Mál sem skipta máli Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. júní 2019 07:00 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram mörg mikilvæg frumvörp á þessu þingi sem nú sér fyrir endann á. Tvö frumvörp sem fela í sér mikla réttarbót hafa nú þegar verið samþykkt, annars vegar breytingar á lögum um nálgunarbann og hins vegar mál sem bætir stöðu barna sem missa foreldri. Fjöldi annarra mála sem hafa mikil áhrif á heimili og atvinnulíf í landinu bíður afgreiðslu. Ég bind miklar vonir við að þessi mál hljóti þó framgang á þessu kjörtímabili. Þingmenn flokksins hafa lagt fram skattalækkanir, m.a. um lækkun erfðafjárskatts að hluta til niður í 5%. Þarna ráða meðal annars sanngirnissjónarmið enda hafa verðmætin sem mynda skattstofn erfðafjárskattsins verið skattlögð áður. Þá liggja fyrir tvö frumvörp um afnám stimpilgjalda. Annað um afnám stimpilgjalda á stærri skipum, sem er eina atvinnutækið sem enn ber stimpilgjald. Hitt er frumvarp um afnám stimpilgjalds einstaklinga við kaup á íbúðarhúsnæði, það munar um minna þegar fólk kaupir sér fasteign. Annað mál sem hefur áhrif á fasteignaverð er frumvarp sem felur í sér fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu iðnaðar- og verkamanna við húsbyggingar. Þá hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins einnig lagt fram frumvörp sem er ætlað að styðja við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga, auðvelda iðnnemum að sækja háskólanám, endurgreiða virðisaukaskatt til góðgerðar- og félagasamtaka vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda auk þess sem lagt er til að þau félög sem eru undanskilin tekjuskatti verði einnig undanskilin fjármagnstekjuskatti. Þá leggja þingmenn til frumvarp sem auðveldar kynslóðaskipti í atvinnurekstri, t.d. bújarða, og um lagningu vegar í gegnum Teigskóg. Þetta er ekki tæmandi listi en allt eru þetta mál sem snerta fólk. Þetta eru mál sem gera það að verkum að fólk heldur meira af sínu eigin fé, auðveldar uppbyggingu og starfsemi félaga, gefa fjölbreyttara námi meira vægi, hjálpa til við fasteignakaup og eða styrkja innviði samfélagsins í víðu samhengi. Þannig störfum við og þannig munum við starfa áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram mörg mikilvæg frumvörp á þessu þingi sem nú sér fyrir endann á. Tvö frumvörp sem fela í sér mikla réttarbót hafa nú þegar verið samþykkt, annars vegar breytingar á lögum um nálgunarbann og hins vegar mál sem bætir stöðu barna sem missa foreldri. Fjöldi annarra mála sem hafa mikil áhrif á heimili og atvinnulíf í landinu bíður afgreiðslu. Ég bind miklar vonir við að þessi mál hljóti þó framgang á þessu kjörtímabili. Þingmenn flokksins hafa lagt fram skattalækkanir, m.a. um lækkun erfðafjárskatts að hluta til niður í 5%. Þarna ráða meðal annars sanngirnissjónarmið enda hafa verðmætin sem mynda skattstofn erfðafjárskattsins verið skattlögð áður. Þá liggja fyrir tvö frumvörp um afnám stimpilgjalda. Annað um afnám stimpilgjalda á stærri skipum, sem er eina atvinnutækið sem enn ber stimpilgjald. Hitt er frumvarp um afnám stimpilgjalds einstaklinga við kaup á íbúðarhúsnæði, það munar um minna þegar fólk kaupir sér fasteign. Annað mál sem hefur áhrif á fasteignaverð er frumvarp sem felur í sér fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu iðnaðar- og verkamanna við húsbyggingar. Þá hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins einnig lagt fram frumvörp sem er ætlað að styðja við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga, auðvelda iðnnemum að sækja háskólanám, endurgreiða virðisaukaskatt til góðgerðar- og félagasamtaka vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda auk þess sem lagt er til að þau félög sem eru undanskilin tekjuskatti verði einnig undanskilin fjármagnstekjuskatti. Þá leggja þingmenn til frumvarp sem auðveldar kynslóðaskipti í atvinnurekstri, t.d. bújarða, og um lagningu vegar í gegnum Teigskóg. Þetta er ekki tæmandi listi en allt eru þetta mál sem snerta fólk. Þetta eru mál sem gera það að verkum að fólk heldur meira af sínu eigin fé, auðveldar uppbyggingu og starfsemi félaga, gefa fjölbreyttara námi meira vægi, hjálpa til við fasteignakaup og eða styrkja innviði samfélagsins í víðu samhengi. Þannig störfum við og þannig munum við starfa áfram.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun