Helga Vala segir lögregluna fjársvelta Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2019 19:56 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Þingmaður Samfylkingarinnar bendir á að þyrlukaup Landhelgisgæslunnar séu inni í því fjármagni sem sett er í löggæslu hér á landi. Auka þurfi fjármagn til Lögreglunnar sjálfrar til að mæta auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi. Lögreglan sé of fáliðuð, það vanti mannskap í rannsóknir og fé til að þjálfa starfsfólk embættisins. Einn milljarð vanti hið minnsta. Skýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra dró upp dökka mynd af glæpastarfsemi hér á landi. Þar er greint frá að umsvif erlendra glæpahópa hafi farið vaxandi, þar á meðal á sviði fíkniefnaviðskipta. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku benti aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra á að ef ekkert verði gert muni starfsemin aukast enn frekar. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna frumkvæðisvinnu. Dómsmálaráðherra segir augljóst að frekara fjármagn þurfi til löggæslu. Í þættinum Bítinu sagði Helga Vala Helgadóttir skýrsluna gefa til kynna að lögreglan hafi verið fjársvelt: „Það eru færri lögreglumenn að störfum núna en voru fyrir hrun við erum samt með umtalsvert fleiri ferðamenn og fleiri íbúa og miklu erfiðari verkefni í rauninni.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tókst á við Helgu Völu um málið og benti á að fjármagn hafi verið aukið til lögreglunnar síðustu ár. „Hins vegar er það það, að lögreglan stjórnar því hvert peningarnir fara. Hvort að við þurfum meiri mannafla eða ekki. Þeir stjórna því. Ég er bara að segja að við höfum talsvert aukið fjármagn í löggæslumál á undanförnum árum og misserum.“ Helga Vala var honum ekki sammála og benti á að þyrla Landhelgisgæslunnar væri reiknuð inn í þá tölu: „Nú skulum við segja satt og ekki satt, þegar Brynjar og hans flokksfélagar tala um aukið fjármagn til löggæslu þá eru þeir með þyrlu til Landhelgisgæslunnar inni í þeirri tölu. Það er bara þannig.“ „Það er þannig, því að þetta er inni í sama menginu í fjárlögum og fjármálaáætlun, þar eru þyrlukaup Landhelgisgæslunnar inni í. Gæslan og lögreglan saman, í sama málaflokki. Ef við horfum á tölurnar þá hefur löggæslumönnum fækkað mjög mikið, um 300 lögreglumenn. Það þarf einn milljarð í innspýtingu til að ná lögreglumönnum upp í þann fjölda sem er ásættanlegur. Það er staðreynd sem ekki er hægt að neita,“ bætti Helga Vala við. Alþingi Bítið Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. 29. maí 2019 18:30 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar bendir á að þyrlukaup Landhelgisgæslunnar séu inni í því fjármagni sem sett er í löggæslu hér á landi. Auka þurfi fjármagn til Lögreglunnar sjálfrar til að mæta auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi. Lögreglan sé of fáliðuð, það vanti mannskap í rannsóknir og fé til að þjálfa starfsfólk embættisins. Einn milljarð vanti hið minnsta. Skýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra dró upp dökka mynd af glæpastarfsemi hér á landi. Þar er greint frá að umsvif erlendra glæpahópa hafi farið vaxandi, þar á meðal á sviði fíkniefnaviðskipta. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku benti aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra á að ef ekkert verði gert muni starfsemin aukast enn frekar. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna frumkvæðisvinnu. Dómsmálaráðherra segir augljóst að frekara fjármagn þurfi til löggæslu. Í þættinum Bítinu sagði Helga Vala Helgadóttir skýrsluna gefa til kynna að lögreglan hafi verið fjársvelt: „Það eru færri lögreglumenn að störfum núna en voru fyrir hrun við erum samt með umtalsvert fleiri ferðamenn og fleiri íbúa og miklu erfiðari verkefni í rauninni.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tókst á við Helgu Völu um málið og benti á að fjármagn hafi verið aukið til lögreglunnar síðustu ár. „Hins vegar er það það, að lögreglan stjórnar því hvert peningarnir fara. Hvort að við þurfum meiri mannafla eða ekki. Þeir stjórna því. Ég er bara að segja að við höfum talsvert aukið fjármagn í löggæslumál á undanförnum árum og misserum.“ Helga Vala var honum ekki sammála og benti á að þyrla Landhelgisgæslunnar væri reiknuð inn í þá tölu: „Nú skulum við segja satt og ekki satt, þegar Brynjar og hans flokksfélagar tala um aukið fjármagn til löggæslu þá eru þeir með þyrlu til Landhelgisgæslunnar inni í þeirri tölu. Það er bara þannig.“ „Það er þannig, því að þetta er inni í sama menginu í fjárlögum og fjármálaáætlun, þar eru þyrlukaup Landhelgisgæslunnar inni í. Gæslan og lögreglan saman, í sama málaflokki. Ef við horfum á tölurnar þá hefur löggæslumönnum fækkað mjög mikið, um 300 lögreglumenn. Það þarf einn milljarð í innspýtingu til að ná lögreglumönnum upp í þann fjölda sem er ásættanlegur. Það er staðreynd sem ekki er hægt að neita,“ bætti Helga Vala við.
Alþingi Bítið Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. 29. maí 2019 18:30 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. 29. maí 2019 18:30