Dramað í Passíusálmunum Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 5. júní 2019 07:00 Strax eftir páska birtist grein í Fréttablaðinu eftir Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing undir titlinum Misskilningurinn með Passíusálmana. Þar furðar greinarhöfundur sig á þeim flutningsmáta sem sálmunum sé búinn á 21. öldinni og felist í því „að sálmarnir séu lesnir upphátt í kirkjum landsins á föstudaginn langa.“ Sú hefð á upptök sín í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti sem vígð var haustið 1986. Á fyrstu starfsárum kirkjunnar fékk leikhúsmaðurinn Eyvindur Erlendsson þar inni á föstudaginn langa í því skyni að flytja verk Hallgríms í heild sinni. Þarna urðu tímamót í flutningi Passíusálmanna. Með þessu móti gafst hlustendum tækifæri til þess að meðtaka verkið frá upphafi til enda á rúmum fimm klukkustundum. Leikhúsmaðurinn sýndi með gjörningnum fram á skyldleika Passíusálmanna við klassíska harmleiki fyrri alda sem fylgdu kröfu Aristótelesar um þríeiningu tíma, rúms og atburðarásar. Atburðarás Passíusálmanna byggir á atburðum föstudagsins langa og á sér öll stað í Jerúsalem. Krossferli Jesú er fylgt gegnum kvöl og angist allt til líflátsdóms, dauða og greftrunar. Aukapersónur eru fjölmargar og þeim eru gerð mögnuð skil. Hlustendur fylgjast með dramatískri framvindunni nánast í rauntíma, en staldra við hvert atriði í útleggingu skáldsins og skoða líf sitt og breyskleika mannsins í samhenginu. Fyrir tilstilli Passíusálmanna hefur föstudagurinn langi orðið einhver mikilvægasti íhugunardagur fjölmargra Íslendinga. Því til staðfestingar má nefna að á annað þúsund manns sóttu atburðinn þegar sjö leikkonur fluttu sálmana síðasta langa föstudag í Hallgrímskirkju. Fleiri kirkjur drógu að fólk.Arfleifð Eyvindar Segja má að frumkvæði Eyvindar Erlendssonar hafi borið ríkulegan ávöxt. Þótt hann sjálfur hafi fyrir löngu dregið sig í hlé hefur verkefnið lifað eigin lífi og blómgast undir stjórn annarra, einkum bókmenntafræðinga, skálda og rithöfunda sem enduruppgötvuðu gamlan kollega í Hallgrími Péturssyni og féllu kylliflatir fyrir snilld hans. Enginn hörgull hefur orðið á fólki af öllu tagi sem vildi spreyta sig á lestrinum. Fram að tiltæki Eyvindar hafði opinber flutningur Passíusálmanna að mestu verið í höndum prestastéttarinnar og guðfræðinga sem lögðu grunninn að lestrum á verkinu í Ríkisútvarpinu á lönguföstu allt frá lýðveldisárinu 1944. Passíusálmarnir hafa þó aldrei lokast inni hjá menntamönnum einum og elítum, eins og örlög hliðstæðra sálma hafa orðið í öðrum löndum, heldur hafa þeir í aldanna rás verið elskaðir af alþýðu manna á Íslandi, sem ýmist gat lesið þá sjálf á bók eða hlýtt á þá lesna eða sungna á heimilum sínum á föstunni. Með frumkvæði Eyvindar má segja að Passíusálmarnir hafi fundið nýjan farveg að sálum hlustenda. Það er því ómaklegt að hnýta í arfleifð hans sem og leikarastéttina fyrir það framlag, eins og Árni Heimir gerir.Þúsund erindi sungin Árni telur réttara að syngja sálmana en flytja þá í heild sinni sem ljóðmál. Að slíku hafa verið gerð nokkur tilhlaup undanfarin ár af ekki minni mönnum en Smára Ólasyni, Megasi og Jóni Ásgeirssyni. Leikarar eru engin hindrun á vegi tónlistarfólks sem vill takast á við Passíusálmana. Þó ber að hafa í huga að sálmarnir eru fimmtíu að tölu í um þúsund erindum svo hugsanlega þarf samkomulag við áheyrendur um helmingi lengri setu í bekkjunum ef syngja á alla í einni lotu. Hvað Hallgrímur sá fyrir sér um flutninginn rúmum 350 árum eftir að hann setti verkið saman vitum við ekki svo gjörla. Bara að það var metnaðarfullt skáld sem gekk út „undir blæ himins blíðan“ og orti. Hann vildi ná til margra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Strax eftir páska birtist grein í Fréttablaðinu eftir Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing undir titlinum Misskilningurinn með Passíusálmana. Þar furðar greinarhöfundur sig á þeim flutningsmáta sem sálmunum sé búinn á 21. öldinni og felist í því „að sálmarnir séu lesnir upphátt í kirkjum landsins á föstudaginn langa.“ Sú hefð á upptök sín í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti sem vígð var haustið 1986. Á fyrstu starfsárum kirkjunnar fékk leikhúsmaðurinn Eyvindur Erlendsson þar inni á föstudaginn langa í því skyni að flytja verk Hallgríms í heild sinni. Þarna urðu tímamót í flutningi Passíusálmanna. Með þessu móti gafst hlustendum tækifæri til þess að meðtaka verkið frá upphafi til enda á rúmum fimm klukkustundum. Leikhúsmaðurinn sýndi með gjörningnum fram á skyldleika Passíusálmanna við klassíska harmleiki fyrri alda sem fylgdu kröfu Aristótelesar um þríeiningu tíma, rúms og atburðarásar. Atburðarás Passíusálmanna byggir á atburðum föstudagsins langa og á sér öll stað í Jerúsalem. Krossferli Jesú er fylgt gegnum kvöl og angist allt til líflátsdóms, dauða og greftrunar. Aukapersónur eru fjölmargar og þeim eru gerð mögnuð skil. Hlustendur fylgjast með dramatískri framvindunni nánast í rauntíma, en staldra við hvert atriði í útleggingu skáldsins og skoða líf sitt og breyskleika mannsins í samhenginu. Fyrir tilstilli Passíusálmanna hefur föstudagurinn langi orðið einhver mikilvægasti íhugunardagur fjölmargra Íslendinga. Því til staðfestingar má nefna að á annað þúsund manns sóttu atburðinn þegar sjö leikkonur fluttu sálmana síðasta langa föstudag í Hallgrímskirkju. Fleiri kirkjur drógu að fólk.Arfleifð Eyvindar Segja má að frumkvæði Eyvindar Erlendssonar hafi borið ríkulegan ávöxt. Þótt hann sjálfur hafi fyrir löngu dregið sig í hlé hefur verkefnið lifað eigin lífi og blómgast undir stjórn annarra, einkum bókmenntafræðinga, skálda og rithöfunda sem enduruppgötvuðu gamlan kollega í Hallgrími Péturssyni og féllu kylliflatir fyrir snilld hans. Enginn hörgull hefur orðið á fólki af öllu tagi sem vildi spreyta sig á lestrinum. Fram að tiltæki Eyvindar hafði opinber flutningur Passíusálmanna að mestu verið í höndum prestastéttarinnar og guðfræðinga sem lögðu grunninn að lestrum á verkinu í Ríkisútvarpinu á lönguföstu allt frá lýðveldisárinu 1944. Passíusálmarnir hafa þó aldrei lokast inni hjá menntamönnum einum og elítum, eins og örlög hliðstæðra sálma hafa orðið í öðrum löndum, heldur hafa þeir í aldanna rás verið elskaðir af alþýðu manna á Íslandi, sem ýmist gat lesið þá sjálf á bók eða hlýtt á þá lesna eða sungna á heimilum sínum á föstunni. Með frumkvæði Eyvindar má segja að Passíusálmarnir hafi fundið nýjan farveg að sálum hlustenda. Það er því ómaklegt að hnýta í arfleifð hans sem og leikarastéttina fyrir það framlag, eins og Árni Heimir gerir.Þúsund erindi sungin Árni telur réttara að syngja sálmana en flytja þá í heild sinni sem ljóðmál. Að slíku hafa verið gerð nokkur tilhlaup undanfarin ár af ekki minni mönnum en Smára Ólasyni, Megasi og Jóni Ásgeirssyni. Leikarar eru engin hindrun á vegi tónlistarfólks sem vill takast á við Passíusálmana. Þó ber að hafa í huga að sálmarnir eru fimmtíu að tölu í um þúsund erindum svo hugsanlega þarf samkomulag við áheyrendur um helmingi lengri setu í bekkjunum ef syngja á alla í einni lotu. Hvað Hallgrímur sá fyrir sér um flutninginn rúmum 350 árum eftir að hann setti verkið saman vitum við ekki svo gjörla. Bara að það var metnaðarfullt skáld sem gekk út „undir blæ himins blíðan“ og orti. Hann vildi ná til margra.
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar