Mál sem skipta máli Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. júní 2019 07:00 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram mörg mikilvæg frumvörp á þessu þingi sem nú sér fyrir endann á. Tvö frumvörp sem fela í sér mikla réttarbót hafa nú þegar verið samþykkt, annars vegar breytingar á lögum um nálgunarbann og hins vegar mál sem bætir stöðu barna sem missa foreldri. Fjöldi annarra mála sem hafa mikil áhrif á heimili og atvinnulíf í landinu bíður afgreiðslu. Ég bind miklar vonir við að þessi mál hljóti þó framgang á þessu kjörtímabili. Þingmenn flokksins hafa lagt fram skattalækkanir, m.a. um lækkun erfðafjárskatts að hluta til niður í 5%. Þarna ráða meðal annars sanngirnissjónarmið enda hafa verðmætin sem mynda skattstofn erfðafjárskattsins verið skattlögð áður. Þá liggja fyrir tvö frumvörp um afnám stimpilgjalda. Annað um afnám stimpilgjalda á stærri skipum, sem er eina atvinnutækið sem enn ber stimpilgjald. Hitt er frumvarp um afnám stimpilgjalds einstaklinga við kaup á íbúðarhúsnæði, það munar um minna þegar fólk kaupir sér fasteign. Annað mál sem hefur áhrif á fasteignaverð er frumvarp sem felur í sér fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu iðnaðar- og verkamanna við húsbyggingar. Þá hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins einnig lagt fram frumvörp sem er ætlað að styðja við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga, auðvelda iðnnemum að sækja háskólanám, endurgreiða virðisaukaskatt til góðgerðar- og félagasamtaka vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda auk þess sem lagt er til að þau félög sem eru undanskilin tekjuskatti verði einnig undanskilin fjármagnstekjuskatti. Þá leggja þingmenn til frumvarp sem auðveldar kynslóðaskipti í atvinnurekstri, t.d. bújarða, og um lagningu vegar í gegnum Teigskóg. Þetta er ekki tæmandi listi en allt eru þetta mál sem snerta fólk. Þetta eru mál sem gera það að verkum að fólk heldur meira af sínu eigin fé, auðveldar uppbyggingu og starfsemi félaga, gefa fjölbreyttara námi meira vægi, hjálpa til við fasteignakaup og eða styrkja innviði samfélagsins í víðu samhengi. Þannig störfum við og þannig munum við starfa áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram mörg mikilvæg frumvörp á þessu þingi sem nú sér fyrir endann á. Tvö frumvörp sem fela í sér mikla réttarbót hafa nú þegar verið samþykkt, annars vegar breytingar á lögum um nálgunarbann og hins vegar mál sem bætir stöðu barna sem missa foreldri. Fjöldi annarra mála sem hafa mikil áhrif á heimili og atvinnulíf í landinu bíður afgreiðslu. Ég bind miklar vonir við að þessi mál hljóti þó framgang á þessu kjörtímabili. Þingmenn flokksins hafa lagt fram skattalækkanir, m.a. um lækkun erfðafjárskatts að hluta til niður í 5%. Þarna ráða meðal annars sanngirnissjónarmið enda hafa verðmætin sem mynda skattstofn erfðafjárskattsins verið skattlögð áður. Þá liggja fyrir tvö frumvörp um afnám stimpilgjalda. Annað um afnám stimpilgjalda á stærri skipum, sem er eina atvinnutækið sem enn ber stimpilgjald. Hitt er frumvarp um afnám stimpilgjalds einstaklinga við kaup á íbúðarhúsnæði, það munar um minna þegar fólk kaupir sér fasteign. Annað mál sem hefur áhrif á fasteignaverð er frumvarp sem felur í sér fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu iðnaðar- og verkamanna við húsbyggingar. Þá hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins einnig lagt fram frumvörp sem er ætlað að styðja við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga, auðvelda iðnnemum að sækja háskólanám, endurgreiða virðisaukaskatt til góðgerðar- og félagasamtaka vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda auk þess sem lagt er til að þau félög sem eru undanskilin tekjuskatti verði einnig undanskilin fjármagnstekjuskatti. Þá leggja þingmenn til frumvarp sem auðveldar kynslóðaskipti í atvinnurekstri, t.d. bújarða, og um lagningu vegar í gegnum Teigskóg. Þetta er ekki tæmandi listi en allt eru þetta mál sem snerta fólk. Þetta eru mál sem gera það að verkum að fólk heldur meira af sínu eigin fé, auðveldar uppbyggingu og starfsemi félaga, gefa fjölbreyttara námi meira vægi, hjálpa til við fasteignakaup og eða styrkja innviði samfélagsins í víðu samhengi. Þannig störfum við og þannig munum við starfa áfram.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun