Nýr veruleiki Agnar Tómas Möller skrifar 5. júní 2019 07:15 Síðla hausts 2018 er óhætt að segja að fjármálamarkaðir á Íslandi hafi verið skelkaðir. Áhyggjur af fækkun ferðamanna og slæmri stöðu flugfélagsins WOW ofan í það sem virtist vonlaus staða á vinnumarkaði, leiddi til snarps falls krónunnar samhliða miklum verðlækkunum á mörkuðum. Skilaboðin sem skuldabréfamarkaðurinn gaf voru þau að verðbólga næstu ára og áratugar myndi vera um 4,5% að meðaltali og að stýrivextir Seðlabankans myndu hækka frekar hratt, eða um 2,5 prósentur næstu misserin. Áhyggjurnar komu ekki sem þruma úr heiðskíru lofti því á endanum féll WOW og ferðamönnum fækkaði umtalsvert í kjölfarið. Hins vegar gleymdist að taka inn í myndina á þessum svörtu haustmánuðum að fjármagn myndi óhjákvæmilega leita í háa innlenda vexti þegar saman fer jákvæður viðskiptajöfnuður, lágar skuldir og mikill sparnaður. Við það styður hið óskuldsetta gjaldeyrisfjall sem staðsett er í Seðlabanka Íslands. Á sama tíma og gjaldeyrisvaraforðinn hélt aftur af gengisstyrkingunni árin 2016-17, hefur hann nú, ásamt minnkandi innflutningi í kólnandi hagkerfi, komið í veg fyrir frekari veikingu krónunnar á meðan áföll hafa dunið yfir útflutningsgreinarnar. Fátt bendir til annars en að nokkuð stöðugt gengi krónunnar sé fram undan. Nú, um sex mánuðum seinna, hefur átt sér stað ótrúlegur viðsnúningur. Í stað snarpt hækkandi vaxta hafa þeir lækkað um hálft prósentustig og verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hríðfallið. Raunvextir og einkum nafnvextir skuldabréfa, hafa lækkað skarpt, bæði til lengri og skemmri tíma. Frá vaxtalækkun Seðlabankans í maí hafa verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði til 2 ára lækkað um hálft prósent – stýrivextir þyrftu því nú að lækka um slíkt hið sama, einungis til að koma í veg fyrir aukningu á vaxtaaðhaldi bankans. Ólíklegt verður að teljast að það sé vilji Seðlabankans miðað við þann efnahagsslaka sem nú blasir við. Svipuð þróun hefur átt sér stað erlendis á þessu ári og hafa langtíma raun- og nafnvextir í flestum þróuðum ríkjum lækkað verulega. Margt bendir til að niðursveiflan í ferðaþjónustunni verði dýpri og lengri en Seðlabankinn spáði í nýjustu hagspá sinni og því spár um framleiðsluslaka og atvinnuleysi of bjartsýnar. Verði verðbólga hófleg næstu misseri, eins og flest bendir til, má reikna með að vextir Seðlabankans geti lækkað umtalsvert. Nýtt og áður óþekkt vaxtastig gæti verið í uppsiglingu.Hver verða áhrifin? Lægra vaxtastig hefur áhrif á heimili, fyrirtæki, lífeyriskerfið, ríkissjóð og sveitarfélög. Skuldir flestra fyrirtækja eru tengdar við stýrivexti Seðlabankans (gegnum millibankavexti) eða við langtímaraunvexti á skuldabréfamarkaði. Lækkun vaxta á skuldabréfamarkaði hefur þó enn ekki skilað sér að ráði í föstum vöxtum íbúðalána en breytilegir húsnæðislánavextir hafa lækkað. Fjármagnseigendur sem eru vanir því að geta áhættulaust sótt raunvexti á bilinu 2% til 4% í innlánum, geta ekki vænst jákvæðra raunvaxta næstu árin og verða því að sækja í áhættusamari fjárfestingar í leit að raunávöxtun. Í ljósi mikillar lækkunar langtímaraunvaxta á Íslandi (nú um 1,0%) sem og erlendis (langtímaraunvextir stærstu myntsvæða eru á bilinu -2% til +0,3%) gæti íslenska lífeyrissjóðskerfið átt erfitt með að skila sjóðsfélögum þeim réttindum sem stefnt er að í dag. Einnig gæti mikill munur á bókfærðu verði og markaðsverði skuldabréfa í samtryggingardeildum hugsanlega ýtt undir réttindaávinnslu yngri sjóðsfélaga á kostnað þeirra eldri. Áhrif á íslenska ríkið og einkum sveitarfélögin gætu orðið mikil því vaxtakjör þeirra hafa lækkað hlutfallslega mest og þau hafa greiðastan aðgang að langtímafjármagni. Vaxtakostnaður opinberra aðila er í dag um þriðjungur af því sem hann var fyrir hálfum áratug. Ljóst er að núverandi niðursveifla verður ólík þeim fyrri sem oftast hafa endað með gengisfalli, verðbólguskoti og vaxtahækkunum. Nú ríkir gengisstöðugleiki, verðbólguhorfur eru góðar og að öðru óbreyttu umtalsvert svigrúm til vaxtalækkana. Lágir vextir auka ráðstöfunartekjur heimila, styðja við fjárfestingar fyrirtækja og hins opinbera og ættu því að geta mildað höggið sem fram undan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðla hausts 2018 er óhætt að segja að fjármálamarkaðir á Íslandi hafi verið skelkaðir. Áhyggjur af fækkun ferðamanna og slæmri stöðu flugfélagsins WOW ofan í það sem virtist vonlaus staða á vinnumarkaði, leiddi til snarps falls krónunnar samhliða miklum verðlækkunum á mörkuðum. Skilaboðin sem skuldabréfamarkaðurinn gaf voru þau að verðbólga næstu ára og áratugar myndi vera um 4,5% að meðaltali og að stýrivextir Seðlabankans myndu hækka frekar hratt, eða um 2,5 prósentur næstu misserin. Áhyggjurnar komu ekki sem þruma úr heiðskíru lofti því á endanum féll WOW og ferðamönnum fækkaði umtalsvert í kjölfarið. Hins vegar gleymdist að taka inn í myndina á þessum svörtu haustmánuðum að fjármagn myndi óhjákvæmilega leita í háa innlenda vexti þegar saman fer jákvæður viðskiptajöfnuður, lágar skuldir og mikill sparnaður. Við það styður hið óskuldsetta gjaldeyrisfjall sem staðsett er í Seðlabanka Íslands. Á sama tíma og gjaldeyrisvaraforðinn hélt aftur af gengisstyrkingunni árin 2016-17, hefur hann nú, ásamt minnkandi innflutningi í kólnandi hagkerfi, komið í veg fyrir frekari veikingu krónunnar á meðan áföll hafa dunið yfir útflutningsgreinarnar. Fátt bendir til annars en að nokkuð stöðugt gengi krónunnar sé fram undan. Nú, um sex mánuðum seinna, hefur átt sér stað ótrúlegur viðsnúningur. Í stað snarpt hækkandi vaxta hafa þeir lækkað um hálft prósentustig og verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hríðfallið. Raunvextir og einkum nafnvextir skuldabréfa, hafa lækkað skarpt, bæði til lengri og skemmri tíma. Frá vaxtalækkun Seðlabankans í maí hafa verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði til 2 ára lækkað um hálft prósent – stýrivextir þyrftu því nú að lækka um slíkt hið sama, einungis til að koma í veg fyrir aukningu á vaxtaaðhaldi bankans. Ólíklegt verður að teljast að það sé vilji Seðlabankans miðað við þann efnahagsslaka sem nú blasir við. Svipuð þróun hefur átt sér stað erlendis á þessu ári og hafa langtíma raun- og nafnvextir í flestum þróuðum ríkjum lækkað verulega. Margt bendir til að niðursveiflan í ferðaþjónustunni verði dýpri og lengri en Seðlabankinn spáði í nýjustu hagspá sinni og því spár um framleiðsluslaka og atvinnuleysi of bjartsýnar. Verði verðbólga hófleg næstu misseri, eins og flest bendir til, má reikna með að vextir Seðlabankans geti lækkað umtalsvert. Nýtt og áður óþekkt vaxtastig gæti verið í uppsiglingu.Hver verða áhrifin? Lægra vaxtastig hefur áhrif á heimili, fyrirtæki, lífeyriskerfið, ríkissjóð og sveitarfélög. Skuldir flestra fyrirtækja eru tengdar við stýrivexti Seðlabankans (gegnum millibankavexti) eða við langtímaraunvexti á skuldabréfamarkaði. Lækkun vaxta á skuldabréfamarkaði hefur þó enn ekki skilað sér að ráði í föstum vöxtum íbúðalána en breytilegir húsnæðislánavextir hafa lækkað. Fjármagnseigendur sem eru vanir því að geta áhættulaust sótt raunvexti á bilinu 2% til 4% í innlánum, geta ekki vænst jákvæðra raunvaxta næstu árin og verða því að sækja í áhættusamari fjárfestingar í leit að raunávöxtun. Í ljósi mikillar lækkunar langtímaraunvaxta á Íslandi (nú um 1,0%) sem og erlendis (langtímaraunvextir stærstu myntsvæða eru á bilinu -2% til +0,3%) gæti íslenska lífeyrissjóðskerfið átt erfitt með að skila sjóðsfélögum þeim réttindum sem stefnt er að í dag. Einnig gæti mikill munur á bókfærðu verði og markaðsverði skuldabréfa í samtryggingardeildum hugsanlega ýtt undir réttindaávinnslu yngri sjóðsfélaga á kostnað þeirra eldri. Áhrif á íslenska ríkið og einkum sveitarfélögin gætu orðið mikil því vaxtakjör þeirra hafa lækkað hlutfallslega mest og þau hafa greiðastan aðgang að langtímafjármagni. Vaxtakostnaður opinberra aðila er í dag um þriðjungur af því sem hann var fyrir hálfum áratug. Ljóst er að núverandi niðursveifla verður ólík þeim fyrri sem oftast hafa endað með gengisfalli, verðbólguskoti og vaxtahækkunum. Nú ríkir gengisstöðugleiki, verðbólguhorfur eru góðar og að öðru óbreyttu umtalsvert svigrúm til vaxtalækkana. Lágir vextir auka ráðstöfunartekjur heimila, styðja við fjárfestingar fyrirtækja og hins opinbera og ættu því að geta mildað höggið sem fram undan er.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun