögunum. Það væri vítamínsprauta fyrir hagkerfið, eykur ráðstöfunartekjur heimila og eflir samkeppnishæfni fyrirtækja. Þess vegna eru það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta lækkun bankaskatts um eitt ár. Sá skattur er greiddur af landsmönnum og stuðlar að hærra vaxtastigi sem er hátt í alþjóðlegum samanburði. Sveitarstjórnarmenn hefðu einnig átt að lækka fasteignaskatta þegar fasteignaverð fór stigvaxandi. Þær skattahækkanir eru ósanngjarnar og í engu samhengi við tekjur skattgreiðenda. Stjórnmálamenn þurfa jafnframt að hafa kjark til að nýta einkarekstur í heilbrigðis- og menntakerfinu í ríkari mæli til að bæta þjónustuna og auka hagkvæmni. Útgjöld til heilbrigðismála munu aukast verulega á næstu 25 árum samhliða því að þjóðin verður æ eldri. Ísland er því miður eftirbátur hinna Norðurlandanna við að nýta einkarekstur á þessum sviðum. Sömuleiðis væri það búbót fyrir heimilin ef stjórnmálamenn myndu sammælast um að afnema verndartolla í landbúnaði. Enn fremur þarf að selja ríkisbankana og Flugstöð Leifs Eiríkssonar enda er það sveiflukenndur áhætturekstur sem fer betur í höndum einkaframtaksins. Það er skynsamlegra að nýta fé ríkisins sem er bundið í atvinnurekstri til annarra verkefna. Auk þess ætti að loka peningahítinni RÚV. Nóg er af fréttamiðlum og ef vilji stendur til að styrkja innlenda dagskrárgerð má birta efnið hjá öðrum fjölmiðlum. Með þessum aðgerðum myndu stjórnmálamenn leggjast á sveif með landsmönnum. Við myndum greiða lægri skatta og minna í vexti, stæði til boða ódýrari matur og öflugra mennta- og heilbrigðiskerfi. Það skiptir enn meira máli nú þegar hægðarleikur er að flytja á milla landa.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun