Nýr veruleiki Agnar Tómas Möller skrifar 5. júní 2019 07:15 Síðla hausts 2018 er óhætt að segja að fjármálamarkaðir á Íslandi hafi verið skelkaðir. Áhyggjur af fækkun ferðamanna og slæmri stöðu flugfélagsins WOW ofan í það sem virtist vonlaus staða á vinnumarkaði, leiddi til snarps falls krónunnar samhliða miklum verðlækkunum á mörkuðum. Skilaboðin sem skuldabréfamarkaðurinn gaf voru þau að verðbólga næstu ára og áratugar myndi vera um 4,5% að meðaltali og að stýrivextir Seðlabankans myndu hækka frekar hratt, eða um 2,5 prósentur næstu misserin. Áhyggjurnar komu ekki sem þruma úr heiðskíru lofti því á endanum féll WOW og ferðamönnum fækkaði umtalsvert í kjölfarið. Hins vegar gleymdist að taka inn í myndina á þessum svörtu haustmánuðum að fjármagn myndi óhjákvæmilega leita í háa innlenda vexti þegar saman fer jákvæður viðskiptajöfnuður, lágar skuldir og mikill sparnaður. Við það styður hið óskuldsetta gjaldeyrisfjall sem staðsett er í Seðlabanka Íslands. Á sama tíma og gjaldeyrisvaraforðinn hélt aftur af gengisstyrkingunni árin 2016-17, hefur hann nú, ásamt minnkandi innflutningi í kólnandi hagkerfi, komið í veg fyrir frekari veikingu krónunnar á meðan áföll hafa dunið yfir útflutningsgreinarnar. Fátt bendir til annars en að nokkuð stöðugt gengi krónunnar sé fram undan. Nú, um sex mánuðum seinna, hefur átt sér stað ótrúlegur viðsnúningur. Í stað snarpt hækkandi vaxta hafa þeir lækkað um hálft prósentustig og verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hríðfallið. Raunvextir og einkum nafnvextir skuldabréfa, hafa lækkað skarpt, bæði til lengri og skemmri tíma. Frá vaxtalækkun Seðlabankans í maí hafa verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði til 2 ára lækkað um hálft prósent – stýrivextir þyrftu því nú að lækka um slíkt hið sama, einungis til að koma í veg fyrir aukningu á vaxtaaðhaldi bankans. Ólíklegt verður að teljast að það sé vilji Seðlabankans miðað við þann efnahagsslaka sem nú blasir við. Svipuð þróun hefur átt sér stað erlendis á þessu ári og hafa langtíma raun- og nafnvextir í flestum þróuðum ríkjum lækkað verulega. Margt bendir til að niðursveiflan í ferðaþjónustunni verði dýpri og lengri en Seðlabankinn spáði í nýjustu hagspá sinni og því spár um framleiðsluslaka og atvinnuleysi of bjartsýnar. Verði verðbólga hófleg næstu misseri, eins og flest bendir til, má reikna með að vextir Seðlabankans geti lækkað umtalsvert. Nýtt og áður óþekkt vaxtastig gæti verið í uppsiglingu.Hver verða áhrifin? Lægra vaxtastig hefur áhrif á heimili, fyrirtæki, lífeyriskerfið, ríkissjóð og sveitarfélög. Skuldir flestra fyrirtækja eru tengdar við stýrivexti Seðlabankans (gegnum millibankavexti) eða við langtímaraunvexti á skuldabréfamarkaði. Lækkun vaxta á skuldabréfamarkaði hefur þó enn ekki skilað sér að ráði í föstum vöxtum íbúðalána en breytilegir húsnæðislánavextir hafa lækkað. Fjármagnseigendur sem eru vanir því að geta áhættulaust sótt raunvexti á bilinu 2% til 4% í innlánum, geta ekki vænst jákvæðra raunvaxta næstu árin og verða því að sækja í áhættusamari fjárfestingar í leit að raunávöxtun. Í ljósi mikillar lækkunar langtímaraunvaxta á Íslandi (nú um 1,0%) sem og erlendis (langtímaraunvextir stærstu myntsvæða eru á bilinu -2% til +0,3%) gæti íslenska lífeyrissjóðskerfið átt erfitt með að skila sjóðsfélögum þeim réttindum sem stefnt er að í dag. Einnig gæti mikill munur á bókfærðu verði og markaðsverði skuldabréfa í samtryggingardeildum hugsanlega ýtt undir réttindaávinnslu yngri sjóðsfélaga á kostnað þeirra eldri. Áhrif á íslenska ríkið og einkum sveitarfélögin gætu orðið mikil því vaxtakjör þeirra hafa lækkað hlutfallslega mest og þau hafa greiðastan aðgang að langtímafjármagni. Vaxtakostnaður opinberra aðila er í dag um þriðjungur af því sem hann var fyrir hálfum áratug. Ljóst er að núverandi niðursveifla verður ólík þeim fyrri sem oftast hafa endað með gengisfalli, verðbólguskoti og vaxtahækkunum. Nú ríkir gengisstöðugleiki, verðbólguhorfur eru góðar og að öðru óbreyttu umtalsvert svigrúm til vaxtalækkana. Lágir vextir auka ráðstöfunartekjur heimila, styðja við fjárfestingar fyrirtækja og hins opinbera og ættu því að geta mildað höggið sem fram undan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Síðla hausts 2018 er óhætt að segja að fjármálamarkaðir á Íslandi hafi verið skelkaðir. Áhyggjur af fækkun ferðamanna og slæmri stöðu flugfélagsins WOW ofan í það sem virtist vonlaus staða á vinnumarkaði, leiddi til snarps falls krónunnar samhliða miklum verðlækkunum á mörkuðum. Skilaboðin sem skuldabréfamarkaðurinn gaf voru þau að verðbólga næstu ára og áratugar myndi vera um 4,5% að meðaltali og að stýrivextir Seðlabankans myndu hækka frekar hratt, eða um 2,5 prósentur næstu misserin. Áhyggjurnar komu ekki sem þruma úr heiðskíru lofti því á endanum féll WOW og ferðamönnum fækkaði umtalsvert í kjölfarið. Hins vegar gleymdist að taka inn í myndina á þessum svörtu haustmánuðum að fjármagn myndi óhjákvæmilega leita í háa innlenda vexti þegar saman fer jákvæður viðskiptajöfnuður, lágar skuldir og mikill sparnaður. Við það styður hið óskuldsetta gjaldeyrisfjall sem staðsett er í Seðlabanka Íslands. Á sama tíma og gjaldeyrisvaraforðinn hélt aftur af gengisstyrkingunni árin 2016-17, hefur hann nú, ásamt minnkandi innflutningi í kólnandi hagkerfi, komið í veg fyrir frekari veikingu krónunnar á meðan áföll hafa dunið yfir útflutningsgreinarnar. Fátt bendir til annars en að nokkuð stöðugt gengi krónunnar sé fram undan. Nú, um sex mánuðum seinna, hefur átt sér stað ótrúlegur viðsnúningur. Í stað snarpt hækkandi vaxta hafa þeir lækkað um hálft prósentustig og verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hríðfallið. Raunvextir og einkum nafnvextir skuldabréfa, hafa lækkað skarpt, bæði til lengri og skemmri tíma. Frá vaxtalækkun Seðlabankans í maí hafa verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði til 2 ára lækkað um hálft prósent – stýrivextir þyrftu því nú að lækka um slíkt hið sama, einungis til að koma í veg fyrir aukningu á vaxtaaðhaldi bankans. Ólíklegt verður að teljast að það sé vilji Seðlabankans miðað við þann efnahagsslaka sem nú blasir við. Svipuð þróun hefur átt sér stað erlendis á þessu ári og hafa langtíma raun- og nafnvextir í flestum þróuðum ríkjum lækkað verulega. Margt bendir til að niðursveiflan í ferðaþjónustunni verði dýpri og lengri en Seðlabankinn spáði í nýjustu hagspá sinni og því spár um framleiðsluslaka og atvinnuleysi of bjartsýnar. Verði verðbólga hófleg næstu misseri, eins og flest bendir til, má reikna með að vextir Seðlabankans geti lækkað umtalsvert. Nýtt og áður óþekkt vaxtastig gæti verið í uppsiglingu.Hver verða áhrifin? Lægra vaxtastig hefur áhrif á heimili, fyrirtæki, lífeyriskerfið, ríkissjóð og sveitarfélög. Skuldir flestra fyrirtækja eru tengdar við stýrivexti Seðlabankans (gegnum millibankavexti) eða við langtímaraunvexti á skuldabréfamarkaði. Lækkun vaxta á skuldabréfamarkaði hefur þó enn ekki skilað sér að ráði í föstum vöxtum íbúðalána en breytilegir húsnæðislánavextir hafa lækkað. Fjármagnseigendur sem eru vanir því að geta áhættulaust sótt raunvexti á bilinu 2% til 4% í innlánum, geta ekki vænst jákvæðra raunvaxta næstu árin og verða því að sækja í áhættusamari fjárfestingar í leit að raunávöxtun. Í ljósi mikillar lækkunar langtímaraunvaxta á Íslandi (nú um 1,0%) sem og erlendis (langtímaraunvextir stærstu myntsvæða eru á bilinu -2% til +0,3%) gæti íslenska lífeyrissjóðskerfið átt erfitt með að skila sjóðsfélögum þeim réttindum sem stefnt er að í dag. Einnig gæti mikill munur á bókfærðu verði og markaðsverði skuldabréfa í samtryggingardeildum hugsanlega ýtt undir réttindaávinnslu yngri sjóðsfélaga á kostnað þeirra eldri. Áhrif á íslenska ríkið og einkum sveitarfélögin gætu orðið mikil því vaxtakjör þeirra hafa lækkað hlutfallslega mest og þau hafa greiðastan aðgang að langtímafjármagni. Vaxtakostnaður opinberra aðila er í dag um þriðjungur af því sem hann var fyrir hálfum áratug. Ljóst er að núverandi niðursveifla verður ólík þeim fyrri sem oftast hafa endað með gengisfalli, verðbólguskoti og vaxtahækkunum. Nú ríkir gengisstöðugleiki, verðbólguhorfur eru góðar og að öðru óbreyttu umtalsvert svigrúm til vaxtalækkana. Lágir vextir auka ráðstöfunartekjur heimila, styðja við fjárfestingar fyrirtækja og hins opinbera og ættu því að geta mildað höggið sem fram undan er.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun