Mál sem skipta máli Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. júní 2019 07:00 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram mörg mikilvæg frumvörp á þessu þingi sem nú sér fyrir endann á. Tvö frumvörp sem fela í sér mikla réttarbót hafa nú þegar verið samþykkt, annars vegar breytingar á lögum um nálgunarbann og hins vegar mál sem bætir stöðu barna sem missa foreldri. Fjöldi annarra mála sem hafa mikil áhrif á heimili og atvinnulíf í landinu bíður afgreiðslu. Ég bind miklar vonir við að þessi mál hljóti þó framgang á þessu kjörtímabili. Þingmenn flokksins hafa lagt fram skattalækkanir, m.a. um lækkun erfðafjárskatts að hluta til niður í 5%. Þarna ráða meðal annars sanngirnissjónarmið enda hafa verðmætin sem mynda skattstofn erfðafjárskattsins verið skattlögð áður. Þá liggja fyrir tvö frumvörp um afnám stimpilgjalda. Annað um afnám stimpilgjalda á stærri skipum, sem er eina atvinnutækið sem enn ber stimpilgjald. Hitt er frumvarp um afnám stimpilgjalds einstaklinga við kaup á íbúðarhúsnæði, það munar um minna þegar fólk kaupir sér fasteign. Annað mál sem hefur áhrif á fasteignaverð er frumvarp sem felur í sér fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu iðnaðar- og verkamanna við húsbyggingar. Þá hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins einnig lagt fram frumvörp sem er ætlað að styðja við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga, auðvelda iðnnemum að sækja háskólanám, endurgreiða virðisaukaskatt til góðgerðar- og félagasamtaka vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda auk þess sem lagt er til að þau félög sem eru undanskilin tekjuskatti verði einnig undanskilin fjármagnstekjuskatti. Þá leggja þingmenn til frumvarp sem auðveldar kynslóðaskipti í atvinnurekstri, t.d. bújarða, og um lagningu vegar í gegnum Teigskóg. Þetta er ekki tæmandi listi en allt eru þetta mál sem snerta fólk. Þetta eru mál sem gera það að verkum að fólk heldur meira af sínu eigin fé, auðveldar uppbyggingu og starfsemi félaga, gefa fjölbreyttara námi meira vægi, hjálpa til við fasteignakaup og eða styrkja innviði samfélagsins í víðu samhengi. Þannig störfum við og þannig munum við starfa áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram mörg mikilvæg frumvörp á þessu þingi sem nú sér fyrir endann á. Tvö frumvörp sem fela í sér mikla réttarbót hafa nú þegar verið samþykkt, annars vegar breytingar á lögum um nálgunarbann og hins vegar mál sem bætir stöðu barna sem missa foreldri. Fjöldi annarra mála sem hafa mikil áhrif á heimili og atvinnulíf í landinu bíður afgreiðslu. Ég bind miklar vonir við að þessi mál hljóti þó framgang á þessu kjörtímabili. Þingmenn flokksins hafa lagt fram skattalækkanir, m.a. um lækkun erfðafjárskatts að hluta til niður í 5%. Þarna ráða meðal annars sanngirnissjónarmið enda hafa verðmætin sem mynda skattstofn erfðafjárskattsins verið skattlögð áður. Þá liggja fyrir tvö frumvörp um afnám stimpilgjalda. Annað um afnám stimpilgjalda á stærri skipum, sem er eina atvinnutækið sem enn ber stimpilgjald. Hitt er frumvarp um afnám stimpilgjalds einstaklinga við kaup á íbúðarhúsnæði, það munar um minna þegar fólk kaupir sér fasteign. Annað mál sem hefur áhrif á fasteignaverð er frumvarp sem felur í sér fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu iðnaðar- og verkamanna við húsbyggingar. Þá hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins einnig lagt fram frumvörp sem er ætlað að styðja við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga, auðvelda iðnnemum að sækja háskólanám, endurgreiða virðisaukaskatt til góðgerðar- og félagasamtaka vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda auk þess sem lagt er til að þau félög sem eru undanskilin tekjuskatti verði einnig undanskilin fjármagnstekjuskatti. Þá leggja þingmenn til frumvarp sem auðveldar kynslóðaskipti í atvinnurekstri, t.d. bújarða, og um lagningu vegar í gegnum Teigskóg. Þetta er ekki tæmandi listi en allt eru þetta mál sem snerta fólk. Þetta eru mál sem gera það að verkum að fólk heldur meira af sínu eigin fé, auðveldar uppbyggingu og starfsemi félaga, gefa fjölbreyttara námi meira vægi, hjálpa til við fasteignakaup og eða styrkja innviði samfélagsins í víðu samhengi. Þannig störfum við og þannig munum við starfa áfram.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun